Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Hver fær kökuna

2022-02-12

Fjármálaráðherra segir að hvergi á Norðurlöndunum sé betur gert og heimilin hafi aldrei haft það betra. En er það rétt?

Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar?

2022-02-11

Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, ... allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og heimilin hafa aldrei haft það betra. Þegar gögnin eru skoðuð kemur hins vegar ýmislegt áhugavert í ljós því fjármálaráðherra er tamt að tala í einföldum meðaltölum. Það er því eðlilegt að spyrja, hvernig er þetta nákvæmlega?

Útgerðin kostar þig 5000 kr.

2022-02-03

Á hverju ári lætur Hafrannsóknarstofnun okkur vita hversu mikið er hægt að veiða af fiski úr sjónum í kringum landið. Á hverju ári fá skip hlutdeild af því magni gegn því að greiða veiðigjald til baka. Veiðigjaldið er í sinni einföldustu mynd þriðjungur af verðmæti aflans eftir að búið er að draga frá allan kostnað.

Plastplat

2022-01-24

Í greinarröð Stundarinnar “plastið fundið” kemur í ljós að í júlí 2020 vissi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóð af plastplatinu mikla, hvernig íslenskt plast endaði í raun í vöruskemmu í Svíþjóð en ekki í endurvinnslu. Í september 2020 kynnti umhverfisráðherra aðgerðaráætlunin “úr viðjum plastins” þar sem ein af þremur áhersluatriðum er aukin endurvinnsla plasts.

Ólafur Ragnar skemmdi stjórnarskránna. Tvisvar.

2022-01-15

Stjórnarskráin var gölluð áður en fv. forseti Ólafur Ragnar skemmdi hana en gallarnir urðu að veruleika þegar fv. forseti lét á þá reyna. Hvað er ég að tala um? Það eru þau tvö ákvæði sem fyrrverandi forseti lét á reyna. Fyrst með því að hafna að skrifa undir lög og svo þegar hann hafnaði þingrofsbeiðni þáverandi forsætisráðherra. Hér þurfum við aðeins að láta liggja á milli hluta hvað okkur finnst um þessar ákvarðanir fyrrum forseta.

Skeiðklukkur og ókurteisi

2022-01-06

Það var í kosningasjónvarpinu á stöð tvö. Ég hafði aldrei verið í kosningasjónvarpi áður, bara horft á það og var nú í tilbúinn til þess að útskýra frábæra kosningastefnu Pírata í beinni útsendingu ásamt frambjóðendum hinna flokkanna. En hvað gerðist? Eitthvað allt annað en ég bjóst við.

Jólasveinninn er ekki til

2021-12-27

Við vitum það öll. Foreldrar setja dót í skóinn hjá börnunum sínum. Jólasveinninn er ekki til en við þykjumst samt, vegna hátíðar, hefðar og barna. En hvers vegna? Er það út af þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862? Er það út af myndskreytingum Tryggva Magnússonar frá 1932? Er það út af hefðinni frá fyrri helmingi síðustu aldar að setja í skóinn?

Veistu að það er verið að svíkja loforð?

2021-12-15

Í rúm 20 ár hafa stjórnvöld svikið loforðið aftur og aftur. Af og til verður það svo vandræðalegt að það þarf að bæta það upp sérstaklega. Það gerðist árið 1998, 2000, 2002, 2009, 2012 og 2017. Loforðið snýst um kaup og kjör þeirra sem fá minna en lágmarkslaun og hafa ekki verkfallsrétt. Loforðið snýst um að þau sem hafa ekki færi á að semja um sín laun, með aðgerðum sem allir aðrir hafa, fái að minnsta kosti sömu launahækkun og allir aðrir. Þetta er loforðið sem hefur ítrekað verið brotið.

Embættismennirnir sem ráða öllu

2021-11-17

Oft er sagt að embættismenn ráði öllu og pólitískir fulltrúar hafi engin áhrif. Það er dálítið merkilegt því oft er líka talað um hvernig ráðherra ræður öllu. Hvort tveggja getur ekki verið satt á sama tíma. Annað hvort erum við undir hælnum á ráðherra eða embættismönnum, ekki satt?

Öfgar sem við kunnum ekki á

2021-11-08

Samfélagsumræðan hefur fjallað eilítið um öfgar undanfarna daga. Nánar tiltekið hvernig viðbrögð við ýmsum atburðum eru öfgafull, dómstóll götunnar hafi tekið til starfa og sé allt í senn - lögregla, dómari og böðull. Það eru mörg dæmi í mannkynssögunni sem ættu að kenna okkur hversu slæm hugmynd dómstóll götunnar er.