
Baráttan fyrir réttlæti
„Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“ er gömul útgáfa af gullnu reglunni sem snýst um það að gera öðrum ekki það sem maður vill ekki að aðrir geri sér. Þessi regla er undirstaða réttláts og sanngjarns samfélags. En gullna reglan ein og sér er ekki nóg, því fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvað sé sanngjarnt. Til dæmis er dauðarefsing ekki leyfð á Íslandi, sem sýnir að við fylgjum ekki „auga fyrir auga“ nálguninni. Við höfum lært að refsing til jafns við glæp virkar ekki; fyrirgefning og endurhæfing eru mikilvægari.