Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Vantraust

2023-04-05

Vantraust er erfitt. Efi umlykur allt og hverju skrefi fram á við fylgja óteljandi skref í allar aðrar áttir til þess að fólk geti fullvissað sig um að ekkert betra sé í boði. Blint traust er líka erfitt. Sama hversu oft er bent á betri leið þá er bara vaðið áfram í gegnum fen og forarpytti.

Stuð. Stuð. Stuð.

2023-03-27

Hver man eftir því þegar lögreglan gekk inn í hóp mótmælenda með piparúða og kylfum til þess að dreifa mótmælendum? 10 voru handteknir og 4 voru fluttir á sjúkrahús, þar af einn lögegluþjónn. Það var kannski hvað minnisstæðast hvernig tveir lögregluþjónar gengu inn í hóp mótmælenda öskrandi “Gas, gas, gas” á sama tíma og piparúða var sprautað yfir mótmælendur.

Blindur leiðir haltan

2023-03-17

Hið öfugsnúna orðatiltæki, að blindur leiði haltan, lýsir ríkisstjórnarsamstarfinu í dag ansi vel. Það er sama hvar er litið. Í útlendingamálinu sjá þau ekki allar umsagnirnar sem vara við stjórnarskrár- og mannréttindabrotum. Í Íslandsbankamálinu sáu þau ekki að fjármálaráðherra var að selja föður sínum hlut í bankanum. Í Lindarhvolsmálinu sjá þau ekki óháð og ítarlegt lögfræðiálit sem segir að þeim sé skylt að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Það er sérstaklega undarlegt því það er meira að segja búið að birta lögfræðiálitið á vefsíðu Lindarhvols þar sem allir geta lesið að “skylt sé [...] að veita almenningi aðgang að skýrslu setts ríkisendurskoðanda” og að ekki verði séð “að greinargerðin hafi að geyma upplýsingar af því tagi sem heimilt er [...] að takmarka aðgang að.”

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

2023-03-08

Samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hættir fjórði hver hjúkrunarfræðingur störfum innan fimm ára og er ein helsta ástæðan launakjörin. Starfsumhverfið er einnig óásættanlegt, t.d. vegna álagsins sem felst í því hversu fáir eru á vakt hverju sinni. Það eru fáar hendur að sinna mörgum mikilvægum störfum.

Kurteisisleg blótsyrði

2023-02-27

Á sama tíma og fólk er skammað fyrir að nota ókurteis orð er verið að dæla dæla peningum í "kurteisislega" orðaðan áróður. Heimildin hefur upplýst að Norðurál fjármagnaði áróður gegn Landsvirkjun og lét það líta út eins og að grasrótarsamtök væru að verjast óhóflegri gjaldtöku Landsvirkjunar sem myndi leiða það af sér að stóriðjufyrirtæki neyddust til að loka. Tilgangurinn var að reyna að hafa áhrif á verð Landsvirkjunnar til stóriðjunnar - sem myndi vera skaðlegt fyrir okkur öll.

Vitum við hvað öryggi kostar?

2023-02-17

Það gerðist dálítið mjög merkilegt um daginn. Við fengum sjaldgæfa innsýn í innra starf ráðuneyta og stofnanna þegar ráðherra uppljóstraði um svo mikinn niðurskurð hjá Landhelgisgæslunni að hann ætlaði að selja flugvél Gæslunnar til þess að koma til móts við fjárhagsörðugleika. En hefði í alvörunni þurft að selja TF-SIF?

Lagabrotastarfsemi

2023-02-08

Í frétt mbl.is frá 18. janúar í fyrra er greint frá því hvernig eftirlitsstofnun EFTA taldi íslenska ríkið brotlegt við átta greinar EES-samningsins “um mat á um­hverf­isáhrif­um þegar það breytti lög­um um fisk­eldi í októ­ber 2018.” Niðurstaðan kom í kjölfar bráðabirgðaniðurstöðu frá árinu 2020 sem íslensk stjórnvöld virðast hafa hunsað algerlega og tróðu í gegn lögum á einum degi til þess að “redda málum”.

Forsætisráðherra gat ekki svarað ...

2023-01-30

Í síðustu viku var haldið vetrarþing Evrópuráðsþingsins (Council of Europe), sem má ekki rugla saman við Leiðtogaráð Evrópusambandsins (European council). Í stuttu máli snýst Evrópuráðsþingið um mannréttindi, lýðræði og að með lögum skal land byggja - og undirstaða þessa þings er mannréttindasáttmáli Evrópu og mannréttindadómstóllinn. Þar er ýmislegt fleira að finna, baráttu gegn spillingu (GRECO), kosningaeftirlit, viðmið um velferð og réttindi fatlaðra, þolendur mansals og flóttamanna.

Skipun án auglýsingar

2023-01-20

Í síðustu viku var enn einn embættismaður skipuður í stöðu án auglýsingar. Í samantekt forsætisráðuneytisins sem mbl.is fjallaði um í október á síðasta ári kemur fram að um 20% embættisskipanna á árunum 2009 - 2022 hafi verið án auglýsingar. Áður hafði þjóðminjavörður verið skipaður án auglýsingar, viðkomandi var víst sérstaklega hæf og uppfyllir öll skilyrði.

Tölum um réttindi

2023-01-11

Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er einfaldlega sagt að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til: “kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti”. Þrátt fyrir þetta, mjög svo afdráttarlausa ákvæði, eru ýmis lagaákvæði sem má alveg segja að sé vafi að standist þessar kröfu stjórnarskrárinnar um jafnvægi.