Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Umhyggja freka kallsins

2024-05-24

Fyrir tæpum 7 árum skrifaði ég fyrsta pistilinn minn í Morgunblaðið sem Pírati. Nú, rúmlega 200 pistlum síðar fannst mér við hæfi að rifja upp fyrsta pistilinn sem ég skrifaði, þar sem ég kynnti mig og áskoranirnar sem við stóðum frammi fyrir sem samfélag. Ég held að það sé óhætt að segja að áskoranirnar (og lausnirnar) eru enn þær sömu - og freki kallinn (sérhagsmunastefnan) hefur orðið fyrirferðameiri.

71 þúsund aukalega á mánuði fyrir ellilífeyrisþega

2024-05-03

Nýlega fékk velferðarnefnd Alþingis lögfræðiálit frá skrifstofu Alþingis um skerðingar á ellilífeyri almannatrygginga vegna lífeyrisgreiðslna. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að núverandi löggjöf er óskýr um að það megi skerða greiðslur úr lífeyrissjóðum sem almennar tekjur en ekki sem atvinnutekjur.

Að treysta eða vantreysta

2024-04-24

Í síðustu viku lögðu þingflokkar Pírata og Flokks fólksins fram vantrauststillögu á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, svona um það bil korteri eftir að blekið var þornað á nýjum ríkisstjórnarsáttmála. Pólitískum spekúlöntum hefur fundist þessi vantrauststillaga voðalega hallærisleg þar sem það var augljóst að enginn stjórnarþingmaður myndi greiða atkvæði með vantrauststillögunni.

Af hverju er þriggja flokka stjórn svona flókin?

2024-04-15

Í síðustu viku var mynduð ný ríkisstjórn sömu flokka og hafa unnið saman frá því eftir kosningarnar 2017. Forsætisráðherrann yfirgaf ríkisstjórnina og eftir sátu flokkarnir án fundarstjóra. Það þurfti því að finna nýjan fundarstjóra fyrir ráðherrafundi og til þess þurfti nýjar samningaviðræður milli flokkanna.

Píratar og prinsipp í pólitík

2024-04-10

Þann 8. nóvember 2017 var allt galopið varðandi myndun ríkisstjórnar, að sögn fráfarandi forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þetta var eftir að Framsóknarflokkurinn sleit ríkisstjórnarviðræðum VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar. Þessir flokkar voru með mjög tæpan 1 þingsætis meirihluta. Tillögum Pírata um að draga fleiri flokka að til þess að gera stöðugri meirihluta var hafnað og að lokum viðræðunum sjálfum. Allir flokkar þurfi að gera málamiðlanir, sagði fráfarandi forsætisráðherra.

Forsetaverðbólga

2024-04-05

Nei, ég er ekki að fara að skrifa um forsætisembættið á Íslandi enda er það örugglega leiðinlegasta starf í heimi. Ég tek ofan af fyrir fólki sem nennir að sinna því starfi, því að á sama tíma og forsetinn skiptir máli þá gerir viðkomandi það líklega best með því að gera og segja sem minnst og láta taka mynd af því. Ég er heldur ekki að fara að skrifa um forsetakosningar í Bandaríkjunum, sem eru stjarnfræðilega furðulegar þetta árið. Það er ótrúlegt að á meðan 350 milljón manna þjóð getur ekki fundið betri frambjóðendur en Biden og Trump þá er varla þverfótað fyrir frambjóðendum til forseta á Íslandi.

Kosningafnykur í lofti

2024-03-25

Á yfirstandandi þingi hefur ríkisstjórnin samþykkt fjölda stefna og áætlana og fyrir liggur að fleiri eiga eftir að bætast við. Á meðal þessara er fjármálaáætlunin, þar sem ríkisstjórnin verður að sýna í tölum hvernig hún hyggst fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir og stefnur. Ekki er hægt að sjá að það sé til fjármagn fyrir þessu öllu og ríkisstjórnin gæti þurft að endurskoða eða jafnvel yfirgefa nýlega samþykktar áætlanir.

Öld húsnæðis

2024-03-22

Að eiga þak yfir höfuðið á Íslandi er bara ansi erfitt. Að leigja þak yfir höfuðið á Íslandi er hins vegar nær því að vera dystópísk martröð, að minnsta kosti í samanburði við samanburðarlönd. Hvort sem litið er til lánasamninga – með verðtryggingu eða breytilegum vöxtum sem láta nær alla áhættuna í hendur lántakanda – eða leigusamninga sem mismuna leigjendum gríðarlega, er flestum þolendum húsnæðismarkaðarins ljóst að rétturinn til öruggs og viðunandi húsnæðis er í besta falli brothættur.

Hvað er að þessari Pólitík?

2024-03-17

Forsætisráðherra Íslands er spurð hvort hún sé að íhuga forsetaframboð og hún getur ekki svarað þeirri einföldu spurningu með einföldu svari. Hversu undarleg þarf pólitíkin að vera til þess að sitjandi forsætisráðherra getur ekki svarað bara með “nei, ég er ekki að fara að bjóða mig fram í embætti forseta Íslands”? Því á meðan forsætisráðherra svarar spurningunni ekki með skýrum hætti er verið að halda öllum möguleikum opnum. Ef einhver einstaklingur á Íslandi ætti að svara þessari spurningu á afgerandi hátt þá er það forsætisráðherra. Ráðherrann sem fer með forsetavaldið fyrir hönd forsetans samkvæmt stjórnarskránni.

Ný utanþingsstjórn

2024-03-14

Það fór ekki þannig að ríkisstjórnin sprakk eins og margir höfðu búist við. Hvorki út af hvalveiðimálinu, útlendingamálum, bankasölu, vopnvæðingu lögreglu né öðrum málum sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. Í staðinn fengum við bara óformlega starfsstjórn fram að næstu kosningum.