Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Hæ, laun þingmanna hérna.

2021-07-23

Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftur og nú eru mánaðarlaunin orðin 1.285.411 kr. á mánuði og hækkuðu um 6,2% frá launum síðasta árs sem voru 1.210.368 kr. Samtals er hækkunin 16,7% frá árinu 2016, en daginn eftir kosningarnar það árið ákvað kjararáð að hækka laun þingmanna um 44,3%. Á sama tíma hefur þróun verðlags verið 14,7%.

Dýrari spítali

2021-07-16

Í vikunni birtist frétt um 16 milljarða viðbótarkostnað vegna nýja landspítalans (NLSH). Þar er vitnað í framkvæmdastjóra NLSH sem segir að skýringin sé aukið umfangs verkefnisins. Stærsta byggingin, meðferðarkjarninn, hafi verið stækkaður um þriðjung. Það er mjög undarleg útskýring þar sem byggingarleyfi, sem var gefið út árið 2018, byggir á kostnaðaráætlun sem var gerð fyrir stærri gerðina af meðferðarkjarna árið 2017. Fjármálaráðuneytið segir hins vegar að kostnaður hafi aukist, meðal annars vegna stækkunar húsbygginga.

Ráðleggingar OECD í efnahagsmálum

2021-07-08

Það er áhugavert að skoða ráðleggingar OECD þar sem þaðan kemur ákveðið sjónarhorn sem er með stærra samhengi en oft er fjallað um hérna heima. Nokkurs konar "glöggt er gests augað". En á sama tíma og það er mjög heilbrigt að fá slíkt sjónarhorn þá eru lausnirnar sem lagðar eru fram ekkert endilega þær bestu - þar sem um er að ræða stærra samhengi einmitt. Skýrsla OECD mælir með eftirfarandi kerfisbreytingum og fjallar um umbætur á árunum 2019 - 2020:

Síðasti dansinn?

2021-07-08

Sögurnar um dans forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru sögur sem má ekki segja. Þær eru mjög vandræðalegar og það væri óviðeigandi að vísa í þær sem táknmynd fyrir núverandi stjórnarsamstarf. Það kom því mörgum á óvart þegar vinstri og hægri gengu saman út á dansgólfið í upphafi þessa kjörtímabils undir rólegri framsóknartónlist. Á meðan dansfélagarnir keppast við að mæra hvorn annan klóra allir aðrir sér í hausnum yfir þessum undarlega dansi. Það er djævað yfir heilbrigðiskerfið, lindyhoppað yfir Landsrétt, valsað yfir sjávarauðlindina, steppað yfir stjórnarskránna og svo slammað yfir hálendið svo fátt eitt sé nefnt.

Göng? Engin göng?

2021-07-02

Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefð ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að það kom á óvart í þetta skipti er vegna þess að Alþingi afgreiddi tvær samgönguáætlanir á kjörtímabilinu. Fyrst samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 (ásamt 15 ára áætlun) og svo var samgönguáætlun uppfærð fyrir árin 2020 - 2024 (ásamt 15 ára áætlun). Mikið var gert úr því í fyrri samgönguáætluninni að hún væri fullfjármögnuð, eða eins og forsætisráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um málið: "Ég tek undir með þeim sem fagna því að hér liggur fyrir fullfjármögnuð samgönguáætlun".

Gamlir ósiðir sem við verðum að hafna

2021-06-29

“Jón var að stríða mér!”, segir Gunna. “Gunna tók af mér bílinn!”, segir Jón. Við könnumst flest við að krakkar á ákveðnum aldri klagi allt á milli himins og jarðar og ég þori að veðja að viðbrögð mjög margra séu að segja “ekki vera klöguskjóða”.

Að loknum þinglokum

2021-06-19

Ég veit, það nennir enginn langlokum um þingið eftir hin venjulega vesen og sýndarmennsku sem viðgengst alla jafna í þinglokum. Formúlan er kunnugleg: Málþóf hjá stjórnarandstöðu af því að stjórnarflokkarnir vilja ekki semja og/eða öfugt, stjórnin vill ekki semja út af fáránlegum kröfum stjórnarandstöðunnar. Sem betur fer er þetta bara 2700 tákna grein, í mesta lagi hálf langloka.

Tvenns konar stjórnmál

2021-06-01

Pólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum.Vandinn er að við vitum fyrirfram ekki hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsýslu og pólitíkusa saman, að reyna að komast að því. Hvernig það er gert má gróflega skipta í tvenns konar stjórnmál hér á Íslandi.

Smurbók heimilanna - meiri gæði, meira öryggi

2021-05-21

Í vikunni samþykkti þingið ályktun um að ástandsskýrslur eigi að fylgja með fasteignum sem eru seldar. Viðskipti með íbúðarhúsnæði eru afar vandasöm. Þau eru yfirleitt stærstu viðskipti sem einstaklingar og fjölskyldur taka þátt í á ævi sinni og mikill hluti fjármuna þeirra oftast undir. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði er oftast einnig fjárfesting í heimili. Afar mikilvægt er að reglur um slík viðskipti auki fyrirsjáanleika og öryggi neytenda og dragi úr tjóni og óþörfum deilu- og dómsmálum. Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk þurfi að þola íveru í heilsuspillandi húsnæði en nokkur vitundarvakning hefur orðið um þær hættur sem af því stafa. Hingað til hafa ekki verið gerðar teljandi úrbætur á þessu sviði.

Í góðri trú?

2021-05-12

Ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu er lykilatriði þegar kemur að trausti almennings. Þetta segir skýrsla sem ríkisstjórnin lét gera í upphafi kjörtímabilsins. Vandamálið er hins vegar hvort ásýndin endurspegli reynd eða sé bara sýndarmennska.