Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Alþingi án ríkisstjórnar

2023-11-10

Í lok árs 2017 var engin ríkisstjórn á Íslandi. Hún sprakk hressilega út af uppreist æru málinu og boðað var skyndilega til kosninga. Illa gekk að búa til ríkisstjórn í kjölfar þeirra og voru fjárlög það árið þess vegna að miklu leyti ákveðin af Alþingi en ekki af ríkisstjórninni. Sú fjárlagavinna var töluvert frábrugðin venjulegri fjárlagavinnu í þinginu þar sem hún snýst að miklu leyti um að bíða eftir nákvæmari útfærslum ríkisstjórnarinnar á hinum ýmsu fjárheimildum. Um leið og þær tillögur berast þinginu fer málið úr nefnd og inn í þingsal. Ekki af því að fjárlagavinnunni sé lokið, heldur af því að ríkisstjórnin er búin að ákveða að það þurfi ekki að gera neitt meira.

Að sitja hjá

2023-11-01

Ég verð að viðurkenna að ég er dálítið dapur eftir atburði undanfarinna vikna. Sérstaklega eftir að ákveðið var að Ísland myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslu um pólitíska ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum.

Trylltur dans múgsins

2023-10-23

"Dansæðið, galdrafárið, hundurinn Lúkas. Æðið mun renna sitt skeið. Sagan sýnir þó að trylltur dans múgsins er sjaldnast skaðlaus", skrifar Sif Sigmarsdóttir í Heimildina á laugardaginn.

Óheiðarleg vörn ráðherra

2023-10-13

Þann 1. október mætti ég á Sprengisand ásamt forsætisráðherra. Þar sagðist ég ekki hafa hitt einn útlending sem tryði því að fjármálaráðherra sem hefði selt föður sínum hlut í ríkisbanka væri enn ráðherra.

Á sandi byggði ...

2023-10-03

Á fundi Landssambands eldri borgara á mánudaginn síðastliðinn sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að það væri ekki raunhæft að fjármagna lágmarksframfærslu fólks. Nákvæmlega þá sagði ráðherra að kostnaðurinn væri ekki raunhæfur.

Frelsið til þess að svindla á öðrum

2023-09-25

Í lok ágúst birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun sína eftir rannsókn á brotum Samskipa á samkeppnislögum. Niðurstaðan var 4,2 milljarða króna sekt vegna víðtækra brota í sama máli og Eimskip höfðu áður viðurkennt brot í og gert sátt að ljúka. Brotin fjalla um ólögmætt samráð yfir langan tíma til þess að búa til og við halda einokunarstöðu félaganna tveggja á flutningum til og frá Íslandi.

Tekjur ríkissjóðs umfram áætlanir en ekki nægir peningar til fyrir börnin

2023-08-18

Þegar þing var sett mætti hæstvirtur mennta- og barnamálaráðherra í ræðustól Alþingis og sagði: „Af öllu því sem við gerum er skólakerfið ekki bara mest stefnumótandi til framtíðar heldur eru gæði þess og styrkur það lang mikilvægasta sem við gerum til að tryggja farsæld næstu kynslóðar.“

Lagar stofnun lög?

2023-08-18

Sitt sýnist hverjum um umsækjendur um alþjóðlega vernd en ég held að við getum öll verið sammála um að lögin þurfa að vera skýr og mannréttindi þurfa að vera virt. Umræðan bendir samt til þess að fólk er ekki alveg sammála um hver þau réttindi eiga að vera. Það er þó öllu verra þegar fólk og flokkar innan ríkisstjórnarinnar eru ekki sammála um hver réttindi flóttafólks eru samkvæmt þeim lögum sem þau sömdu og samþykktu sjálf. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir að þegar fólki er þjónustusvipt þá eigi sveitarfélögin að taka við og þjónusta fólkið á meðan dómsmálaráðherra og sveitarfélögin telja að það sé ekki skylda sveitarfélaganna að sinna þjónustunni.

Að tala af skynsemi

2023-08-09

Hvernig veit ég hvort það sem ég segi er skynsamt eða ekki? Það sem er ennþá erfiðara, hvernig veit ég að það sem þú segir er skynsamt eða ekki? Þetta er spurning sem mér finnst mjög áhugaverð, sérstaklega út af einhverju sem má kalla “skynsemisstjórnmál”.

Spennandi tímar í stjórnmálum

2023-07-29

Það er enn júlí og merkilegt nokk þá er engin gúrkutíð í stjórnmálum landsins eins og venjulega. Það eru herkvaðningar á hægri vængnum og stórkostlega miklar breytingar samkvæmt skoðanakönnunum á fylgi flokka miðað við niðurstöður síðustu kosninga (þessara sem snérust um talningu í Borgarnesi, munið þið?).