Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Áskorun haustsins

2022-08-03

Nú styttist í að þing verði aftur kallað saman, hvort sem það verður aðeins fyrr vegna skýrslu ríkisendurskoðanda vegna sölu á hlutum í Íslandsbanka eða vegna þess að þing verði kallað saman á hefðbundnum tíma. Íslandsbankaskýrslunni hefur seinkað oftar en einu sinni nú þegar og það tekur því varla að kalla þing saman sérstaklega rétt áður en þing á hvort eð er að hefjast ef skýrslan berst ekki á allra næstu dögum.

50% tengdur, 25% raunverulegur

2022-07-23

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hf fyrir 31 milljarð króna. Við það myndu fylgja 9.500 tonn af þorskkvóta, eða rétt rúmlega 5,4% af úthlutuðum þorkskvóta 2021/2022. Síldarvinnslan á fyrir um 1,9% af þorskkvóta upp á samtals 7,3% af öllum þorskkvóta á landinu. Það er nokkurn vegin jafn mikið og hlutdeild Samherja í þorskkvótanum.

Samgönguskattar

2022-07-14

Nýlega kynnti innviðaráðherra áform um gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins ásamt “annarskonar gjaldtöku” þar sem eldsneytisgjald úreldis fyrr en síðar. Í staðinn eiga að koma “einhverskonar notkunargjöld”.

Gjör rétt. Ávallt.

2022-07-05

Í síðustu viku uppgötvaðist að laun æðstu ráðamanna væru of há af því að röng vísitala hafði verið notuð til þess að reikna launahækkanir undanfarinna þriggja ára. Dómarafélagið brást ókvæða við og kallaði boðaða leiðréttingu á launum þeirra “at­lögu fram­kvæmda­valds­ins að dómsvald­inu sem ekki á sér hlið­stæðu í ís­lenskri rétt­ar­sögu” og að allir gætu átt “von á því að framkvæmdavaldið geti lækkað laun dómara eftir eigin geðþótta”.

Stjórnmál málamiðlanna

2022-06-25

Núverandi ríkisstjórn er mynduð til að slá nýjan tón milli hægri og vinstri með því að „spanna hið pólitíska litróf”. Þetta átti að gera með auknu samráði og eflingu samstarfs milli flokka á Alþingi. Með öðrum orðum, meiri málamiðlanir.

Þarf þingið að vera svona?

2022-06-07

Svo ég svari þessari spurningu eins og hinn versti pólitíkus, þá er svarið bæði já og nei. Það er nefnilega val. Á meðan núverandi meirihluti velur að haga pólitíkinni eins og þau gera þá þarf þingið að vera svona. Það er hins vegar hægt að velja að hafa pólitíkina öðruvísi og þar af leiðandi yrði pólitíkin öðruvísi. En hvað er það sem gerir pólitíkina eins og hún er?

Laun, leiga, lífeyrir

2022-06-07

Ráðstöfunartekjur flestra landsmanna minnkuðu í síðustu viku þegar fasteignamat hækkaði um 19,9% og hafði þannig áhrif á fasteignagjöld allra. Fasteignamati er breytt samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna og fasteignagjöld eru innheimt samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem hlutur af fasteignamati, allt að 0,5% af íbúðarhúsnæði. Reykjavíkurborg var til dæmis með 0,18% hlutfall, Kópavogsbær 0,212% og Akureyri með 0,33% árið 2021.

Helvítisvist

2022-05-28

Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem velur að vera hlutlaust á tímum siðferðislegra átaka. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjálpa ekki öðrum konum. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem misnotar börn. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem stelur sannleikanum. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir rauðvínsglös sem passa ekki í uppþvottavél. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir manneskjuna sem fann upp á því að skrifa ógeðslega langt intro fyrir allar uppskriftir online. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem snýr út úr orðum annarra.

Að gelta og gjamma

2022-05-18

Hundalógík. Áróður. Hælbítar. Pólitík sem einkennist af því að gelta og gjamma.

Heiðarleg stjórnmál

2022-05-10

Næstu helgi eru kosningar til sveitarstjórna út um allt land. Þar bjóða fram ýmsir flokkar og fólk með mismunandi hugmyndir og markmið fyrir næstu kjörtímabil. Ég mæli auðvitað með því að fólk setji X við P alls staðar þar sem það er í boði - í Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafnarfirði, Ísafjarðarbæ, Reykjanesbæ og á Akureyrarbæ. Píratar taka einnig þátt í öðrum framboðum, xÁ í Árborg, A lista Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi, G fyrir Garðabæjarlistann í Garðabæ og xO fyrir Bæjarlistann í Suðurnesjabæ.