Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Hvað er þetta með þessi þingmannalaun?

2021-01-10

Laun þingmanna og ráðherra hafa lengi verið vesen. Laun þeirra virðast hækka oft úr öllum takti við almenna launarþróun. Þar að auki voru þingmenn og ráðherrar með sérstök lífeyrisréttindi, sem voru blessunarlega lögð af í hruninu. Við sitjum þó uppi með þau réttindi sem áunnist höfðu því miður.

Framboðstilkynning

2021-01-10

Ég, Björn Leví Gunnarsson, býð fram krafta mína og reynslu í prófkjöri Pírata fyrir komandi alþingiskosningar 2021 í Reykjavík.

Skiljanlegt ofbeldi?

2020-12-29

Hvernig myndir þú bregðast við ef lögreglan myrti reglulega vini þína, kunningja, félaga eða fólk sem þú samsamar þig við? Myndir þú bregðast við með mótmælum? Vonandi. Myndir þú bregðast við með ofbeldi? Líklega ekki. En við vitum alveg að einhver gætu gert það og við myndum jafnvel skilja af hverju. Skiljanlegt, en ekki réttlætanlegt.

Topp maður - flopp stjórnmálamaður

2020-12-29

“Topp maður”, var athugasemd á samfélagsmiðlum undir frétt af sóttvarnabroti fjármálaráðherra. Þetta er mjög merkileg fullyrðing í samhengi þeirra atburða sem við erum að ganga í gegnum. Í samhengi þeirra hegðunar sem birtist okkur á aðfangadagsmorgun.

Pólitík Pírata

2020-12-18

Í umræðum um fjármálaáætlun í gær setti Brynjar Níelsson sig í spor kjósanda Pírata og sagðist ekki skilja pólitík okkar. Hver pólitísk stefna Pírata væri eiginlega. Honum fannst eitthvað mikið talað um "formið" og of lítið talað um pólitík í ræðunni minni.

Heilbrigð höfnun

2020-12-16

Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka málefni. Valdasamstarf er allt annað mál. Flokkar sem hafa sýnt að þeir kunna ekki að fara með völd eiga ekkert erindi í valdastöður. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, þetta ættu að vera sjálfsögð sannindi.

Tveggja stóla tal

2020-12-08

Þú sérð auglýsingu um draumastarfið þitt í blaðinu. Starfið sem þú ert búin að búa þig undir í mörg ár. Staða dómara við Landsrétt! Þú sækir um og ert alveg viss um að þú verðir metin hæfust í starfið því þú þekkir til allra sem gætu sótt um og engin af þeim uppfyllir hæfniskröfur á sama hátt og þú. Allt gengur vel þangað til þú kemst að því að einn af umsækjendunum er þegar dómari við Landsrétt.

Loksins niðurstaða í Landsréttarmálinu

2020-12-01

Kjörtímabilið 2016 - 2017 var viðburðarríkt. Landsréttarmálið, uppreist æra barnaníðinga, ríkisstjórnarslit og kosningar með minnsta mögulega fyrirvara eftir að boðað hafði verið til kosninga vegna ráðherraævintýra í skattaskjólum. Í kjölfarið er mynduð ný ríkisstjórn með helstu leikurum fyrri hneykslismála. Ríkisstjórn sem ver dómsmálaráðherra vantrausti vegna þess að annars væri ríkisstjórnarsamstarfið búið. Eða eins og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir orðaði það:

Er verið að fela aðhaldskröfu?

2020-11-27

Nýlega var vakin athygli á fjárhagslegri stöðu mála hjá Landspítalanum. Spítalinn sæi fram á rúmlega fjögurra milljarða króna aðhaldskröfu á næsta ári. Þingmenn ríkisstjórnarflokka mótmæltu og sögðu að aðhaldskrafan væri bara 0,5%. Spítalinn þyrfti bara að skera niður um fjögur hundruð milljónir en ekki fjóra milljarða. Hið rétta er að hvort tveggja er satt. Það er sett 0,5% almenn aðhaldskrafa á spítalann en til þess að mæta hallarekstri spítalans þarf að nota fjárheimildir næsta árs til þess að greiða niður hallann. Ef spítalinn á að gera það á einu ári þá myndi það þýða umtalsverða þjónustuskerðingu. Spítalinn leggur til að hallinn verði hins vegar greiddur upp á þremur árum, eins og ráðherra samþykkti að ætti að gera fyrir árið 2020. Þegar þetta er skrifað hefur spítalinn hins vegar ekki fengið formlegt leyfi til þess að dreifa núverandi halla á næstu þrjú ár.

Sjálfbærni er framtíðin

2020-11-18

Haldin var sérstök umræða á þinginu í gær. Við Sara Elísa Þórðardóttir pældum aðeins í því máli og Sara flutti ræðunar í umræðunni.