Bær í eyði?
Sá grunur læðist óhjákvæmilega að manni þessa dagana að heilt bæjarfélag sé komið í eyði. Jarðskjálftarnir, eldgosin og sögulegar heimildir um gostímabilin í gosstöðvunum við Grindavík læða að manni þeim grun að ef núverandi umbrot leggja ekki bæinn í eyði þá geti næsta eða þarnæsta óróatímabil endað þannig. Og jafnvel þó þetta óróatímabil verði skammvinnt, ekki hundruðir ára eins og í eldri umbrotum, þá tekur tíma til þess að treysta jörðinni aftur á sama hátt og fyrir gosið í Fagradalsfjalli.