Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Kosningastefna Pírata 2021 - Heilbrigðisstefna

2021-08-05

Við Píratar setjum forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir, velferð sjúklinga og réttindi notenda heilbrigðisþjónustu í forgang. Við viljum að sjúklingurinn njóti vafans, ekki kerfi eða kostnaður. Langtíma heilbrigðisáætlun á að stuðla að mannúðlegu viðmóti og nærgætni í heilbrigðiskerfinu, lausu við fordóma. Við viljum stefna að gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi okkar allra að fjölbreyttri hágæða þjónustu þar sem réttindi notenda eru sett í forgang.

Kosningastefna Pírata 2021 - Málefni innflytjenda

2021-08-05

Fjölmenning er fjársjóður. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina. Setja þarf nýjan tón í málefnum innflytjenda á Íslandi. Í stað hindrana, tortryggni og andúðar þarf nálgun sem byggir á mannúð, virðingu og einlægum vilja til að taka vel á móti fólki sem vill setjast hér að. Einföldum regluverkið og tryggjum fullnægjandi aðbúnað og umgjörð þegar umsóknarferli er í gangi og ekki síður eftir að dvalarleyfi hefur verið veitt. Gagnkvæm menningarleg aðlögun er lykillinn að velgengni innflytjenda á Íslandi og farsælu fjölmenningarsamfélagi.

Kosningastefna Pírata 2021 - Húsnæðismál

2021-08-05

Öruggt húsaskjól er grunnþörf. Píratar telja að stjórnvöld eigi að beita sér af krafti í húsnæðismálum og sjá til þess að landsmenn hafi þak yfir höfuðið. Píratar vilja tryggja fólki raunverulegt val um búsetu sína; hvort sem það er í gegnum eign, leigu eða úrræði á vegum hins opinbera. Því þarf að stórefla stöðu leigjenda, byggja ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og aðra utan húsnæðismarkaðar og tryggja hvata fyrir fólk til að setjast að í dreifðari byggðum landsins. Gætum sérstaklega að húsnæðisöryggi þeirra sem Covid-19 hafði mikil áhrif á.

Kosningastefna Pírata 2021 - Málefni öryrkja og fatlaðs fólks

2021-08-05

Við Píratar trúum því að allir eigi skilið sömu tækifæri og viljum endurhugsa samfélagsleg kerfi þannig að þau valdefli einstaklinga til að athafna sig á eigin forsendum. Víðtækar skerðingar og hindranir í núverandi kerfum skapa samfélagslegt tap og fórna tækifærinu til að fjárfesta í einstaklingnum. Aðlögum samfélagið að þörfum hvers og eins. Lífsgæði fatlaðs fólks skulu vera eins góð og þau geta verið miðað við aðstæður hvers og eins. Fatlaðir einstaklingar eiga að fá að lifa án mismununar, fordóma, og hvers kyns misréttis. Tryggjum rétt allra sem þurfa til framfærslu vegna örorku og endurhæfingar og miðum við að hún dugi til nægjanlegrar framfærslu og mannsæmandi búsetu. Sá réttur á ekki að vera takmarkaður af hjúskaparstöðu, búsetu eða öðrum valfrjálsum aðstæðum. Afnemum ómanneskjulegar skerðingar og byggjum um mannúðlegri stuðningskerfi hins opinbera.

Kosningastefna Pírata 2021 - Byggðir og valdefling nærsamfélaga

2021-08-05

Allar stefnur Pírata eru byggðastefna. Markmið Pírata eru að sveitarfélög séu sjálfbær, íbúar þeirra njóti grunnþjónustu sem þeir eiga rétt á og að skapa aðstæður sem tryggja aukna nýsköpun og framleiðslu í heimahögum. Við viljum draga úr miðstýringu valds og færa ákvarðanatöku í málefnum byggða og sveitarfélaga í auknum mæli til nærsamfélagsins og tryggja að stærra hlutfall skatttekna svæðisbundinnar starfsemi renni beint til sveitarfélaganna. Aukið íbúalýðræði í nærsamfélagi er grundvöllur fyrir sterku og valdeflandi samfélagi.

Kosningastefna Pírata 2021 - Lífeyrissjóðir

2021-08-05

Enginn á að þurfa að líða skort, allra síst á efri árum. Lífeyrissjóðirnir hafa gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en lífeyriskerfið okkar er ekki fullkomið eins og sést á stöðugum hækkunum á iðgjaldi og áhrifum á samkeppni. Við viljum meira gagnsæi í starfsemi lífeyrissjóða, meira lýðræði og aðhald með stjórn þeirra og skoða þarf alvarlega hvort núverandi kerfi geti staðið undir sér til framtíðar.

Kosningastefna Pírata 2021 - Sjávarútvegur

2021-08-05

Sjávarauðlindin er sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Enginn getur fengið fiskveiðiheimildir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Þjóðin skal njóta auðlindarentu af sjávarútvegsauðlindinni. Tryggja þarf jafnræði í aðgengi að tímabundnum fiskveiðiheimildum, nauðsynlega nýliðun í greininni í gegnum uppboð veiðiheimilda og frjálsar handfæraveiðar.

Kosningastefna Pírata 2021 - Utanríkismál

2021-08-05

Ísland hefur sterka rödd á alþjóðasviðinu. Við Píratar viljum nýta hana til að fara fram með góðu fordæmi. Ísland á að beita sér fyrir eflingu og verndun mannréttinda í alþjóðasamstarfi og vera leiðandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Píratar vilja tryggja að allir milliríkjasamningar séu opnir og aðgengilegir og beint lýðræði verði haft að leiðarljósi við meiriháttar ákvarðanir um utanríkismál.

Kosningastefna Pírata 2021 - Fjölmiðlar

2021-08-05

Óháðir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í því að veita stjórnvöldum aðhald, miðla upplýsingum til almennings og veita vettvang fyrir upplýsta þjóðmálaumræðu. Við viljum tryggja fjölmiðlafrelsi með því að bæta réttarvernd blaðamanna, tryggja rekstrarlegt og lagalegt umhverfi fjölmiðla og að auka möguleika þeirra til tekjuöflunar, m.a. með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði.

Breytingar eru eðlilegar

2021-07-27

Athygli vakti þegar Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, sagði að stjórnvöld hefðu brugðist þjóðinni tvívegis. Nú einu og hálfu ári eftir að faraldurinn skall á þurfi ekki nema þrjár innlagnir til þess að setja Landspítalann á hættustig.