Erindi á stofnfundi Pírata í norðvestur kjördæmi (PINK)

Kæru Píratar.

Mig langar til þess að segja ykkur tvær dæmisögur, til þess að setja tóninn fyrir það sem mig langar til þess að segja hér í dag. Fyrri sagan fjallar um munka og seinni sagan um hafnarverkamenn í bandaríkjunum.

Fyrri dæmisagann er þannig að eftir að Gutenberg bjó til prentvélina misstu margir skrifarar atvinnu sína, eða eins og kemur fram í bók Dr. Jerry Waite um sögu prentsins: “heilu herbergin af munkum misstu vinnuna sína í því sem var líklega fyrstu uppsagnir vegna tækniframfara”. Í bók eftir Carroll C. Clarkins er þess getið að skrifarar Parísarborgar hafi farið í verkfall til þess að mótmæla tækiframförum.

Svipaða sögu er að segja af hafnarverkamönnunum. Þau fóru í verkfall eftir að gamaflutningar komust í gagnið og fengu það í gegn að gámum yrði landað á höfnina þar sem hafnarverkamennirnir tæmdu gáminn sem var tekinn af skipi og fylltu gáminn sem var settur á flutningabílinn.

Með þessar sögur í huga langar mig til þess að fjalla um hvað þetta kemur Pírötum við. Hvað erum við að gera hérna og hvers vegna? Af hverju erum við í pólitík? Þetta er spurning sem við eigum alltaf að vera að spyrja okkur að. Annars er svo auðvelt að gleyma sér bara í daglega amstrinu, hefðunum og vananum. Ef við gleymum hvaðan við komum og hvert við erum að fara þá breytumst við í dægurflugur gærdagsins sem verða viðfangsefni sagnfræðinnar.

Uppruni Pírata kemur úr þeirri upplýsinga- og samskiptabyltingu sem internetið færði okkur. Stjórnmál Pírata koma úr því opna aðgengi sem skapaðist þegar það varð til óendanleg auðlind. Það er nefnilega hægt að gera óendanlega mörg afrit af stafrænu efni. Að geta búið til endalaust mörg ókeypis afrit af einhverju verðmætu, breytir því óhjákvæmilega hvernig við meðhöndlum þau verðmæti. Ef ég þarf að lána þér bókina mína, á þann hátt að ég get ekki notað hana á meðan þú ert með hana í láni, þá glata ég einhverju. En ef ég get afritað bókina og látið þig fá auka eintak án þess að það kosti mig neitt, þá tapa ég engu. Við búum allt í einu í nýjum heimi þar sem til eru óendanlegar auðlindir.

Auðvitað eru ekki allar auðlindir óendanlegar. Það er takmarkaður fjöldi fiska í sjónum og takmarkaður fjöldi ferkílómetra af landi til nýtingar. Það er takmarkað magn eðalmálma í jörðu og takmörkuð þolinmæði fyrir valdabrölti þeirra sem stjórna aðgengi að þessum auðlindum. Við skulum nefnilega ekki blekkja okkur, þarna býr valdið og eitt af helstu einkennum valdhafa er að verja vald sitt og auka það.

Það er því mjög skiljanlegt að þau sem lifa af endanlegum auðlindum rétti upp höndina og mótmæla þegar lagt er til opið aðgengi. Það er skiljanlegt að viðbrögð valdhafa séu meðal annars að banna, sekta, fangelsa og njósna því ef þú hefur völd liggur beinast við að nota þau. Þaðan koma Píratar, sem viðbrögð við þessari misbeitingu á valdi. Píratar bentu á mannréttindabrotin og lögðu til aðrar lausnir sem byggðu ekki á hugmyndafræði valdhafa um takmarkað aðgengi og valdbeitingu til þess að viðhalda völdum.

Mótmæli gegn misnotkun valds er stór hluti af uppruna Pírata. Píratar eru ekki fyrsti hópurinn sem mótmælir valdakerfinu og verður ekki síðasti hópurinn til þess að gera það. Innlegg Pírata í þessa valdabaráttu er ný aðferðafræði í auðlindamálum. Ekki bara stafrænum auðlindamálum heldur líka á vettvangi klassískra auðlinda eins og á vettvangi hafsins og orkumála. Þar hafa Píratar stefnu sem byggir á opnu aðgengi.

Þó grunnstefna Pírata fjalli um gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu borgararéttindi, friðhelgi einkalífs, gagnsæi og ábyrgð, upplýsinga- og tjáningafrelsi, og beint lýðræði og sjálfákvörðunarrétt þá eru Píratar líka flokkur sem skiptir sér að sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og landsbyggðarmálum. Píratar bjóða upp á nýjan valmöguleika í stjórnmálum. Valmöguleika sem byggir á gagnrýnni hugsun, borgararéttindum, friðhelgi, gagnsæi, ábyrgð, frelsi og lýðræði. Þar sem opið aðgengi markar leiðina. Það er hugsað á nákvæmlega sama hátt og opna aðgengið að óendanlegu auðlindinni sem internetið bjó til.

Þetta þarf að útskýra, því þetta er ekkert augljóst. Hvernig getur hugmyndafræði um opið aðgengi virkað fyrir takmarkaðar auðlindir?

Til þess að skilja hvernig það getur virkað þá þurfum við að hugsa um hvaðan vald kemur og hið aldagamla rifrildi um hver á að eiga framleiðslutækin. Rifrildið á milli kapítalista og sósíalista.

Það hefur oft verið sagt að Píratar séu ekki kapítalistar og ekki sósíalistar. Það er bæði rétt og rangt því þegar allt kemur til alls þá erum við sitt lítið af hverju. Vel flest samfélög eru með einhverja kapítalíska markaði og einhverja sósíalíska hugsun í bland. Hið aldagamla rifrildi kapítalista og sósíalista snýst um valdabaráttu því sá sem á, hefur. Eign og auð fylgja völd en ef eignum og auði er skipt þá er valdinu líka dreift. Á þann hátt er hugmyndafræði Pírata sammála sósíalísku hugsjóninni, sem er ætlað að dreifa völdum.

Á undanförnum árhundruðum hefur verið stöðug þróun í baráttunni gegn misbeitingu valds. Allt frá lýðræðishugsjónum Grikkja til Magna Carta og mannréttindasáttmála Evrópu til dagsins í dag erum við enn að glíma við geðþóttaákvarðanir valdhafa, mismunun og eyðileggingu í þágu skammtímahagsmuna þeirra fáu. Eyðilegging sem verður sífellt stórtækari með tækniframförum og ógnar nú jafnvel loftslagi jarðarinnar á svipaðan hátt og f-gös ógnuðu ózonlaginu.

Á sama hátt og sósíalisminn voru hugmyndafræðileg viðbrögð við valdabreytingum sem fylgdu iðnbyltingunni þá eru Píratar hugmyndafræðileg viðbrögð við valdabreytingum sem fylgja netbyltingunni. Vandamálið er það sama en lausnirnar eru mismunandi. Sósíalistar segja að verkamenn eiga að eiga framleiðslutækin en Píratar segja að allir eiga að hafa aðgang að þeim. Þess vegna eru Píratar hvorki sósíalistar né kapítalistar heldur málsvarar þriðja valmöguleikans í samfélagsblöndu framtíðarinnar þar sem þar verða einhverjir kapítalískir markaðir, einhver sósíalísk velferðarkerfi og svo opna aðgengið.

Hér get ég því loksins komið að því hvers vegna Píratar eru mikilvægir í dag og munu ekki verða bara dægurfluga gærdagsins sem gleymist í amstri morgundagsins. Því í sjálfvirknivædda samfélagi nútímans, hvað þá framtíðarinnar, hverfa verkamenn frá þeim tækjum sem skapa auðinn og völdin — rétt eins og munkarnir og hafnarverkamennirnir misstu sína vinnu. “Iss”, segja sumir. “Það kemur alltaf eitthvað nýtt í staðinn”. Á meðan það hefur verið rétt hingað til þá er það ekki nauðsynlega satt til framtíðar. Breytingarnar verða nefnilega alltaf hraðari og hraðari sem þýðir að úrelding starfa verður það líka. Ný störf sem myndast verða úreld hraðar en eldri störf urðu það.

Þess vegna þurfum við opið aðgengi, í FabLab, í auðlindir, í hugbúnað, í stjórnsýsluna, í vísindin, í menntun og heilbrigði. Í opið aðgengi sem borgaralaun gefa. Þess vegna þurfum við aðgang að tækifærum sem enginn á en allir geta notað. Til þess að koma í veg fyrir fyrirsjáanlega valdsöfnun í krafti sjálfvirknivæðingar. Opinn aðgangur er byggðastefna framtíðarinnar. Sjávarútvegsstefna framtíðarinnar. Landbúnaðarstefna framtíðarinnar. Orkustefna framtíðarinnar og umhverfisstefna framtíðarinnar.

En alveg eins og frjáls markaður eða sameign eru ekki galdralausnir sem virkar í öllum aðstæðum þá er opið aðgengi ekki heldur svarið við öllu. Það er hins vegar viðbótartæki í því að stilla til valdajafnvægið. Svar við því valdaójafnvægi sem sjálfvirknivæðingin er farin að valda í æ meira mæli.

Afleiðingar tæknibreytinga hafa alltaf verið flóknar fyrir samfélög. Nýjar og breyttar aðstæður hafa alltaf áhrif á þau borgararéttindi sem við höfum náð að setja til þess að takmarka hvað valdhafar geta gert. Á sama tíma og sjálfvirknivæðingin fer á flug þá þurfum við að gæta að réttindum okkar með því að uppfæra stjórnarskrá. Með því að krefjast ábyrgðar valdhafa. Með því að búa til tækifæri fyrir alla í síbreytilegu samfélagi. Með því að bjóða upp á nýja leið í baráttu fólksins í landinu við valdhafa. Nýja leið fram á við. Leið sem tekur tillit til þeirra breytinga sem eru að gerast allt í kringum okkur. Leið sem gerir okkur að frumkvöðlum en ekki munkum eða hafnarverkamönnum.

Kæru félagar.

Með gagnrýna hugsun og upplýsta stefnu að vopni berjumst við fyrir borgararéttindum og friðhelgi einkalífsins. Við krefjumst gagnsæis og ábyrgð frá valdhöfum. Við stundum lýðræðisleg vinnubrögð þar sem upplýsinga- og tjáningarfrelsi virkar fyrir alla og virðum rétt allra til ákvarðanatöku með beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti þeirra sem málið varðar. Við erum Píratar.

2021

Á morgun segir sá lati

Af öllum þeim málum sem krefjast athygli fyrir komandi kosningar (og er þar af mörgu að taka) stendur umræðan um heilbrigðiskerfið upp úr. Aðallega vegna þes...

Lykillinn að öllu

Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá,...

Elítustjórnmál

Það eru tvenns konar elítustjórnmál á Íslandi. Fyrri tegundin tengist peningum, völdum og virkar nánast eins og konungsveldi. Í þeim stjórnmálum er mikið um ...

Kosningastefna Pírata

Kosningastefna Pírata fyrir næsta kjörtímabil var samþykkt á dögunum. Stefnan er í 24. köflum:

Kosningastefna Pírata 2021 - Utanríkismál

Ísland hefur sterka rödd á alþjóðasviðinu. Við Píratar viljum nýta hana til að fara fram með góðu fordæmi. Ísland á að beita sér fyrir eflingu og verndun man...

Kosningastefna Pírata 2021 - Skaðaminnkun

Við eigum að koma fram við neytendur vímuefna sem manneskjur, ekki sem glæpamenn. Fólk með fíknivanda ber að nálgast af nærgætni, virðingu og með skaðaminnku...

Kosningastefna Pírata 2021 - Landbúnaður

Landbúnaður í heiminum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ylrækt og kjötrækt og vegna breyttra neysluvenja almennings í tengslum við græn umski...

Kosningastefna Pírata 2021 - Lífeyrissjóðir

Enginn á að þurfa að líða skort, allra síst á efri árum. Lífeyrissjóðirnir hafa gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en lífeyriskerfið okkar e...

Kosningastefna Pírata 2021 - Menntamál

Menntun er undirstaða framfara. Til að tryggja framfarir til framtíðar þarf menntakerfið að vera búið undir þær samfélagslegu breytingar sem fram undan eru. ...

Kosningastefna Pírata 2021 - Fjölmiðlar

Óháðir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í því að veita stjórnvöldum aðhald, miðla upplýsingum til almennings og veita vettvang fyrir upplýsta þjóðmálaumræðu. ...

Kosningastefna Pírata 2021 - Húsnæðismál

Öruggt húsaskjól er grunnþörf. Píratar telja að stjórnvöld eigi að beita sér af krafti í húsnæðismálum og sjá til þess að landsmenn hafi þak yfir höfuðið. Pí...

Kosningastefna Pírata 2021 - Orkumál

Við Píratar teljum að auðlindir Íslands og arður þeirra eigi að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýting orkuauðlinda á að vera sjálfbær, í samræmi við lög...

Kosningastefna Pírata 2021 - Fiskeldi

Fiskeldi er áhættusöm atvinnugrein sem getur haft neikvæð áhrif á vistkerfi, og þá sérstaklega í sjókvíaeldi. Gæta þarf sérstaklega að áhrifum fiskeldis á um...

Kosningastefna Pírata 2021 - Sjávarútvegur

Sjávarauðlindin er sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Enginn getur fengið fiskveiðiheimildir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanle...

Hæ, laun þingmanna hérna.

Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftu...

26 prósent dýrari spítali

Í vikunni birtist frétt um 16 milljarða viðbótarkostnað vegna nýja landspítalans (NLSH). Þar er vitnað í framkvæmdastjóra NLSH sem segir að skýringin sé auki...

Síðasti dansinn?

Sögurnar um dans forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru sögur sem má ekki segja. Þær eru mjög vandræðalegar og það væri óviðeigandi að vísa í þær sem táknm...

Ráðleggingar OECD í efnahagsmálum

Það er áhugavert að skoða ráðleggingar OECD þar sem þaðan kemur ákveðið sjónarhorn sem er með stærra samhengi en oft er fjallað um hérna heima. Nokkurs konar...

Göng? Engin göng?

Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefð ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að ...

Gamlir ósiðir sem við verðum að hafna

“Jón var að stríða mér!”, segir Gunna. “Gunna tók af mér bílinn!”, segir Jón. Við könnumst flest við að krakkar á ákveðnum aldri klagi allt á milli himins og...

Að loknum þinglokum

Ég veit, það nennir enginn langlokum um þingið eftir hin venjulega vesen og sýndarmennsku sem viðgengst alla jafna í þinglokum. Formúlan er kunnugleg: Málþóf...

Tvenns konar stjórnmál

Pólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum.Vandinn er að við vitum fyrirfram ekki hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsý...

Í góðri trú?

Ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu er lykilatriði þegar kemur að trausti almennings. Þetta segir skýrsla sem ríkisstjórnin lét gera í upphafi kjörtímabilsins. V...

Frí í dag!

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku því fá eftir þessum aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru jóladagur og annar í jó...

Hertar aðgerðir á landamærunum

Í lok janúar voru samþykkt lög um að ríkisstjórnin gæti vísað ferðamönnum í sóttvarnahús ef ferðamaður gæti ekki fylgt lögum og reglum um sóttkví eða einangr...

Takmarkanir á landamærum?

Í dag kynnti ríkisstjórnin nýjar takmarkanir á landamærunum. Þar á að leggja bann við ferðalögum eða skyldudvöl í sóttvarnahúsi frá hááhættusvæðum (1.000 smi...

Ásættanlegur árangur?

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hófust fyrir rúmu ári. Skilaboðin voru einföld: Brugðist verður við eftir þörfum. Ríkisfjármálunum verður beitt a...

Uppstillt lýðræði

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun f...

Siðareglur eða reglur til að siða?

Sitt sýnist hverjum um hvort þörf sé á siðareglum. Skoðanir á slíkum reglum ná allt frá því að þær séu taldar vera algjört bull yfir í óþarfa vesen, ágætis v...

Stefnuleysi stjórnvalda

“Alþingi hefur því nýlokið afgreiðslu á ítarlegri umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála” stendur í fjármálaáætlun stjórnvalda – Nei, bara alls ekki. E...

Réttlætanlegt veðmál?

Segjum það bara eins og það er, ákvörðun stjórnvalda um að auðvelda ferðamönnum að koma til landsins þann 1. maí er veðmál. Þar er veðjað upp á afkomu ríkiss...

Hvað gera þingmenn?

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað fólk telur að þingstarfið sé. Ég hafði sjálfur ýmsar hugmyndir um í hverju það starf fælist áður en ...

Verkefni næstu ára

Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur hundruð milljörðum hefur verið bætt í hagkerfið til þess að koma til móts við ef...

Litið yfir farinn veg

Frá því að ég tók sæti á þingi hef ég lagt fram fjölda mála, nokkur oftar en einu sinni af því að málið var ekki klárað eða fyrirspurn ekki svarað. Í heildin...

Við búum í búri

Þegar ég var ungur sá ég apa í búri. Mér fundust aparnir mjög merkilegir og fylgdist dáleiddur með því hvernig aparnir sveifluðu sér fram og til baka og léku...

Kerfislægur vandi fjölmiðla?

Í leiðara Kjarnans frá 19. febrúar síðastliðnum, “Viljið þið að upplýsingafulltrúar og spunameistarar segi ykkur fréttir?” fer Þórður Snær Júlíusson yfir stö...

Orðræða um innflytjendur

Í gær var umræða um málefni innflytjenda. Einfalt mál um starfsemi fjölmenningarseturs. Án þess að fara nánar í þá umræðu sem þar fór fram þá er eitt sem þar...

Að þekkja muninn

Um helgina slapp Trump naumlega við að vera dæmdur sekur um að hvetja til uppreisnar. 57 töldu hann sekann en 43 ekki. Einungis hefði þurft að snúa tíu atkvæ...

Auðlindir í þjóðareign.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er bætt við auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í því frumvarpi er kveðið á um “fullt gjald til hóflegs tíma í senn” fyrir leyfi til ha...

Uppstillt lýðræði.

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun f...

Hvað er þetta með þessi þingmannalaun?

Laun þingmanna og ráðherra hafa lengi verið vesen. Laun þeirra virðast hækka oft úr öllum takti við almenna launarþróun. Þar að auki voru þingmenn og ráðherr...

Framboðstilkynning

Ég, Björn Leví Gunnarsson, býð fram krafta mína og reynslu í prófkjöri Pírata fyrir komandi alþingiskosningar 2021 í Reykjavík.

Efst upp ↑

2020

Skiljanlegt ofbeldi?

Hvernig myndir þú bregðast við ef lögreglan myrti reglulega vini þína, kunningja, félaga eða fólk sem þú samsamar þig við? Myndir þú bregðast við með mótmælu...

Topp maður - flopp stjórnmálamaður

“Topp maður”, var athugasemd á samfélagsmiðlum undir frétt af sóttvarnabroti fjármálaráðherra. Þetta er mjög merkileg fullyrðing í samhengi þeirra atburða se...

Pólitík Pírata

Í umræðum um fjármálaáætlun í gær setti Brynjar Níelsson sig í spor kjósanda Pírata og sagðist ekki skilja pólitík okkar. Hver pólitísk stefna Pírata væri e...

Heilbrigð höfnun

Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka mál...

Tveggja stóla tal

Þú sérð auglýsingu um draumastarfið þitt í blaðinu. Starfið sem þú ert búin að búa þig undir í mörg ár. Staða dómara við Landsrétt! Þú sækir um og ert alveg ...

Loksins niðurstaða í Landsréttarmálinu

Kjörtímabilið 2016 - 2017 var viðburðarríkt. Landsréttarmálið, uppreist æra barnaníðinga, ríkisstjórnarslit og kosningar með minnsta mögulega fyrirvara eftir...

Er verið að fela aðhaldskröfu?

Nýlega var vakin athygli á fjárhagslegri stöðu mála hjá Landspítalanum. Spítalinn sæi fram á rúmlega fjögurra milljarða króna aðhaldskröfu á næsta ári. Þingm...

Sjálfbærni er framtíðin

Haldin var sérstök umræða á þinginu í gær. Við Sara Elísa Þórðardóttir pældum aðeins í því máli og Sara flutti ræðunar í umræðunni.

Umhverfi okkar allra

26% af öllu snjólausu landi í heiminum er notað sem beitiland. 33% af öllu ræktarlandi er notað til þess að fóðra dýr. Staðan eins og hún er í dag er ekki sj...

Von og vald

Ég bjó á Vonarstræti þegar ég var í Bandaríkjunum (BNA). Ég var þar þegar Obama var kosinn og sá hvaða von fólk bar til þess sem hann hafði fram að bjóða. Ég...

Eru sóttvarnaraðgerðir rökstuddar?

Þetta er ástæðan fyrir því að við kölluðum eftir því að ákvarðanir stjórnvalda væru skoðaðar nánar. Spurningin verður alltaf að vera hvort aðgerðirnar sem gr...

Öfgar og falsfréttir

Heimurinn á við mörg vandamál að stríða. Eitt þeirra eru öfgar, og að því er virðist meiri öfgar en áður. Það er hins vegar ekki rétt, maðurinn hefur oft lát...

Einstakt dæmi

Fyrir einungis rétt rúmum mánuði stóð til að vísa burt fjölskyldu sem kom hingað frá Egyptalandi. Fjölskyldan fékk að lokum dvalarleyfi af mannúðarástæðum sa...

Kakan er lygi

Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einf...

Hefðir, stöðunun og íhald

Alþingi er gömul stofnun. Elsta starfandi þing heims. Það er virðingarstaða sem við eigum að vera stolt af og fara vel með. Í því felst þó ákveðin áhættuþátt...

Við erum Píratar

Borgararéttindi, lýðræði, gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun, upplýsingafrelsi, tjáningafrelsi.

Málefnalegar umræður

Ég spurði sveitarstjórnarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum um stefnu stjórnvalda í sveitarstjórnarmálum. Ráðherra svaraði með því að kalla eftir málefnaleg...

Getum við gert betur?

Getum við gert betur? Við öll? Ég myndi halda að augljósa svarið sé já. Ekkert er svo fullkomið að það endist að eilífu. Við getum alltaf gert betur, eða að ...

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Heilbrigðisráðherra skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem hún birtir einnig á FB síðu sinni. Þar er farið yfir þróun fjárheimilda til heilbrigðiskerfisins...

Betri samskipti við almenning?

Í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnvöld setja sér stefnu fyrir næstu fimm ár spurði ég forsætisráðherra eftirfarandi spurningar:

Handahófskenndar aðgerðir

Ríkisstjórnin lagði fram áætlun sína út úr Kófinu í gær. Áætlun sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja fram í vor en frestaði. Það verður að segjast eins og er a...

Danski þjónninn

Allir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eftir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veitingastað. Einn gestanna fanns...

Samkomutakmarkanir - Hver er kostnaðurinn?

Þann 27. janúar síðastliðinn var lýst yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar á Íslandi. 30. janúar var lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins...

Réttlát reiði

Síðastliðinn miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna “réttlátu” sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð ...

Ertu Icelandairingur?

Hvað er að vera Íslendingur? Þarftu að geta rakið ættir þínar til landnema? Þarftu að kunna íslensku? Þarftu að búa á Íslandi eða vera ríkisborgari? Tárast y...

Er ríkisábyrgð æðisleg?

“Verkefnið okkar er fyrir mér það að finna einföldustu og skilvirkustu leiðina”, sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé í umræðum um ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Þ...

Þeir sem eiga, mega

Hugmyndafræði íhaldsins er dauðadómur fyrir framtíðina. Það er markmið íhaldsins að gera sem minnst, breyta eins litlu og hægt er og lifa helst í fortíðinni....

Umboð þjóðar ef það hentar mér.

Á Íslandi höldum við kosningar á fjögurra ára fresti. Þá keppast stjórnmálasamtök um atkvæði kjósenda með því að leggja línurnar fyrir næstu fjögur árin. Þan...

Ráðherrar eiga enga vini

Vinkvennahittingur er einna helst í fréttum þessa dagana. Það væri alla jafna ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ein vinkvennanna er ráðherra. Það ei...

Dagleg spilling

Úr grein Stundarinnar: Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo ge...

Engar mútur

Engar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðslurnar sem voru greiddar bein...

Klassísk strámannspólitík

Árið 2012 birtist Kastljósþáttur sem fjallaði um meinta undirverðlagningu Samherja. Umfjöllunin, húsleit og rannsókn byggði td. á gögnum sem komu frá Verðlag...

Heimilisbókhald ríkisstjórnarinnar í Covid

Í speglinum þann 10. ágúst var spurt hvort verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar svarar þeirri spurningu á ...

Fleiri afsakanir

Í grein hjá Vísi er vitnað í dómsmálaráðherra: “Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera...

Ósjálfbær stöðugleiki

Í leiðara Kjarnans þann 6. ágúst fjallar Þórður Snær Júlíusson um að nú sé komið að pólitíkinni. Þar vísar hann í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um ...

Fyrst náðu þau hinum, svo mér

Í síðasta pistli skrifaði ég um ósvífni pólitísks rétttrúnaðar, hvernig öfgar hafa þróast í sitt hvora áttina frá upprunalegu markmiði. Annars vegar í þá átt...

Listin að ljúga

Ein uppáhalds greinin mín í stjórnarskránni er 48. greinin. Þar segir að “alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur fr...

Ósvífni pólitísks rétttrúnaðar

Við glímum við ósvífni sem hefur aukist með hverju árinu sem líður. Upprunann má rekja til pólítísks rétttrúnaðar (e. political correctness / PCismi) sem Joh...

Má segja fólki að fokka sér

Við eigum að vera kurteis við hvort annað. Ákveðin háttsemi og gestrisni er til dæmis umfjöllunarefni margra kvæða í Hávamálum. Þar er talað um að góður orðs...

Refsing vegna fíknar

Johann Hari lýsir rót fíknar þannig að hún spretti ekki frá því að fólk sprauti í sig efnum eða innbyrði. Hún spretti miklu fremur úr sársaukanum sem fólk up...

Átak í lýðræði

Í gær frumsýndu samtök kvenna um nýju stjórnarskránna fræðslumyndband um nýju stjórnarskránna, ferlið á bakvið hana, hvar hún stoppaði og til að minna þingme...

Leikjafræði þingloka

Hvað gerist rétt áður en þing fer í frí? Af hverju er oft málþóf á þeim tíma? Í grunnatriðum er það vegna þess að flokkar sem mynda meirihluta vilja ekki að ...

Án tillits til skoðana

“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags...

Vitlaust Alþingi

Á Alþingi er allt vitlaust, á fleiri vegu en einn, og Ísland er verra vegna þess. Nóg hefur samt verið talað um vitleysuna sem fólk lætur út úr sér þar og mi...

Nei, nei og aftur nei

Liðin vika í þinginu var stórmerkileg. Þar voru samþykkt lög um uppsagnir þar sem ríkið hjálpar fyrirtækjum að segja upp fólki og halda því í vinnu á launum ...

Nú er tíminn

Undanfarna mánuði hafa komið hinir ýmsu björgunarpakkar frá stjórnvöldum og er von á einum enn á næstu dögum. Markmið pakkanna hefur aðallega verið að vernda...

Pakki númer 2, hvað gerðist?

Það er langt frá því að vera einfalt að fylgjast með því hvað er í gangi varðandi björgunarpakka stjórnvalda. Í fyrsta lagi koma stjórnvöld með ákveðnar till...

Lífeyrir og þingfararkaup

Það fór ekki fram hjá neinum að laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð þann 1. maí um 6,3% frá áramótum. Til þess að gæta allrar sanngirni þá hækkuðu launin ...

Einn litlir, tveir litlir, þrír litlir pakkar

Óvissan er mikil og hefur farið vaxandi eftir því sem á líður. Það má auðveldlega rökstyðja að hlutverk stjórnvalda sé að minnka eða helst eyða óvissu, þó ek...

Sporvagnavandamálið og faraldurinn

Margir kannast við sporvagnavandamálið þar sem þú ert vagnstjóri sem hefur þá tvo möguleika að beygja á sporin til hægri þar sem hópur fólks stendur á teinun...

Sjálfstæðir dómarar

Eruð þið nokkuð búin að gleyma Landsrétti? Þið vitið, nýja millidómstiginu okkar sem var mörg ár í undirbúningi og fyrrverandi dómsmálaráðherra klúðraði á l...

Dagurinn í dag

Í dag er fjarfundadagur á Alþingi. Líka á morgun. Umfjöllunarefnið er fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið sé 140 millj...

Stjórnarandstöðufræði

Fræðin um stjórnarandstöðu segja: “Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst ...

Þú verður að vera í skóm í vinnunni

Einu sinni var skýrslu um skattaundanskot Íslendinga í gegnum skattaskjól stungið undir stól. Það var meira að segja rétt fyrir kosningar vegna skattaundansk...

Að hefjast handa

“Nú er kominn tími til þess að hefjast handa” voru skilaboðin sem ríkisstjórnarflokkur fékk á fundarferð sinni í kringum landið. Núna, þegar rétt rúmt ár er ...

Efst upp ↑

2019

Efst upp ↑

2016

Hættum að vera meðvirk með misnotkun á valdi

Formaður dómarafélags Íslands fjallaði í fjölmiðlum í gær um niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu. Þar sagði hann að vandinn er þegar, með leyfi forseta “s...

Efst upp ↑