Efnisyfirlit

Kosningastefna Pírata 2021 - Lífeyrissjóðir

   5. ágúst 2021     1 mín lestur

Enginn á að þurfa að líða skort, allra síst á efri árum. Lífeyrissjóðirnir hafa gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en lífeyriskerfið okkar er ekki fullkomið eins og sést á stöðugum hækkunum á iðgjaldi og áhrifum á samkeppni. Við viljum meira gagnsæi í starfsemi lífeyrissjóða, meira lýðræði og aðhald með stjórn þeirra og skoða þarf alvarlega hvort núverandi kerfi geti staðið undir sér til framtíðar.

Vinsamlegast sendið spurningar hingað: piratar@piratar.is

Nánar

  • Lýðræðislegra lífeyriskerfi
  • Gagnsæi og aðhald
  • Grænvæðing í fjárfestingarstefnu
  • Bregðumst við ósjálfbærni og stöðugum iðgjaldshækkunum

Lýðræðislegra lífeyriskerfi

Við Píratar viljum lýðræðisvæða lífeyrissjóðakerfið og breyta lögum þannig að sjóðsfélagar lífeyrissjóða kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum.

Gagnsæi og aðhald

Aukum gagnsæi í starfsemi lífeyrissjóða þannig að lífeyrissjóðir þurfi að gera upplýsingar um fjárfestingar og rekstur sjóðanna aðgengilegri. Veitum fólki ítarlegar upplýsingar um starfhætti og stefnu lífeyrissjóðanna á auðskiljanlegu máli við ákvörðun um val á lífeyrissjóði.

Grænvæðing í fjárfestingarstefnu

Styðjum lífeyrissjóði í upptöku á grænni fjárfestingarstefnu og búum til hvata til fjárfestinga í grænum verkefnum umfram ósjálfbæran iðnað. Skyldum lífeyrissjóði til að veita upplýsingar um kolefnisspor fjárfestinga sinna.

Bregðumst við ósjálfbærni og stöðugum iðgjaldshækkunum

Endurskoðum lífeyriskerfið í heild sinni og hefjum verkefni um að setja á föt blöndun á gegnumstreymiskerfi og séreignarsparnaði á kjörtímabilinu, til þess að sjálfbærni lífeyrissjóðakerfisins verði tryggð.

Stefnan byggir á: