Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Loft­brú eru loft­fim­leikar með al­manna­fé

2020-09-11

Hin svokallaða Loftbrú, eða niðurgreiðsla á flugfargjöldum fyrir íbúa sem búa ákveðið langt frá höfuðborgarsvæðinu, er gríðarleg sóun á almannafé. Það sem meira er: Það er ekkert sem tryggir að Loftbrúin fljúgi ofan í vasa almennings.

Ertu Icelandairingur?

2020-09-04

Hvað er að vera Íslendingur? Þarftu að geta rakið ættir þínar til landnema? Þarftu að kunna íslensku? Þarftu að búa á Íslandi eða vera ríkisborgari? Tárast yfir auglýsingu frá Icelandair?

Er ríkisábyrgð æðisleg?

2020-08-28

"Verkefnið okkar er fyrir mér það að finna einföldustu og skilvirkustu leiðina", sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé í umræðum um ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Það er alveg hárrétt hjá Kolbeini og einfaldasta og skilvirkasta leiðin er að ríkið komi ekki nálægt þessu máli. Vandamálið er hins vegar að afleiðingin af því getur verið ansi mikill skaði fyrir íslenskt samfélag. Það er meira að segja nýlegt dæmi sem við getum skoðað, eða þegar WoW náði ekki að halda sér á floti. Þá sagði ríkisstjórnin "nei".

Þeir sem eiga, mega

2020-08-27

Hugmyndafræði íhaldsins er dauðadómur fyrir framtíðina. Það er markmið íhaldsins að gera sem minnst, breyta eins litlu og hægt er og lifa helst í fortíðinni. Hugmyndafræði íhaldsins birtist okkur ljóslifandi í stefnuleysi núverandi ríkisstjórnar. Þar er hvergi horft fram á við, einungis reynt að halda í það sem var. Samfélag gærdagsins er sú uppskrift sem við fáum frá ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin sem passar upp á að þeir sem hafa og fá, haldi áfram að eiga og mega. Það er passað upp á að þegar kófinu lýkur þá á helst allt að vera eins og það var svo hægt sé að halda áfram að hjakka í sama farinu.

Umboð þjóðar ef það hentar mér.

2020-08-26

Á Íslandi höldum við kosningar á fjögurra ára fresti. Þá keppast stjórnmálasamtök um atkvæði kjósenda með því að leggja línurnar fyrir næstu fjögur árin. Þannig virkar lýðræðið okkar, lýðveldi með þingbundinni stjórn. Inn á milli kosninga er lýðræðið svo í ákveðnum dvala á meðan nokkrir flokkar hópa sig saman um meirihluta atkvæða á þingi og ráða þannig bókstaflega öllu sem sá meirihluti kemur sér saman um.

Ráðherrar eiga enga vini

2020-08-19

Vinkvennahittingur er einna helst í fréttum þessa dagana. Það væri alla jafna ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ein vinkvennanna er ráðherra. Það eitt og sér er heldur ekkert merkilegt, því ráðherrar eru fólk og fólk á vini. En þó fólk eigi vini þá eiga ráðherrar enga vini, hvað svo sem sjávarútvegsráðherra finnst um það en hann hringi frægt símtal í vin sinn og forstjóra Samherja til þess að spyrja hvernig honum liði.

Dagleg spilling

2020-08-17

Úr grein Stundarinnar: Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo geti verið. „Jú, auðvitað er þetta kannski vandmeðfarið og ég hefði átt að hugsa þetta betur,“ segir hún. „Eðlilega hefði ég átt að hugsa út í það, en ég gerði það ekki. Því er verr og miður. En hún á sína reikninga fyrir þessu og ég mína, þannig að það ætti ekki að vera neitt vafamál.“

Engar mútur

2020-08-17

Engar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðslurnar sem voru greiddar beint inn á persónulega reikninga ráðamanna.

Klassísk strámannspólitík

2020-08-13

Árið 2012 birtist Kastljósþáttur sem fjallaði um meinta undirverðlagningu Samherja. Umfjöllunin, húsleit og rannsókn byggði td. á gögnum sem komu frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Í Kastljósþættinum er vísað í skýrslu Verðlagsstofu frá árinu 2010 og tekin tilvitnun úr þeirri skýrslu. Í kjölfar áróðursmyndbands Samherja sem heitir "Skýrslan sem aldrei var gerð" og dregur í efa að þessi skýrsla sé til hefur Verðlagsstofa sent frá sér yfirlýsingu:

Heimilisbókhald ríkisstjórnarinnar í Covid

2020-08-11

Í speglinum þann 10. ágúst var spurt hvort verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar svarar þeirri spurningu á áhugaverðan og einstaklega þröngsýnan hátt, sem er frekar sorglegt miðað við stöðu hans í samfélaginu sem formaður þeirrar nefndar sem á að vakta efnahagsmálin. Hann segir að "við höfum ekki efni á því að skrúfa niður allt hagkerfið, loka landinu hér, til lengri tíma litið. Vegna þess að það mun verða til þess að við gröfum undan sjálfum okkur, við munum ekki hafa efni á því að reka hér öfluga skóla, ekki hafa efni á því að reka hér öflugt heilbrigðiskerfi". Enn fremur segir hann að við verðum að passa að "lama ekki hér íslenskt efnahagslíf [...] það er efnahagslífið, viðskiptalífið sem fjármagnar þetta allt saman".