Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Baráttan fyrir réttlæti

2024-10-02

„Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ er gömul útgáfa af gullnu reglunni sem snýst um það að gera öðrum ekki það sem maður vill ekki að aðrir geri sér. Þessi regla er undirstaða réttláts og sanngjarns samfélags. En gullna reglan ein og sér er ekki nóg, því fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvað sé sanngjarnt. Til dæmis er dauðarefsing ekki leyfð á Íslandi, sem sýnir að við fylgjum ekki „auga fyrir auga“ nálguninni. Við höfum lært að refsing til jafns við glæp virkar ekki; fyrirgefning og endurhæfing eru mikilvægari.

Að trúa þolendum

2024-09-27

Þegar við segjum að við eigum að trúa þolendum, þýðir það einfaldlega að við viðurkennum upplifun þeirra. Það þýðir ekki að við eigum að grípa til harkalegra aðgerða eða leita hefnda, heldur að veita þeim stuðning og skilning. Þetta er grunnurinn.

Pólitíska slúðrið

2024-08-26

Það eru til margar tegundir af slúðri og þegar maður les slúður skiptir máli að átta sig á því hvers konar slúður er um að ræða. Er slúðrið byggt á vangaveltum einhvers út frá eigin stjórnarhorni eða eru einhverjar heimildir sem liggja þar á bak við? Eru heimildirnar munnlegar eða skriflegar? Hversu áreiðanlegar eru heimildirnar? Svokallaðar heimildir geta bara verið vangaveltur einhvers annars sem eru ekki byggðar á neinu nema persónulegum skoðunum viðkomandi.

78,5% aukning á hagnaði!?!

2024-08-07

Í síðustu viku var fjallað um að hagnaður Festar jókst um 78,5% á milli ára. Samfélagsmiðlar tóku við sér og hneyksluðust hressilega á þessari græðgi á meðan fólk glímir við háa vexti á lánum og háa verðbólgu. Skiljanlega - því 78,5% hækkun á gróða á milli ára lítur út fyrir að vera ansi hressileg hækkun. Þegar nánar er að gáð, hins vegar. Af því að einföld prósenta segir ekki alla söguna - þá skulum við skoða þetta nánar.

Öfga vinstri brjálæðingar!

2024-07-26

Fyrir tveimur vikum var gerð launvígstilraun á forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. Í kjölfarið komu fram fordæmingar gegn pólitísku ofbeldi og krafa um samstöðu. Tæpum tveimur vikum seinna er þessi sami frambjóðandi hins vegar farinn að ala á óeiningu og tala um “öfga vinstri brjálæðinga”, ofurfrjálslyndi og barnaaftökur.

Þú ert þjóðarmorðingi

2024-07-16

“Núna er að koma að því að taka þá ábyrgð og þið skuluð bera hana með ykkar lífi! Þú ert þjóðarmorðingi ásamt öllum öðrum þingfíflum. Þú valdir og núna eru skuldadagar að koma” - var sagt við mig fyrir stuttu síðan á opinberum vettvangi (FB hóp).

Geðþóttavald meirihluta

2024-07-09

Eitt það helsta sem ég hef lært á þeim 7 árum sem ég hef verið á þingi er að kjörnir fulltrúar kunna almennt ekki starfið sem þau eiga að sinna. Kunna ekki muninn á opinberu og pólitísku valdi.

Var verið að plata stjórnvöld?

2024-06-19

Í Kastljósi í desember síðastliðnum lét umhverfisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarsson, eftirfarandi ummæli falla: „menn kannski átta sig ekki á að við Íslendingar erum núna komin með lausnir þegar kemur að kolefnisföngun. Bara hér á stað sem við öll þekkjum, Akranesi, þar er til dæmis stærsta varanlega kolefnisföngunarverkefni í heimi, Running Tide.“

Ennþá ólöglegar skerðingar á ellilífeyri

2024-06-12

Fyrir tæpum 7 árum skrifaði ég fyrsta pistilinn minn í Morgunblaðið sem Pírati. Nú, rúmlega 200 pistlum síðar fannst mér við hæfi að rifja upp fyrsta pistilinn sem ég skrifaði, þar sem ég kynnti mig og áskoranirnar sem við stóðum frammi fyrir sem samfélag. Ég held að það sé óhætt að segja að áskoranirnar (og lausnirnar) eru enn þær sömu - og freki kallinn (sérhagsmunastefnan) hefur orðið fyrirferðameiri.