Þann 27. janúar síðastliðinn var lýst yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar á Íslandi. 30. janúar var lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. 26. febrúar er öllum sem koma til landsins gert að fara í 2 vikna sóttkví. 28. febrúar var svo fyrsta smitið staðfest á Íslandi. Þá var hættustig almannavarna virkjað. Neyðarstigi almannavarna var virkjað viku seinna, 6. mars. Framhalds- og háskólum var lokað 13. mars og grunnskólastarfsemi var takmörkuð. Takmarkanir á samkomum voru hertar 24. mars, sama dag og fyrsta andlátið af völdum Covid-19 var tilkynnt. 4. maí var svo í fyrsta sinn slakað á takmörkunum á samkomum og skólahaldi. 15. maí eru engar sóttvarnir gagnvart fólki sem kemur frá Færeyjum og Grænlandi og mánuði seinna, 15. júní er ferðamönnum gefinn kostur á því að fara í sýnatöku í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví en þá höfðu mjög fá tilfelli greinst frá lokum apríl, eða færri en eitt á dag.