Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Kosningastefna Pírata 2021 - Ungt fólk og framtíðin

2021-08-05

Við Píratar ætlum að leggja meiri áherslu á málefni ungs fólks. Við viljum efla lýðræðisvitund ungs fólks og virða rétt barna og ungmenna til að koma að ákvörðunum um eigin hagsmuni og kynslóða framtíðarinnar. Bætum kjör yngra fólks sem hefur setið eftir á undanförnum áratugum.

Kosningastefna Pírata 2021 - Málefni eldra fólks

2021-08-05

Eldra fólk hefur búið við ósanngjarnt lífeyriskerfi og ófullnægjandi þjónustu allt of lengi. Við viljum koma fram við fullorðið fólk eins og fullorðið fólk, það fái að ráða sínu eigin lífi en sé ekki fast í boðum, bönnum og skerðingum. Við viljum tryggja framfærslu þeirra sem eru komin á efri ár, viðunandi heilbrigðis- og velferðarþjónustu og öryggi í húsnæðismálum. Meginstef Pírata í málefnum eldra fólks eru velsæld, öryggi, samráð og virðing.

Kosningastefna Pírata 2021 - Aðgengi að réttlæti

2021-08-05

Við viljum tryggja jafnan aðgang fólks að réttarkerfinu með því að gefa einstaklingum möguleika á að sækja rétt sinn eða verja sig án þess að kostnaður eða flækjustig séu veruleg hindrun.

Kosningastefna Pírata 2021 - Geðheilbrigðismál

2021-08-05

Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins, málefni sem varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í. Geðheilbrigði snertir í raun öll svið samfélagsins, allt frá því hvernig búið er að velferð barna á heimilum og í skólakerfinu yfir í hvernig hugað er að jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs hjá fullorðnum. Hugum sérstaklega að geðheilbrigðismálum vegna Covid.

Kosningastefna Pírata 2021 - Internet og netfrelsi

2021-08-05

Við Píratar viljum að aðgangur fólks að internetinu sé án hindrana, enda er netið ein af grunnstoðum samfélagsins. Tryggjum öllum á Íslandi alhliða, frjálst, opið og óskert internet á viðráðanlegu verði. Píratar vilja ná fram réttarúrbótum í netfrelsi almennings og standa vörð um réttarstöðu borgara, fjölmiðla, heimildamanna, uppljóstrara og upplýsingafrelsi á netinu.

Kosningastefna Pírata 2021 - Atvinna og nýsköpun í sjálfvirku og sjálfbæru samfélagi

2021-08-05

Við viljum sjálfbært samfélag sem getur tekist á við sjálfvirknivæðingu og fjórðu iðnbyltinguna. Þess vegna leggjum við höfuðáherslu á nýsköpunarlandið Ísland þar sem tækifærin er að finna hjá fólki út um allt land. Það þarf öfluga, sjálfbæra og græna, innviðauppbyggingu í öllum sveitarfélögum landsins til þess að koma til móts við áskoranir framtíðarinnar. Við viljum ná markmiðum um fleiri tækifæri fyrir framtíðarkynslóðir og sjálfbærni landsins með nýsköpun í opinberri starfsemi, með samstarfi við atvinnulífið og með því að gera Ísland að þekkingarmiðstöð fyrir framtíðarsamfélagið. Koma þarf í veg fyrir langtímaatvinnuleysi með því að bjóða upp á nýjar leiðir, efla nýsköpun og fjölga undirstöðum íslensk iðnaðar.

Kosningastefna Pírata 2021 - Barátta gegn spillingu

2021-08-05

Spillingu á hvorki að líða í stjórnkerfinu né annars staðar í samfélaginu. Í fámennu samfélagi eins og Íslandi er mikil hætta á frændhygli, hagsmunaárekstrum og greiðasemi sem er þjóðhagslega mikilvægt að girða fyrir. Spilling kostar samfélagið háar fjárhæðir á hverju ári og leiðir til þess að almannagæði eru færð úr sameiginlegum sjóðum í vasa hinna fáu. Á undanförnum árum hefur íslenskum stjórnvöldum ítrekað verið bent á fjölmarga galla í stjórnkerfi og löggjöf landsins og að ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir spillingu og efla heilindi hjá æðstu valdhöfum. Við Píratar viljum grípa til fjölþættra og tafarlausra aðgerða til að efla varnir og berjast gegn spillingu.

Kosningastefna Pírata 2021 - Fiskeldi

2021-08-05

Fiskeldi er áhættusöm atvinnugrein sem getur haft neikvæð áhrif á vistkerfi, og þá sérstaklega í sjókvíaeldi. Gæta þarf sérstaklega að áhrifum fiskeldis á umhverfið. Við viljum að ítrustu varúðar sé gætt, að eftirlit sé stóraukið og að strangar kröfur verði um aðbúnað fiska og að náttúran fái að njóta vafans. Fiskeldi er tímabundin lausn í matvælaframleiðslu þangað til kjötrækt verður samkeppnishæf. Við teljum ekki góðar forsendur fyrir því að auka fiskeldi í sjó og viljum að það sjókvíaeldi sem fyrir er fari fram í lokuðum kvíum.

Kosningastefna Pírata 2021 - Landbúnaður

2021-08-05

Landbúnaður í heiminum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ylrækt og kjötrækt og vegna breyttra neysluvenja almennings í tengslum við græn umskipti samfélagsins. Í slíkum breytingum felast bæði áskoranir og tækifæri. Við erum óhrædd við að taka skrefin inn í framtíðina með menntun í landbúnaði og ríkri áherslu á nýsköpun fyrir bændur. Endurskoðum landbúnaðarstefnu stjórnvalda, tryggjum velferð dýra, aukið aðgengi að dýralæknum og náttúru- og umhverfisvernd. Við viljum sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og fjölbreytta matvælaframleiðslu. Þannig fá bændur meira svigrúm til þess að dafna og framleiða samkeppnishæfar og heilnæmar matvörur fyrir neytendur.

Kosningastefna Pírata 2021 - Umhverfis- og loftslagsmál

2021-08-05

Loftslagsmálin eru án efa eitt af stærstu viðfangsefnum samtímans. Við Píratar erum tilbúin í þær aðgerðir sem þarf að ráðast í til að byggja upp græna og sjálfbæra framtíð. Á sama tíma vitum við að fram undan eru óumflýjanlegar umbreytingar á veröld okkar sem Íslendingar, eins og heimsbyggðin öll, þurfa að búa sig undir. Við sjáum fyrir okkur samfélag og lífríki sem blómstrar þrátt fyrir þau risavöxnu verkefni sem glíma þarf við.