Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Stjórnarandstöðufræði

2020-03-15

Fræðin um stjórnarandstöðu segja: “Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst falleg því að maður veit aldrei hvaða flugu laxinn tekur. Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu”. Svo var vitnað í Davíð Oddson í Morgunblaðinu þann 3. janúar 2001.

Þú verður að vera í skóm í vinnunni

2020-02-26

Einu sinni var skýrslu um skattaundanskot Íslendinga í gegnum skattaskjól stungið undir stól. Það var meira að segja rétt fyrir kosningar vegna skattaundanskots fyrrum forsætisráðherra í gegnum skattaskjól (sem er opinberlega staðfest í úrskurði yfirskattanefndar). Píratar kvörtuðu og spurðu hvað væri eiginlega í gangi, hvernig gæti þetta gerst án þess að einhver axlaði ábyrgð?

Vangaveldur um Pírata, kapítalisma, sósíalisma og kommúnisma

2020-02-23

Ég er búinn að vera að pæla í því hvernig þessi hugmyndafræði tengist, eða tengist ekki, að undanförnu. Við sjáum sósíalisma allt í einu vera háværan aftur, í BNA í kringum Bernie og hérna á Íslandi líka. Það er mjög margt áhugavert við að skoða hvað, nákvæmlega, fólk á við þegar það segir kapítalisti, sósíalisti eða Pírati.

Að hefjast handa

2020-02-17

“Nú er kominn tími til þess að hefjast handa” voru skilaboðin sem ríkisstjórnarflokkur fékk á fundarferð sinni í kringum landið. Núna, þegar rétt rúmt ár er eftir af kjörtímabilinu á að hefjast handa. Þegar nálgast kosningar þá er kominn tími til þess að láta verkin tala. Hendur fram úr ermum og allt það, á síðasta árinu. Ég er nokkuð viss um að síðastliðnar kosningar hafi ekki snúist um að setja allt í endalaust margar nefndir á fyrstu þremur árum kjörtímabilsins.

Hættum að vera meðvirk með misnotkun á valdi

2016-12-03

Formaður dómarafélags Íslands fjallaði í fjölmiðlum í gær um niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu. Þar sagði hann að vandinn er þegar, með leyfi forseta “stjórnvöld beita einhverjum bolabrögðum til að koma sínu fólki að”.

Samanburður á Stjórnarskrá Íslands og frumvarpi stjórnlagaráðs

2016-08-11

Ný stjórnarskrá hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Sumir mæla með nýrri stjórnarskrá og aðrir vilja litlar eða jafnvel engar breytingar. Umræðan er eðlileg, breytingar geta verið flóknar og erfiðar. Hvað þá breytingar á einhverju eins mikilvægu og sjálfri stjórnarskránni. Ég hef heyrt ýmis rök í eina eða aðra átt fyrir því að það eigi eða eigi ekki að breyta stjórnarskránni. Rökin eru allt frá því að breytingar muni valda óvissu til þess að það sé óvissa að halda núverandi stjórnarskrá.