Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Getum við gert betur?

2020-10-21

Getum við gert betur? Við öll? Ég myndi halda að augljósa svarið sé já. Ekkert er svo fullkomið að það endist að eilífu. Við getum alltaf gert betur, eða að minnsta kosti reynt það. Hvernig gerum við betur væri kannski eðlileg framhaldsspurning, því sitt sýnist hverjum um hvað er hægt að gera betur.

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

2020-10-14

Heilbrigðisráðherra skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem hún birtir einnig á FB síðu sinni. Þar er farið yfir þróun fjárheimilda til heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Flest sem kemur þar fram er hárrétt en það er samt áhugavert að fara yfir þær fullyrðingar sem þar koma fram.

Betri samskipti við almenning?

2020-10-07

Í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnvöld setja sér stefnu fyrir næstu fimm ár spurði ég forsætisráðherra eftirfarandi spurningar:

Handahófskenndar aðgerðir

2020-10-02

Ríkisstjórnin lagði fram áætlun sína út úr Kófinu í gær. Áætlun sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja fram í vor en frestaði. Það verður að segjast eins og er að áætlunin er nákvæmlega eins og allar fyrri aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sundurlaus og handahófskennd. Rétt eins og nýlegar stöðugleikaaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem voru kynntar sem “nýjar” aðgerðir. Fyrsta aðgerðin þar var að framlengja “Allir vinna” sem er kaldhæðnislegt heiti í 9% atvinnuleysi. Ekki beint ný eða sérsniðin aðgerð til þess að koma til móts við mestu efnahagskreppu í heila öld.

Danski þjónninn

2020-09-23

Allir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eftir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veitingastað. Einn gestanna fannst allt í einu látinn, enginn vissi hvað hafði gerst og enn síður hvernig morðið hafði verið framið. Eftir mikla og sprenghlægilega rannsókn leystu Harry og Heimir gátuna. Morðinginn var þjónninn og morðvopnið var danska. Hann hafði vísvitandi talað dönsku við gestinn þangað til hann þoldi ekki meir og dó.

Samkomutakmarkanir - Hver er kostnaðurinn?

2020-09-16

Þann 27. janúar síðastliðinn var lýst yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar á Íslandi. 30. janúar var lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. 26. febrúar er öllum sem koma til landsins gert að fara í 2 vikna sóttkví. 28. febrúar var svo fyrsta smitið staðfest á Íslandi. Þá var hættustig almannavarna virkjað. Neyðarstigi almannavarna var virkjað viku seinna, 6. mars. Framhalds- og háskólum var lokað 13. mars og grunnskólastarfsemi var takmörkuð. Takmarkanir á samkomum voru hertar 24. mars, sama dag og fyrsta andlátið af völdum Covid-19 var tilkynnt. 4. maí var svo í fyrsta sinn slakað á takmörkunum á samkomum og skólahaldi. 15. maí eru engar sóttvarnir gagnvart fólki sem kemur frá Færeyjum og Grænlandi og mánuði seinna, 15. júní er ferðamönnum gefinn kostur á því að fara í sýnatöku í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví en þá höfðu mjög fá tilfelli greinst frá lokum apríl, eða færri en eitt á dag.

Réttlát reiði

2020-09-14

Síðastliðinn miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna “réttlátu” sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð til þess að knýja fram þjóðfélagsbreytingar. Ég tek undir það sjónarmið sem Óli Björn fjallar um, slík stjórnmál eru vissuleg til og eru varhugaverð. Þar með sé ekki öll sagan sögð því Óli Björn vill greinilega ekki kannast við réttlátu reiðina sem liggur þar að baki.