Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Umhverfi okkar allra

2020-11-17

26% af öllu snjólausu landi í heiminum er notað sem beitiland. 33% af öllu ræktarlandi er notað til þess að fóðra dýr. Staðan eins og hún er í dag er ekki sjálfbær fyrir umhverfi okkar allra. Stöðugt meira landi er breytt í ræktarland fyrir stöðugt fleira fólk. Um 2050 verða um 10 milljarðar manns á jörðinni.

Eru sóttvarnaraðgerðir rökstuddar?

2020-11-09

Þetta er ástæðan fyrir því að við kölluðum eftir því að ákvarðanir stjórnvalda væru skoðaðar nánar. Spurningin verður alltaf að vera hvort aðgerðirnar sem gripið var til hafi verið hóflegar miðað við tilefni.

Von og vald

2020-11-09

Ég bjó á Vonarstræti þegar ég var í Bandaríkjunum (BNA). Ég var þar þegar Obama var kosinn og sá hvaða von fólk bar til þess sem hann hafði fram að bjóða. Ég sá líka hvernig kerfið barðist á móti því og hvernig, að lokum, það murkaði lífið úr þeirri von sem kosningabarátta Obama byggðist á.

Öfgar og falsfréttir

2020-11-05

Heimurinn á við mörg vandamál að stríða. Eitt þeirra eru öfgar, og að því er virðist meiri öfgar en áður. Það er hins vegar ekki rétt, maðurinn hefur oft látið leiða sig út í öfgar. Síðari heimsstyrjöldin ætti enn að vera minnisvarði um skaðsemi öfganna.

Einstakt dæmi

2020-11-02

Fyrir einungis rétt rúmum mánuði stóð til að vísa burt fjölskyldu sem kom hingað frá Egyptalandi. Fjölskyldan fékk að lokum dvalarleyfi af mannúðarástæðum samkvæmt ákvörðun kærunefndar útlendingamála. Í aðdraganda þeirra niðurstöðu fengum við að heyra kunnugleg orð frá ráðamönnum; “ekki í höndum pólitíkusanna að meta einstök mál”. Þetta er ekki rétt, eða að minnsta kosti bara hálfsannleikur. Þetta er mjög hentugt máltæki fyrir pólitíkusa sem vilja ekki bera neina ábyrgð.

Hefðir, stöðunun og íhald

2020-10-30

Alþingi er gömul stofnun. Elsta starfandi þing heims. Það er virðingarstaða sem við eigum að vera stolt af og fara vel með. Í því felst þó ákveðin áhættuþáttur, vandamál sem er orðið mjög áberandi. Virðing og hefðir fara nefnilega mjög oft saman. Það sem einu sinni var talið virðingarvert verður að hefð. Með tíð og tíma þá haldast hefðir óbreyttar og talið að virðingin geri það líka. Með tíð og tíma breytist hins vegar samfélagið utan þingsins og hefðirnar verða að stöðnun. Stöðnun fylgir engin virðing.

Málefnalegar umræður

2020-10-22

Ég spurði sveitarstjórnarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum um stefnu stjórnvalda í sveitarstjórnarmálum. Ráðherra svaraði með því að kalla eftir málefnalegum umræðum og kvartaði yfir því að ég mætti í seinna andsvar með skrifaða punkta sem ég hefði greinilega setið yfir kvöldið áður og tekið saman allar þær dylgjur sem ætlað væri að væru öflugar.