
Velferðarríkið Ísland?
Stjórnvöld nota stór orð um velferð á Íslandi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er talað um sterka stöðu heimilanna, auknar ráðstöfunartekjur og áætlanir um að verja afkomu og lækka verðbólgu. Nánar tiltekið að: “áfram staðinn vörður um viðkvæma hópa og unnið gegn verðbólgu með því að bæta afkomu ríkissjóðs”.