Pistlar

Nýjustu greinar og hugleiðingar.

Vitlaust Alþingi

2020-06-11

Á Alþingi er allt vitlaust, á fleiri vegu en einn, og Ísland er verra vegna þess. Nóg hefur samt verið talað um vitleysuna sem fólk lætur út úr sér þar og minna er talað um hversu vitlaus þingstörfin eru. Þar á ég ekki við hversu vitlaus dagskráin er. Ég er að tala um hlutverk þingsins og hversu vitlaust er farið með það.

Nei, nei og aftur nei

2020-06-02

Liðin vika í þinginu var stórmerkileg. Þar voru samþykkt lög um uppsagnir þar sem ríkið hjálpar fyrirtækjum að segja upp fólki og halda því í vinnu á launum frá ríkinu í uppsagnarfresti. Stefnan er semsagt ekki að viðhalda ráðningarsambandi, eins og markmiðið var áður, heldur slíta því.

Nú er tíminn

2020-05-22

Undanfarna mánuði hafa komið hinir ýmsu björgunarpakkar frá stjórnvöldum og er von á einum enn á næstu dögum. Markmið pakkanna hefur aðallega verið að vernda fyrirtæki og störf. Langflestir milljarðarnir fara þangað. Fyrst var áherslan á hlutastarfaleiðina en nú á að hætta henni og hjálpa fyrirtækjum að segja upp starfsfólki. Það þýðir að nú er tíminn til þess að koma með áætlun fyrir næstu mánuði og ár, að setja stefnu út úr ástandinu.

Pakki númer 2, hvað gerðist?

2020-05-13

Það er langt frá því að vera einfalt að fylgjast með því hvað er í gangi varðandi björgunarpakka stjórnvalda. Í fyrsta lagi koma stjórnvöld með ákveðnar tillögur. Síðan gerir Alþingi breytingar á þeim þar sem þær eru annað hvort samþykktar eða þeim hafnað. Til þess að gera málin enn flóknari þá eru björgunarpakkarnir nú orðnir tveir og von á þeim þriðja. Það veldur ákveðnu samhengisleysi, bæði í tillögum og umræðu. Hvernig passa aðgerðirnar saman og af hverju eru breytingum sem var hafnað í fyrsta pakka allt í einu orðinn hluti af öðrum pakkanum?

Lífeyrir og þingfararkaup

2020-05-04

Það fór ekki fram hjá neinum að laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð þann 1. maí um 6,3% frá áramótum. Til þess að gæta allrar sanngirni þá hækkuðu launin samkvæmt lögum þann 1. janúar s.l. en það gleymdist að greiða laun samkvæmt þeirri hækkun þangað til núna. Ríkisstjórnin mundi allt í einu eftir því þegar næsta hækkun þann 1. júlí næstkomandi átti að koma til framkvæmda. Þeirri hækkun var blessunarlega frestað en þau hættu allt í einu að gleyma hækkuninni sem átti að gerast 1. janúar.

Einn litlir, tveir litlir, þrír litlir pakkar

2020-04-24

Óvissan er mikil og hefur farið vaxandi eftir því sem á líður. Það má auðveldlega rökstyðja að hlutverk stjórnvalda sé að minnka eða helst eyða óvissu, þó ekki nema bara af því að stjórnvöld geta það. Innan skynsamlegra marka auðvitað. Nálgun stjórnvalda í þessu kófi er því dálítið undarleg. Fyrst kom einn pakki sem átti að leysa ákveðin vandamál. Nú er kominn annar pakki sem á að laga og fylla upp í og á sama tíma er boðað að það verða örugglega tveir pakkar í viðbót.

Merkilegasta pólitíska uppljóstrun síðari tíma

2020-04-24

“Því færri óumdeildum málum sem ríkisstjórnin komi áfram, þeim mun þrengra verði um „sérstök áhugamál“ ríkisstjórnarinnar” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Þessi orð eru merkilegasta pólitíska uppljóstrun síðari tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að fólk átti sig á því af hverju svo er. Frá því að ég las þessi orð úr tölvupósti þar sem óvart var gert “svar til allra” hef ég beðið eftir fjölmiðlaumfjöllun um þessi orð. Engin frétt hefur hins vegar fjallað nákvæmlega hvað þessi ummæli þýða, sem mér finnst stórkostlega merkilegt líka. Mig langar til þess að reyna að útskýra af hverju þetta eru merkilegasta pólitíska uppljóstrun síðari tíma en í stuttu máli er það af því að þetta opinberar hversu óheiðarleg pólitíkin á Íslandi er. Hvert markmið margra stjórnmálamanna er í raun og veru.

Sporvagnavandamálið og faraldurinn

2020-04-15

Margir kannast við sporvagnavandamálið þar sem þú ert vagnstjóri sem hefur þá tvo möguleika að beygja á sporin til hægri þar sem hópur fólks stendur á teinunum eða til vinstri þar sem einn stendur á teinunum. Svo er spurt, hvað myndir þú gera?

Sjálfstæðir dómarar

2020-04-03

Eruð þið nokkuð búin að gleyma Landsrétti? Þið vitið, nýja millidómstiginu okkar sem var mörg ár í undirbúningi og fyrrverandi dómsmálaráðherra klúðraði á lokametrunum með því að skipa ekki hæfustu dómarana.

Dagurinn í dag

2020-03-25

Í dag er fjarfundadagur á Alþingi. Líka á morgun. Umfjöllunarefnið er fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið sé 140 milljarða króna lán fyrir beingreiðslu vegna barna, gjafabréfi til ferðalaga innanlands og tímabundnu fjárfestingarátaki til það vinna gegn samdrætti í hagkerfinu. Síðast þegar við tókum risastórt lán út af hruni efnahagskerfisins fengum við þrotabú gömlu bankanna á móti lánunum. Núna fáum við ekkert nema arðinn af þeim fjárfestingum sem stjórnvöld hyggjast ráðast í fyrir þetta lánsfé.