Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Velferðarríkið Ísland?

2022-10-17

Stjórnvöld nota stór orð um velferð á Íslandi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er talað um sterka stöðu heimilanna, auknar ráðstöfunartekjur og áætlanir um að verja afkomu og lækka verðbólgu. Nánar tiltekið að: “áfram staðinn vörður um viðkvæma hópa og unnið gegn verðbólgu með því að bæta afkomu ríkissjóðs”.

Kjördæmavika

2022-10-07

Í þessari viku hefur hlé verið gert á þingstörfum út af einhverju sem nefnist kjördæmavika. Þrátt fyrir að það sé nýbúið að kalla saman þing eftir um þriggja mánaða hlé. Það sama er einnig gert í febrúar, þegar nýbúið er að kalla þing saman eftir um mánaðar jólahlé. En hver er eiginlega tilgangur þessarar kjördæmaviku, og af hverju eru þingmenn alltaf í hléi frá Alþingi?

Lögmæt fyrirmæli

2022-09-28

Í gær mælti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir einfaldri breytingu á lögreglulögum. Frumvarpið snýst um að bæta orðinu “lögmætum” við 19. grein laganna. Greinin mun þá segja: “Almenningi er skylt að hlýða lögmætum fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri”.

Píratar í áratug og meira

2022-09-19

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar fyrst þátt í alþingiskosningum á Íslandi og fengu rétt rúmlega 5%, þrjá þingmenn og náðu þannig yfir þröskuldinn hræðilega sem gefur rétt til jöfnunarþingmanna. Nú eru þingmenn Pírata sex og áhrif grunnstefnu Pírata á íslenska pólitík er óneitanleg.

Rangar skoðanir

2022-09-09

Fyrir rúmri viku skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um óttann við „rangar skoðanir“ sem afleiðingu af svokallaðri „slaufunarmenningu”. Greinin lýsir einu af mörgum sjónarhornum á mikilvægi tjáningafrelsis í frjálsum samfélögum, en það er margt annað sem þarf að hafa í huga þegar það málefni er skoðað.

Að hlusta á vísindamenn

2022-08-31

Nýlega sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að hann vildi hlusta á vísindamenn þegar kæmi að því að taka ákvörðun um það hvort byggja ætti flugvöll í Hvassahrauni. Það er gott að ráðherra vilji ráðfæra sig við vísindafólk – því ber að fagna. En hvað þýðir það eiginlega fyrir stjórnmálafólk að hlusta á vísindamenn, að taka vísindin alvarlega?

Að selja ríkiseign

2022-08-22

Nú eru liðnir nákvæmlega fimm mánuðir frá því að fjármálaráðherra seldi aftur eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. 22. mars 2022 var 22,5% hlutur seldur í Íslandsbanka með 2,25 milljarða afslætti til 207 fjárfesta. Salan fór fram með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi sem er sérstaklega miðað að hæfum fagfjárfestum en ekki almennum fjárfestum. Í stuttu máli þýðir það að útboðið er ekki opið og aðgengilegt öllum. Þetta er mikilvægt.

Fólk, stjórnmálaflokkar og fyrirtæki

2022-08-19

Árið 2017 var viðburðaríkt ár í stjórnmálum á Íslandi. Ný ríkisstjórn var mynduð í upphafi árs eftir stutta stjórnarkreppu í kjölfar þess að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sprakk út af birtingu Panamaskjalanna. Það er nefnilega aldrei gott þegar fólk, sérstaklega ráðafólk, nýtir sér skattaskjól til þess að forðast skatta. Ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð með tæpasta mögulega meirihluta. Sú ríkisstjórn reyndist ekki langlíf, en hún sprakk strax um haustið sama ár, örstuttu eftir að ríkisstjórn Bjarna hafði lagt fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt.

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður

2022-08-12

Samkvæmt Hagstofunni stendur 12 mánaða vísitala neysluverðs nú í 9,9%. Helstu ástæðurnar eru nokkuð skýrar, það er hækkun á húsnæðismarkaði að undanförnu og hækkun á vöruverði erlendis, aðallega vegna heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. 2,4 prósentustig eru vegna hækkunar á húsnæðisverði. Það hljómar kannski ekki mikið, bara um fjórðungur af heildar verðbólgunni, en 10% hækkun á mjólk eru miklu færri krónur en 2% hækkun á leigu húsnæðis.

Ábyrg verkalýðsbarátta

2022-08-12

Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi.