Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Frí í dag!

2021-05-03

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku því fá eftir þessum aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru jóladagur og annar í jólum einnig um helgi sem þýðir að þrír frídagar eru ekki á virkum degi í ár. Hins vegar er 17. júní á fimmtudegi og veitir því kærkomið frí undir lok vinnuviku.

Hertar aðgerðir á landamærunum

2021-04-23

Í lok janúar voru samþykkt lög um að ríkisstjórnin gæti vísað ferðamönnum í sóttvarnahús ef ferðamaður gæti ekki fylgt lögum og reglum um sóttkví eða einangrun. Allir ættu að vita hvað gerðist í kjölfarið, stjórnvöld reyndu að skikka alla í sóttvarnahús en töpuðu því fyrir dómstólum. Hér skiptir mjög miklu máli að allar staðreyndir málsins séu á hreinu því nokkuð hefur verið um misvísandi upplýsingar hvað þetta varðar. Til að byrja með voru lögin samþykkt með þeim heimildum sem stjórnvöld báðu um. Stjórnvöld vildu geta sett fólk í sóttvarnarhús ef “í ljós kemur að hann hefur ekki fylgt þeim [reglunum], getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli settur í sóttkví eða einangrun á sjúkrahúsi eða í sóttvarnahúsi eða gripið til annarra viðeigandi aðgerða”. Það sjá allir sem vilja að þetta var svo ekki það sem stjórnvöld reyndu að gera þegar allt kom til alls og brutu þannig þær heimildir laga sem ríkisstjórnin sjálf bað um.

Hvernig klúðruðu stjórnvöld sóttvarnarhúsinu?

2021-04-20

Nú er mikið rætt um nauðsyn þess að allir sem komi til landsins fari á svokallað sóttkvíarhótel, eðlilega. Í þeirri umræðu er fjallað þó nokkuð um ábyrgð Alþingis að það hafi ekki tekist að tryggja viðeigandi heimidlir og þar með hafi heilsu almennings verið ógnað. Ef málið er skoðað nánar, hins vegar, þar sem horft er í gegnum ónákvæm ummæli og villandi upplýsingar þá sjáum við allt aðra mynd.

Takmarkanir á landamærum?

2021-04-20

Í dag kynnti ríkisstjórnin nýjar takmarkanir á landamærunum. Þar á að leggja bann við ferðalögum eða skyldudvöl í sóttvarnahúsi frá hááhættusvæðum (1.000 smit á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar 2 vikur). Ef smitin eru á milli 750 og 1.000 þá má veita undanþágu frá dvöl í sóttvarnarhúsi ef fyrir liggja trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.

Uppstillt lýðræði

2021-04-04

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun færri málamiðlanir. Á Íslandi hópa stjórnmálaflokkar sig saman í meirihlutastjórn til þess að ráða öllu. Til þess að taka öll völd. Til þess að fækka málamiðlunum.

Ásættanlegur árangur?

2021-04-04

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hófust fyrir rúmu ári. Skilaboðin voru einföld: Brugðist verður við eftir þörfum. Ríkisfjármálunum verður beitt af fullum þunga.

Siðareglur eða reglur til að siða?

2021-04-03

Sitt sýnist hverjum um hvort þörf sé á siðareglum. Skoðanir á slíkum reglum ná allt frá því að þær séu taldar vera algjört bull yfir í óþarfa vesen, ágætis viðmið, nauðsynlegt aðhald eða stjórntæki. Það merkilega er að það hafa allir rétt fyrir sér á sama tíma. Hvernig er það hægt?

Réttlætanlegt veðmál?

2021-03-24

Segjum það bara eins og það er, ákvörðun stjórnvalda um að auðvelda ferðamönnum að koma til landsins þann 1. maí er veðmál. Þar er veðjað upp á afkomu ríkissjóðs, reynt að ná í erlenda ferðamenn til þess að bjarga ferðasumrinu. Ef það tekst fáum við gjaldeyri og fleiri störf. Það sem er lagt að veði er heilsa landsmanna og enn ein bylgja faraldursins.

Stefnuleysi stjórnvalda

2021-03-24

“Alþingi hefur því nýlokið afgreiðslu á ítarlegri umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála” stendur í fjármálaáætlun stjórnvalda – Nei, bara alls ekki. Ekkert í yfirferð þingsins var ítarleg umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála. Eins og venjulega þá vantaði kostnaðargreiningu á stefnu stjórnvalda. Það vantaði ábatagreiningu á stefnu stjórnvalda, en eins og forseti veit þá snýst ábatagreining um að stjórnvöld sýni okkur fram á að stefna stjórnvalda skili okkur fram á veginn en sé ekki tilgangslaus eyðsla á almannafé. Það vantaði líka nákvæmari forgangsröðun verkefna. Það vantaði alla stefnu stjórnvalda í síðustu fjármálaáætlun. Engin stefna um hvernig við eigum að vinna okkur út úr efnahagsáhrifum Kófsins, stjórnvöld skiluðu auðu.

Hvað gera þingmenn?

2021-03-17

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað fólk telur að þingstarfið sé. Ég hafði sjálfur ýmsar hugmyndir um í hverju það starf fælist áður en ég fór að sinna því starfi. Augljósi hluti starfsins væri að setja lög. Svo fannst mér augljóst að þingmenn ættu ekki að snúa út úr umræðu og hvað þá að beinlínis ljúga. Ég var samt ekki með mikið skýrari sýn á það hvert starf þingmanna væri í raun og veru. Eftir að hafa sinnt þessu starfi í rúm fjögur ár núna þá tel ég mig skilja ágætlega af hverju það er. Til að byrja með er ekki einu sinni reynt að útskýra það fyrir einum né neinum þegar inn á þing er komið, sem er svo sem ekki af ástæðulausu. Grunninn að starfi þingmanna er nefnilega að finna í 48. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir: