
Kosningastefna Pírata 2021 - Heilbrigðisstefna
Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfi eða kostnaður. Langtíma heilbrigðisáætlun á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við viljum stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi okkar allra að fjölbreyttri hágæða þjónustu þar sem réttindi notenda eru sett í forgang.