Efnisyfirlit

Kosningastefna Pírata 2021 - Orkumál

   5. ágúst 2021     2 mín lestur

Við Píratar teljum að auðlindir Íslands og arður þeirra eigi að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýting orkuauðlinda á að vera sjálfbær, í samræmi við lög og alþjóðasáttmála og til þess fallnar að ná markmiðum Íslands um kolefnishlutleysi sem fyrst. Við eigum öll að hafa aðgang að ódýrri, vistvænni orku óháð efnahag. Stefna ætti að kolefnishlutlausum samgöngum eins fljótt og fýsilegt er og draga stórkostlega úr þörf okkar fyrir innflutning á orku.

Vinsamlegast sendið spurningar hingað: piratar@piratar.is

Nánar

  • Orkustefna
  • Raforku þörf og afhending
  • Þjóðin fái auðlindarentu
  • Vistvæn orka um allt land
  • Nýsköpun
  • Sjálfbærni til framtíðar
  • Raforkuþörf
  • Hverfum frá stóriðjustefnunni

Orkustefna

Við viljum setja Íslandi metnaðarfulla orkustefnu sem grundvallast á virðingu við hringrás náttúrunnar og tekur mið af þeirri öru þróun sem er að eiga sér stað á alþjóðlegum vettvangi. Auka þarf orkunýtni á Íslandi, minnka sóun og styðja duglega við nýsköpun, framþróun og þekkingaröflun í orkugeiranum á Íslandi.

Þjóðin fái auðlindarentu

Innheimtum sanngjarna auðlindarentu af nýtingu orkuauðlinda t.d. með útgáfu orkunýtingarleyfa, með orkuflutningsgjöldum, með tekjuskatti vegna orkusölu eða með öðrum hætti. Gagnsæi og jafnræði þarf að ríkja við verðmyndun, gögn skulu gerð aðgengileg og opinber. Rammaáætlun verður áfram matstæki fyrir heildarhagsmuni við raforkuframleiðslu en verður að þróast í samræmi við aukna áherslu á náttúruvernd.

Vistvæn orka um allt land

Nýtum orkuauðlindir okkar til að efla sjálfbæra framleiðslu, t.d. með styrkjum til ylræktar. Ljúkum við hringtengingu Landsnets þannig að allt landsfólk hafi sömu tækifæri til hagnýtingar vistvænnar orku. Tryggjum gæði orkunnar með því að auka aðgengi að þriggja fasa rafmagni um allt land.

Sjálfbærni til framtíðar

Við Píratar viljum stuðla að sjálfbærni í orkunotkun, sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda og að samgöngur verði vistvænar. Við þurfum að efla fjárhagslega hvata fyrir einstaklinga og smáfyrirtæki til framleiðslu á endurnýjanlegri og vistvænni orku til eigin nota og styðja við framþróun og rannsóknir á sviði endurnýjanlegra og vistvænna orkugjafa ásamt tækni til bættrar orkunýtingar. Styðjum við nýsköpun í öllum sjálfbærum orkugjöfum, hvort sem um ræðir rafmagn, vetni, metan eða aðra nýja tækni.

Raforkuþörf

Nýting orku á Íslandi á að vera sé sjálfbær og að öll framleiðsla miði að sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Á Íslandi er næg raforka framleidd fyrir neyslu okkar. Við ættum því að leggja áherslu á að byggja upp dreifikerfi raforku þannig að sú orka komist til allra íbúa.

Hverfum frá stóriðjustefnunni

Gerum raunhæfa áætlun um orkuþörf til framtíðar og hverfum frá ósjálfbærri stóriðjustefnu. Búið er að virkja nóg í þágu mengandi stóriðju á Íslandi. Forgangsröðum smærri notendum og nýtum orkuna til uppbyggingar grænnar nýsköpunar.

Stefnan byggir á: