
Vantraust
Vantraust er erfitt. Efi umlykur allt og hverju skrefi fram á við fylgja óteljandi skref í allar aðrar áttir til þess að fólk geti fullvissað sig um að ekkert betra sé í boði. Blint traust er líka erfitt. Sama hversu oft er bent á betri leið þá er bara vaðið áfram í gegnum fen og forarpytti.