
Við og þau
Má maður ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti?
Nýjustu greinar og hugleiðingar.
Má maður ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti?
Við lokum oft á stórar og miklar tilfinningar. Við reynum að gleyma þeim þó svo það sé oft ómögulegt. Við getum ekki forðast að takast á við hatrið, sorgina, ástina, söknuðinn, gleðina, vonbrigðin, reiðina. Ef við tökumst ekki á við okkar innri áskoranir þá gerjast þær bara og magnast á einn eða annan hátt.
Húsnæðisvandann má finna víða í samfélaginu okkar. Núverandi húsnæðisvanda, samkvæmt greiningum Íbúðalánasjóðs, má rekja til ársins 2016 þar sem óuppfyllt íbúðaþörf jókst frá því að vera nær engin upp í um 2.000 íbúðir á einu ári. Vandinn jókst og þörfin var orðin á bilinu 4.000 - 8.000 íbúðir árið 2020. Heimsfaraldurinn dró aðeins úr skortinum og árið 2019 var það mat Íbúðalánasjóðs að þörfin yrði á bilinu 2.000 - rúmlega 7.000 íbúðir árið 2022. Raunþörf var ekki ljós á þessum tímapunkti.
Það er 28. september 2023. Það eru tveir dagar í þingkosningar í Slóvakíu og fjölmiðlum og stjórnmálamönnum eiga að hafa sig hæga til þess að gefa kjósendum frið til þess að ákveða sig áður en þeir ganga í kjörklefann. Einmitt þá er hljóðupptaka birt á Facebook. Á hljóðupptökunni má heyra rödd formanns framfaraflokks Slóvakíu ræða við fjölmiðlakonu dagblaðsins Denník N og útskýra fyrir henni hvernig að að svindla í kosningunum með því að kaupa atkvæði frá Rómafólki.
Staðan er sú að öll stóru verkefnin eru enn óleyst. Þau eru reyndar svo mörg að ég veit ekki hvort ég get talið þau öll upp í þessum pistli, bæði vegna takmarkaðs orðafjölda og vegna þess að það eru sífellt að bætast við ný verkefni. Grindavík er hið augljósa forgangsverkefni þessa dagana, að koma fólki aftur í öruggt húsnæði. Það er flókið verkefni vegna áratugalangrar húsnæðiskrísu á Íslandi eða uppsafnaðari húsnæðisþörf eins og það er kallað á fræðamálinu.
Forgangsröðun orku ætti ekki að vera flókin. Fyrst þarf að tryggja orku fyrir heimilin og grunninnviði samfélagsins, síðan fyrir verðmætasköpunina. Heimilin og verðmætasköpunin eru þó auðvitað samofin. Það væri engin verðmætasköpun án heimila og engin heimili án verðmætasköpunar.
Verðbólgan undanfarin tvö ár hefur verið ansi þrálát og drifin áfram af nokkrum efnahagsþáttum. Þar má helst telja til hækkun á húsnæðisverði og innfluttum vörum, kjarabaráttu og ríkisfjármálin. Afleiðingarnar af verðbólgunni hafa verið miklar fyrir heimili og fyrirtæki þar sem bæði stýrivextir og verðbólgan sjálf hafa áhrif á allt með verðmiða.
Nú er þingið komið í jólafrí til 22. janúar. Ansi langt finnst held ég flestum. Fríið er að vísu aðeins styttra þar sem fundir nefnda hefjast viku fyrr eða 15. janúar. Það er samt næstum mánuður í frí.
Til hvers að ræna banka þegar hægt er að búa til VSK númer?
Sá grunur læðist óhjákvæmilega að manni þessa dagana að heilt bæjarfélag sé komið í eyði. Jarðskjálftarnir, eldgosin og sögulegar heimildir um gostímabilin í gosstöðvunum við Grindavík læða að manni þeim grun að ef núverandi umbrot leggja ekki bæinn í eyði þá geti næsta eða þarnæsta óróatímabil endað þannig. Og jafnvel þó þetta óróatímabil verði skammvinnt, ekki hundruðir ára eins og í eldri umbrotum, þá tekur tíma til þess að treysta jörðinni aftur á sama hátt og fyrir gosið í Fagradalsfjalli.