Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Tífaldur arður sjávarútvegs.

2021-10-30

Nýr leiðari Kjarnans spyr spurningarinnar hvort það sé eðlilegt að sjávarútvegurinn borgi meira í arð en skatta. Já, vissulega getur það verið eðlilegt. En eðlilegri spurning finnst mér vera hvort arðgreiðslur sjávarútvegsins eigi að vera tífalt hærri en samfélagsins?

Á morgun segir sá lati

2021-08-16

Af öllum þeim málum sem krefjast athygli fyrir komandi kosningar (og er þar af mörgu að taka) stendur umræðan um heilbrigðiskerfið upp úr. Aðallega vegna þess að það er aðkallandi. Vandamál nútímans fá yfirleitt meiri athygli en framtíðarvandi sem er sorglegt, vegna þess að ef við komum til móts við framtíðarvanda í dag þá þurfum við ekki að standa í því veseni seinna. Orðatiltækið að á morgun segi sá lati er viðeigandi í því samhengi.

Lykillinn að öllu

2021-08-06

Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá, grundvallaða á frumvarpi stjórnlagaráðs. Ástæðurnar fyrir því eru fjölmargar en á sama tíma þá skil ég gagnrýni um að það sé svo margt annað mikilvægt sem þarf að gera. Baráttunni við Covid er ekki lokið og faraldurinn kallar á enduruppbyggingu margra kerfa okkar. Heilbrigðiskerfið er að hruni komið - þó það sé nýtt sjúkrahús á leiðinni sem mun bæta vinnuaðstöðu mjög mikið þá lagar bygging ekki mönnunarvanda. Það eru gríðarlegar áskoranir í loftslagsmálum, menntamálum, samgöngumálum, atvinnumálum, húsnæðismálum og í of mörgum öðrum málaflokkum en hægt er að telja upp. Hvers vegna er þá svona mikil áhersla á nýja stjórnarskrá?

Elítustjórnmál

2021-08-06

Það eru tvenns konar elítustjórnmál á Íslandi. Fyrri tegundin tengist peningum, völdum og virkar nánast eins og konungsveldi. Í þeim stjórnmálum er mikið um leiðtogadýrkun, og litlar klíkur sem ráða í raun öllu bæði beint og bak við tjöldin. Seinni tegundin tengist sýndarmennsku.

Kosningastefna Pírata 2021 - Nýja stjórnarskráin

2021-08-05

Við viljum að Alþingi innleiði nýja stjórnarskrá sem grundvallast á tillögum stjórnlagaráðs á næsta kjörtímabili, líkt og þjóðin kvað á um þann 20. október 2012. Alþingi á að virða vilja þjóðarinnar og efna loforðið frá lýðveldisstofnun um að íslenska þjóðin fái nýja stjórnarskrá. Píratar munu einungis taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem skuldbindur sig til þess að kjósa um nýju stjórnarskrána á næsta kjörtímabili.

Kosningastefna Pírata 2021 - Aðgerðaráætlun í efnahagsmálum

2021-08-05

Píratar tala fyrir nýrri sýn á hagkerfið. Sýn sem vefur saman samfélag og náttúru þannig að hagkerfið taki tillit til fleiri þátta en þeirra sem eru með verðmiða. Því stefnum við að sjálfbæru velsældarhagkerfi, samfélagi þar sem öll geta blómstrað á eigin forsendum í sátt við umhverfi sitt. Við viljum hugsa til framtíðar og tryggja jöfn tækifæri í sjálfvirknivæddu samfélagi, þar sem skapandi lausnir ráða för í opnu, stafrænu og lýðræðislegu samfélagi. Baráttan gegn spillingu, fákeppni, einokun og peningaþvætti mun leika þar lykilhlutverk.

Kosningastefna Pírata 2021 - Skaðaminnkun

2021-08-05

Við eigum að koma fram við neytendur vímuefna sem manneskjur, ekki sem glæpamenn. Fólk með fíknivanda ber að nálgast af nærgætni, virðingu og með skaðaminnkun að leiðarljósi. Skaðaminnkun vísar til stefnu, úrræða og aðgerða sem vinna að því að minnka neikvæð heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif af neyslu vímuefna í stað þess að reyna að leysa vandamálin með bönnum og refsingum. Píratar hafa frá upphafi barist fyrir skaðaminnkun, enda skilar hún árangri.

Kosningastefna Pírata 2021 - Orkumál

2021-08-05

Við Píratar teljum að auðlindir Íslands og arður þeirra eigi að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýting orkuauðlinda á að vera sjálfbær, í samræmi við lög og alþjóðasáttmála og til þess fallnar að ná markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi sem fyrst. Við eigum öll að hafa aðgang að ódýrri, vistvænni orku óháð efnahag. Stefna ætti að kolefnishlutlausum samgöngum eins fljótt og fýsilegt er og draga stórkostlega úr þörf okkar fyrir innflutning á orku.

Kosningastefna Pírata 2021 - Menntamál

2021-08-05

Menntun er undirstaða framfara. Til að tryggja framfarir til framtíðar þarf menntakerfið að vera búið undir þær samfélagslegu breytingar sem fram undan eru. Það gerum við með því að auka sveigjanleika og frjálsræði í menntakerfinu, setja nemandann í forgrunn, styðja við starfsfólk og auka áherslu á færni sem nýtist í sjálfvirknivæddu samfélagi á upplýsingaöld.