Efnisyfirlit

Fleiri afsakanir

   8. ágúst 2020     1 mín lestur

Í grein hjá Vísi er vitnað í dómsmálaráðherra: “Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum”. Eins og margir tóku kannski eftir þegar þingið fór í sumarhlé þá hafnaði stjórnarmeirihlutinn frumvarpi Pírata um afglæpavæðingu með ýmsum fullyrðingum um að hitt og þetta vantaði í frumvarpið. Á meðan það var tæknilega rétt, og var allt lagað í breytingum nefndarinnar þá hafnaði stjórnin þeim breytingum líka. Það sem haft er eftir dómsmálaráðherra í þessari frétt er ný ástæða hjá þeim. Eitthvað sem þau notuðu ekki til þess að rökstyðja að þau höfnuðu málinu fyrir næstum þremur mánuðum síðan.

En nei, það vantaði þetta ekki að skilgreina hvernig skuli gera fíkniefni upptæk hjá börnum. Það var sérstaklega tekið fram í breytingatillögunni sem ríkisstjórnin hafnaði:

“Sú lagastoð sem hingað til hefur verið notuð til haldlagningar er að finna í 6. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni. Bent hefur verið á að séu ekki gerðar breytingar á þessari grein verði skylda lögregla til að leggja hald á fíkniefni áfram til staðar þrátt fyrir samþykkt þessa frumvarps, enda kann efnum að hafa verið aflað með ólögmætum hætti. Minni hlutinn tekur undir þau sjónarmið og leggur því til breytingu á greininni þess efnis að bætt verði nýjum málslið við 6. mgr. 5. gr. laganna eins og nánar greinir í breytingartillögu.”

Lagabreytingin sjálf var svo svona:

“Við 6. mgr. 5. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó skal ekki gera upptæk efni sem eru í vörslu einstaklinga þegar magn þeirra er ekki umfram það sem talist getur til eigin nota. Ávallt skal þó vera heimilt að gera upptæk ávana- og fíkniefni sem finnast í fórum einstaklinga undir 18 ára aldri.”

Þó ég fagni því að þessir ráðherrar ætli að halda áfram með afglæpavæðinguna þá fagna ég aldrei bulli og þetta er enn eitt bullið um þetta mál frá Áslaugu Örnu. Sumt breytist aldrei er það?