Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Biðin endalausa, 2023 útgáfan

2023-01-02

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra árið 2017. Þá í stjórnarandstöðu örstuttu áður en ríkisstjórnin sprakk út af upprreist æru málinu. Í kjölfar kosninganna hurfu Viðreisn og Björt framtíð úr ríkisstjórn og VG og Framsókn fóru inn í ríkisstjórn í staðinn. Flokkurinn sem var áhrifavaldurinn í uppreist æru málinu sat áfram sem fastast í ríkisstjórn. Á þeim fimm árum síðan þessi orð voru sögð hefur Katrín Jakobsdóttir verið forsætisráðherra.

Tvöþúsundtuttuguogtvö

2023-01-01

Góðan dag kæri lesandi og takk fyrir árið sem er að líða. Að minnsta kosti það jákvæða sem gerðist á árinu. Allt hitt má bara eiga sig. Innrásin í Bandaríska þingið. Stríðið í Úkraínu. Fátækt á Íslandi. Ómannúðleg framkoma við flóttafólk. Salan á Íslandsbanka. Verðbólga. Húsnæðiskrísa og svo mætti því miður lengi telja. Stefnum á að gera minna af leiðinlegum og slæmum hlutum á næsta ári.

Að meina það sem þú segir

2022-12-21

Tungumál er flókið fyrirbæri til samskipta. Fólk getur svarað á kaldhæðinn, ljóðrænan, háleitan og beinskeittann hátt - og á svo marga aðra vegu að ómögulegt er að telja það upp í stuttum pistli. Ofan á alla þessa mismunandi möguleikar til samskipta bætist við að orðanotkun fólks er ekki nákvæm. Fólk leggur mismunandi skilning í ýmis orð, eftir aðstæðum og áherslum. Það er hægt að nota orð af varkárni eða með sannfæringu og allt hefur þetta áhrif á það hvaða merkingu áheyrendur meðtaka.

4 milljarðar á ári fyrir kirkjujarðir

2022-12-12

Árið 1997 var gerður samningur milli ríkisins og íslensku þjóðkirkjunnar um yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum í staðinn fyrir að greiða laun presta. Það er tvennt mjög ámælisvert við samninginn. Í fyrsta lagi er hann ótímabundinn og í öðru lagi, þó að allir myndu skrá sig úr kirkjunni þá væri ríkið samt skuldbundið til þess að greiða laun um 90 presta og 14 annara starfsmanna biskupsembættisins.

Í ósamstæðum skóm

2022-11-23

Oft er sagt – og sérstaklega í stjórnmálum – að við verðum öll að gera málamiðlanir. Það er í sjálfu sér alveg dagsatt, en það er hins vegar ekki algilt. Það er nefnilega ekki hægt að málamiðla um allt.

2022 11 15 Athugasemdir BR v skýrslu RE FINAL MEÐ LOGO.pdf

2022-11-14

Takk kærlega fyrir umsögnina þína um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Mér fannst nafnið á skjalinu einstaklega uppljóstrandi; “2022 11 15 Athugasemdir BR v skýrslu RE FINAL MEÐ LOGO.pdf”.

Lýðræðisveisla hinna útvöldu.

2022-11-04

“Við erum með bestu hugmyndirnar” sagði Guðlaugur Þór þegar hann kynnti framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins sem fram fer "í stærstu lýðræðisveislu landsins" næstu helgi. Reyndar er lýðræðisveislan ekki öllum flokksmönnum aðgengileg. Lýðræðisveislan er fyrir útvalda fulltrúa.

Þarf ný útlendingalög?

2022-10-25

Í gær var rætt á þingi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þar er “vandinn” lagður upp sem svo að “fjölgun umsókna undanfarinn áratug sýnir hversu mikilvægt er að stjórnvöld geti brugðist við, eftir atvikum með laga- og reglugerðarbreytingum, og aðlagað verndarkerfið að þeirri þróun sem á sér stað á hverjum tíma. Verndarkerfið þarf að vera í stakk búið og byggt þannig upp að þeir sem raunverulega eiga rétt á alþjóðlegri vernd fái skjóta og mannúðlega afgreiðslu mála sinna. Á sama tíma er nauðsynlegt að tryggja að misnotkun á kerfinu sé í lágmarki.”