
Áskorun haustsins
Nú styttist í að þing verði aftur kallað saman, hvort sem það verður aðeins fyrr vegna skýrslu ríkisendurskoðanda vegna sölu á hlutum í Íslandsbanka eða vegna þess að þing verði kallað saman á hefðbundnum tíma. Íslandsbankaskýrslunni hefur seinkað oftar en einu sinni nú þegar og það tekur því varla að kalla þing saman sérstaklega rétt áður en þing á hvort eð er að hefjast ef skýrslan berst ekki á allra næstu dögum.