
Biðin endalausa, 2023 útgáfan
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra árið 2017. Þá í stjórnarandstöðu örstuttu áður en ríkisstjórnin sprakk út af upprreist æru málinu. Í kjölfar kosninganna hurfu Viðreisn og Björt framtíð úr ríkisstjórn og VG og Framsókn fóru inn í ríkisstjórn í staðinn. Flokkurinn sem var áhrifavaldurinn í uppreist æru málinu sat áfram sem fastast í ríkisstjórn. Á þeim fimm árum síðan þessi orð voru sögð hefur Katrín Jakobsdóttir verið forsætisráðherra.