Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Að skipta um þjóð?

2023-07-20

Nýlega er haft eftir Eyjólfi Ármannsyni, þingmanni flokks fólksins, að verið sé að „skipta um þjóð í landinu”. Þetta bergmálar skoðanir sem hafa birst í Morgunblaðinu, í grein Ögmundar Jónassonar „að losa þjóðina við landið og landið við þjóðina”, sem og nokkrum öðrum greinum.

Lindarhvoll ... Hvað er málið?

2023-07-11

Í síðustu viku var greinargerð setts ríkisendurskoðanda birt. Í kjölfarið tók varnarkórinn við sér og sagði að ekkert nýtt hefði komið fram, að birtingin stangist á við reglur, engin lög brotin, þetta er ekki endanleg skýrsla … og svo framvegis.

Skilgreiningin á geðveiki

2023-06-13

Fræg setning, oft tileinkuð Albert Einstein, segir að skilgreiningin á geðveiki sé að reyna að gera það sama aftur og aftur og búast við öðrum niðurstöðum í hvert skipti. En þetta er hvorki skilgreiningin á geðveiki né nokkuð sem Einstein ku hafa sagt. Það er mjög skrítið að endurtaka sömu mistökin aftur og aftur og búast við því að í næsta skipti verði bara allt í góðu lagi.

Sanngjarn skattur?

2023-06-03

Hvað er fjármagnstekjuskattur? Er það sanngjarn skattur? Einfalda svarið er að fjármagnstekjuskattur er skattur sem er innheimtur af hluta tekna þeirra sem þéna mest. Fólk sem lifir af fjármagnstekjum greiðir í heldur ekki útsvar til sveitarfélaga. Semsagt, ekki sanngjarn skattur fyrir alla aðra sem borga nú þegar hærra hlutfall í skatt og útsvar af öllum tekjum sínum.

Vopnvæðum öryggi?

2023-05-17

Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 milljónum verið varið í varnarbúnað. Þetta hljómar kannski ekki eins og mjög há upphæð í heildar samhenginu en rifjum upp að þær tvö hundruð og fimmtíu hríðskotabyssur sem Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri fengu frá Noregi (en urðu að skila) áttu að kosta um tíu milljónir króna. Fjárhæð ársins dugar þá fyrir um 2.800 álíka hríðskotabyssum.

Virkar lýðræðið?

2023-05-05

Flest mætum við reglulega í kjörklefann og setjum kross við einn flokk eða annan. Í einhverjum tilfellum setjum við kross eða tölu við nafn á einhverjum einstaklingi. X fyrir framan P eða C eða S eða B eða hvaða annan bókstaf sem við teljum að muni leiða til betra samfélags. Af hverju er þá heilbrigðiskerfið ekki eins gott og við viljum? Af hverju erum við enn með kvótakerfið eins og það er þrátt fyrir andstöðu mikils meirihluta landsmanna? Af hverju er þá ekki búið að leysa húsnæðisvandann og verðbólguna og … ?

Þögn. Myrkur. Þögn

2023-04-26

Aðfararnótt 30. júní fyrir rétt tæplega þremur árum var atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpinu var hafnað með 28 atkvæðum ríkisstjórnarflokkanna og Miðflokksins. Nokkrir stjórnarþingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu þá nóttina með eftirfarandi orðum.

Til hvers?

2023-04-26

Spurningin er einföld. Til hvers er þessi ríkisstjórn? Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki svarið við þessari spurningu þó ég hafi ýmsar tilgátur. En mér finnst spurningin mikilvæg af því að við eigum alltaf að vita hvað fólkið með völdin er að gera. Til hvers þarf þetta fólk að hafa völd?

Að selja björgun

2023-04-17

Í upphafi árs datt dómsmálaráðherra allt í einu í hug að það væri hægt að leysa fjárhagsvanda Landhelgisgæslunnar með því að selja einu flugvélina sem getur sinnt hinum ýmsu sérhæfðu verkefnum sem flugvélin var keypt til þess að sinna. Flugvélin var keypt árið 2009 og árið 2017 var staðan sú að vélin var aðgengileg í 57% tilfella innan 6 klst. Það er að segja, ef það kom eitthvað upp á þar sem kalla þyrfti til flugvélina þá var það einungis hægt innan 6 klst. í 57% tilfella.