Efnisyfirlit

Kosningastefna Pírata 2021 - Landbúnaður

   5. ágúst 2021     1 mín lestur

Landbúnaður í heiminum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ylrækt og kjötrækt og vegna breyttra neysluvenja almennings í tengslum við græn umskipti samfélagsins. Í slíkum breytingum felast bæði áskoranir og tækifæri. Við erum óhrædd við að taka skrefin inn í framtíðina með menntun í landbúnaði og ríkri áherslu á nýsköpun fyrir bændur. Endurskoðum landbúnaðarstefnu stjórnvalda, tryggjum velferð dýra, aukið aðgengi að dýralæknum og náttúru- og umhverfisvernd. Við viljum sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og fjölbreytta matvælaframleiðslu. Þannig fá bændur meira svigrúm til þess að dafna og framleiða samkeppnishæfar og heilnæmar matvörur fyrir neytendur.

Vinsamlegast sendið spurningar hingað: piratar@piratar.is

Nánar

  • Sjálfbær matvælastefna
  • Nýsköpun fyrir bændur

Sjálfbær matvælastefna

Við Píratar viljum sjálfbært samfélag en þar gegnir sjálfbær framleiðsla á matvælum meginhlutverki. Styðjum við græn umskipti í matvælaframleiðslu sem leiða til breyttra neysluvenja með tilliti til breyttra þarfa og áherslna. Eflum framleiðslu á matvælum með lægra vistspor og hvatastyrkjum. Styðjum við tækniframfarir í landbúnaði svo sem kjötrækt og ylrækt. Tryggjum fæðuöryggi á umhverfisvænan hátt með því að styrkja rannsóknir og framleiðslu sem nýta bestu fáanlegu tækni á sjálfbæran máta og draga úr kolefnisfótspori innfluttra og innlendra afurða. Aukum gagnsæi í kringum losun gróðurhúsalofttegunda og önnur umhverfisáhrif með því að veita neytendum meiri upplýsingar. Grípum tækifærin sem felast í tækniframförum og grænum umskiptum og gerum betur fyrir bændur og fyrir neytendur.

Nýsköpun fyrir bændur

Hvergi er eins mikil þörf á nýsköpun og í landbúnaði á komandi árum. Hjálpum bændum að sækja hvatastyrki til að ná árangri í að skapa blómlegan landbúnað og öflugan matvælamarkað fyrir neytendur á Íslandi. Tryggjum réttlát umskipti með grunnframfærslu til einstaklinga sem vinna við landbúnað og leysum úr læðingi þann kraft sem býr í bændum út um allt land. Auðveldum nýliðun í landbúnaði með aðgengi að endurmenntun, fjárhagslegum hvötum og stuðningi.

Stefnan byggir á: