Hvað gera þingmenn?

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað fólk telur að þingstarfið sé. Ég hafði sjálfur ýmsar hugmyndir um í hverju það starf fælist áður en ég fór að sinna því starfi. Augljósi hluti starfsins væri að setja lög. Svo fannst mér augljóst að þingmenn ættu ekki að snúa út úr umræðu og hvað þá að beinlínis ljúga. Ég var samt ekki með mikið skýrari sýn á það hvert starf þingmanna væri í raun og veru. Eftir að hafa sinnt þessu starfi í rúm fjögur ár núna þá tel ég mig skilja ágætlega af hverju það er. Til að byrja með er ekki einu sinni reynt að útskýra það fyrir einum né neinum þegar inn á þing er komið, sem er svo sem ekki af ástæðulausu. Grunninn að starfi þingmanna er nefnilega að finna í 48. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir:

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Eftir að hafa rekist enn einu sinni á athugasemdir á netinu um hvað þingmenn ættu nú að vera að gera, eða ekki að gera ákvað ég að setja upp einfalda spurningakönnun þar sem spurningin var: “Um hvað snýst starf þingmanna? Hvað heldur þú?”. Viku seinna voru komin 110 svör um allt milli himins og jarðar og þó ekkert svar sé rangt, því þingmenn sinna starfinu auðvitað bara eftir eigin sannfæringu og þetta er skoðun fólks um hvað það heldur að starf þeirra sé (hvað þingmenn eru að gera) eða hvað það eigi að vera (þó þingmenn geri kannski allt annað).

Ég set öll svörin neðst í þennan pistil ásamt athugasemd við þau svör.

Í upphafi hvers kjörtímabils er gefinn út lítil bók sem heitir “háttvirtur þingmaður”. Þar er að finna alls konar upplýsingar um skipulag þingsins, störf í þingsal, nefndarstarfið og starfskjör. Ekkert um það hvert starfið sjálft er.

Á vefsíðu Alþingis er að finna síðu “um hlutverk Alþingis”. Þar er fjallað um Alþingi og fulltrúalýðræði, hvernig uppspretta valds sé hjá fólkinu sem felur kjörnum fulltrúum meðferð þess valds. Hvernig þingmenn fara sameiginlega með vald til þess að setja lög og þar er einnig kafli um eftirlitshlutverk Alþingis. Í viðamikilli skýrslu sem kom út árið 2009 er ítarlega fjallað um þetta eftirlitshlutverk og að það taki til, meðal annars:

 • að tryggja að stjórnarframkvæmdin sé í samræmi við tilgang löggjafans,
 • að bæta skilvirkni, árangur og hagkvæmni í verkum ríkisstjórnarinnar,
 • að meta virkni opinberra áætlana,
 • að koma í veg fyrir að framkvæmdarvaldið fari inn á valdsvið þingsins,
 • að rannsaka misfellur í ráðsmennsku, embættisfærslur sem stjórnast af duttlungum eða geðþótta, misnotkun, óheiðarleika eða svik,
 • að meta hæfni ríkisstofnana eða embættismanna til að stýra og koma í framkvæmd markmiðum opinberra áætlana,
 • að endurskoða og ákveða fjárhagslega forgangsröðun í starfsemi ríkisins,
 • að vernda réttindi og frelsi borgaranna,
 • að kanna starfshætti í stjórnsýslunni,
 • að efla og stuðla að samvinnu á milli valdgreina,
 • að afla gagnlegra upplýsinga varðandi framtíðarstefnumótun,
 • að rannsaka kvartanir kjósenda og gagnrýni fjölmiðla,
 • að veita opinberum stofnunum vernd gegn óréttlátri gagnrýni

Það er því ýmisleg til um hvert hlutverk þingsins er í heild en þegar kemur að því hvað einstaka þingmenn gera, þá er það í raun og veru bara afmarkað af stjórnarskrá. Að fylgja sannfæringu sinni. Í lögum eru þeirri sannfæringu þó sett óframfylgjanleg takmörk. Það er að segja í lögum um þingsköp, varðandi þingfundi; “Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina”, atkvæðagreiðslur: “Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi” og að gæta góðrar reglu: “Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna er að því lýtur að gætt sé góðrar reglu. Skyldi almenn óregla koma upp er það skylda forseta að gera hlé á fundinum um stundarsakir eða, ef nauðsyn ber til, slíta fundinum”. Að auki er skylda að sækja nefndarfundi sbr. reglur forsætisnefndar: “Skylt er nefndarmönnum að sækja alla nefndarfundi nema lögmæt forföll banni. Forföll skal tilkynna nefndarritara eins fljótt og auðið er svo að unnt sé að boða varamann eða staðgengil til fundar.”

Engin viðurlög eru þó við því að fylgja ekki þessum lögum og reglum og erfitt er að sjá hver væru viðeigandi viðurlög ef það er sannfæring þingmanns að sinna þessum lögum og reglum ekki. Til samanburðar má geta þess að í breska þinginu eru nokkur tóm sæti þar sem ákveðnir frambjóðendur hafa lofað að sinna ekki starfinu, verið kosnir á þeim forsendum og standa við það loforð. Þeir hafna að sjálfsögðu þingfararkaupi að auki.

En eins og sést af þessu eru störf og skyldur þingsins ansi miklar. Væntanlega má gera ráð fyrir því að frambjóðendur til þingstarfa ætli sér að vinna að þeim störfum og sinna þeim skyldum eins og þeir best geta - en sitt sýnist auðvitað hverjum um hversu vel úr verki þeim verður. Það sést augljóslega á þeim athugasemdum sem bárust um hvað fólk taldi starf þingmanna vera. Dembum okkur í þann lista.

Þjónustu og hagsmunabaráttu fyrir fólkið í landinu og allt líf á jörðinni.

Þingmaður sem hefur þetta markmið nær örugglega að sinna öllum störfum og skyldum þingsins og gott betur.

Að setja lög og fylgjast með því að framkvæmdavaldið sé að framfylgja lögunum sem hafa verið sett.

Mjög greinargott og nákvæmt svar.

Löggjöf.

Vissulega. Margir gleyma eftirlitshlutanum, sem er mjög skiljanlegt. Sá hluti hefur alla jafna verið mjög lítill hluti af starfi þingsins en ætti í raun að vera stæsti hluti þingstarfanna.

Sitja í þingsal, lesa frumvörp, kynna sér lög&reglugerðir og íhuga hvort þurfi að breyta þeim, hvaða áhrif þessar breytingar myndu hafa. Sitja í nefndum og undirbúa sig fyrir þau fundarstörf. Kjósa um frumvörp. Fylgja eigin sannfæringu, sem er svolítið loðið hugtak. Fylgjast með vilja kjósenda óháð búsetu á landinu. Gera það sem er landsmönnum og landinu sjálfu fyrir bestu(ekki ofveiða, ekki ofbeit), taka helst hagsmuni meirihlutans, þ.e.a.s fólks í landinu, ekki bara fyrirtækja og ákveðinnar elítu til greina.

Það er rosalega erfitt að sitja í þingsal. Þingsalurinn er rosalega lítill, vinnuaðstaðan ekki góð og bara mjög nýlega var lagt rafmagn þannig að hægt væri að hafa tölvur í sambandi í þingsal. Annars fín lýsing á starfi þingmanns.

Búa til lög, laga lög og mótmæla röngum lögum

Mikið rétt en aftur gleymist eftirlitshlutverkið. Skiljanlega.

Að gæta hagsmuna almennings

Samkvæmt stjórnskipan þá gera þingmenn það með því að setja lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Þingmenn geta vissulega gætt hagsmuna almennings á fleiri vegu og margir sinna því starfi mjög vel.

Setja lög fyrir landið. Allavega ætti að snúast um það!

Alveg rétt. Frumvörp til laga daga mjög oft uppi í nefndum og þá þarf að endurflytja þau frá byrjun aftur. Það er oft mikil tímaeyðsla í því. Þess vegna hefur verið lagt til að þingmál falli ekki niður á milli þinga. Svo er það eftirlitshlutverkið :)

Að uppfæra og laga galla á þeim lagaramma sem félagsmönnum er ætlað að fara eftir.

Ég er ekki viss hvaða félagsmenn er átt við en þetta er alveg rétt. Svo má ekki gleyma eftirlitinu.

Setja landsmönnum lög og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu

Skýrt og greinargott. Ég vil oft bæta við “gæðaeftirlit” með lögum líka. Eru lögin sem sett eru að ná markmiðum sínum? Eru afleidd áhrif sem ekki var ætlunin að hafa? Það vantar rosalega mikið af slíku eftirliti.

Að viðhalda hagsmunum fjármagnseigenda

Ég skil að það líti þannig út og eflaust eru einhverjir þingmenn sem líta á það sem sitt hlutverk. Það er þá bara þeirra sannfæring og vonandi endurspeglar það væntingar þeirra kjósenda.

Að gera það sem hann var kosinn til. Sem var til dæmis það sem hann sagðist ætla/vilja gera í aðdraganda kosninga, það sem kom fram í stefnumálalista.

Þetta er pólitíska hlutverk þingmanna. Að fylgja sannfæringu sinni og gott betur. Að greina frá sannfæringu sinni fyrir kosningar til þess að fólk geti nú valið fulltrúa eftir því hvaða sannfæringu viðkomandi hefur.

Setja lög

Og sinna eftirliti :)

Skara eld að eigin köku, auk ættingja og vina!

Það er kannski markmið og sannfæring einhverra þingmanna en hér er í raun að finna einu takmörkun á atkvæðarétti þingmanna, í lögum um þingsköp: “Enginn þingmaður má greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín”. Auðvitað gæti þingmaður nýtt stöðu sína á annan hátt til þess að færa sér og sínum köku. Það er auðvitað kolólöglegt eins og dæmi eru um.

að vera niðrandi við miðlungsmannin. hjálpa vinum og ættingjum áfram í viðskiptum. finna leiðir til að hækka gjöld og minnka lífsgæði landsmanna

Ég efast um að markmiðið sé að vera niðrandi hjá neinum. Það getur hins vegar gerst óafvitandi - sem gerir það ekkert betra. Sama á við með að hjálpa vinum og ættingjum - langflestir og langoftast eru ekki að sinna þingmennsku með því markmiði. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að það gerist einhvern tíma hjá einhverjum þingmönnum, það eru til nægilega augljós dæmi sem benda til slíks.

Að hækka gjöld og minnka lífsgæði - er erfiðara. Vissulega eru oft sett lög sem hafa áhrif á suma hópa umfram aðra. Það er samt skiljanlegt hvaðan þessi skoðun kemur.

Hagsmunagæsla

Auðvitað. Fyrir hverja er spurningin fyrir hvern og einn þingmann.

Búa til lög og reglugerðir fyrir samfélagið til að fara eftir

Alveg rétt. Og eftirlit með framkvæmdavaldinu :)

Þingmenn fara með löggjafarvaldið skv. stjórnarskrá. Þeir hafa einnig fjárveitingavaldið og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Það er allavega það sem stendur á blaðinu (í stjórnarskránni).

Staðreyndir, gerist ekki einfaldara. Næsta spurning væri hvernig? Þar veitir stjórnarskráin leiðbeiningu - eftir sinni eigin sannfæringu.

Lagasetningu (þ.e. það á að snúast um það)

Að mínu mati ætti starf þingmannsins síst að snúast um lagasetningu. Lögin ættu bara að vera í lagi og einungis þurfa einfaldar uppfærslur af og til. Þingstarfið ætti miklu frekar að snúast um eftirlit með því að framkvæmdavaldið sé að fara eftir lögum og að þau séu að virka eins og ætlunin var.

Þjòďarhag

Auðvitað.

Um hagsmuni lands og þjóðar. Ekki að veiða atkvæði ;)

Hjartanlega sammála.

Endurspegla vilja þjóðarinnar og skapa þjóðinni viðundandi lífskjör.

Eða búa til grundvöll til þess að þjóðin geti gert það sjálf? Beint lýðræði og sanngjarn leikvöllur.

Almannahag, ekki einkahagsmuni

Algerlega.

Setja lög í umboði kjósenda.

Og eftirlit :)

Veita nauðsynlegt aðhald til að fyrirbyggja spillingu

Mjög hnitmiðað og nákvæmt.

Að vinna fyrir fólkið í landinu.

Já.

Sina sér hagsmunum tidæmis SA, útgerðamanna og Engeyingum

Það er kannski sannfæring einhverra en er varla starf allra þingmanna. Skil vel að það geti litið þannig út :/

Að sinna löggjafarvaldinu í sem mestri sátt við land og þjóð. Einnig væri gott ef þingmenn sinntu langtímaáætlanagerð, en til þess þyrfti Alþingi að starfa allt árið.

Hjartanlega sammála. Eftirlit líka :)

Að skapa, breyta og eyða lögum. Að hlúa að góðu samfélagi. Líklega snýst það hinsvegar mikið um valdabrölt og PR… Þingmenn ættu að vera samkvæmir sjálfum sér, en ættu þá líka að vera kosnir inn út á eigin karakter, hugmyndir og gildi. Samt þurfa þeir að reyna að vinna að almannahag, ekki einungis hag þeirra sem komu þeim inn. Ef þingmenn eru leiðtogar, þá hafa þeir sýn á hvert þeir vilja að samfélagið stefni og ná að deila þeirri sýn með fólki og setur fordæmi. Það væri gaman að heyra upplifun þingmanna af starfinu og fá að heyra hvað það snýst í alvörunni um. Persónulega treystu ég örfáum. Mér sýnist að ekki séu mörg þeirra mjög hugrökk né heiðarleg. Það er hreinlega ömurleg staða

Eins og er þá vinnum við að störfum okkar í ofbeldisumhverfi. Án þess að fara nánar út í hvernig það lýsir sér þá er það samt staðan. Það gerir það til dæmis að verkum að það sem aðrir sjá utanfrá, er persónuleiki þingmanna í ofbeldisumhverfi. Ekki hvernig fólk er í raun og veru. Mér finnst það mjög sorglegt því ég utan þings og ég innan þings er ekki sama manneskjan. Ég innan þings er að glíma við fjandsamlegt umhverfi og viðbrögð mín miðast við það.

Þetta virkar þannig að ef einhver getur gert eitthvað og komist upp með það, til dæmis með því að beita hótunum, útúrsnúningum eða hverju sem er, þá er það gert ef aðstæðurnar bjóða upp á það. Það er leikjafræðileg ákvörðun að beita ofbeldi þegar rök virka ekki (af því að viðkomandi hefur ekki rökin sín megin). Í þeim aðstæðum þegar rök þrjóta þá fer fólk að beita alls konar ofbeldi - yfirleitt alltaf undir rós en ég hef þó séð þegar það er bara einfaldlega berort ofbeldi.

Verja hagsmuni

Hverra? Allra auðvitað … þó ekki öllum finnist það vera það sem gerist.

Standa við kosningaloforð

Að minnsta kosti.

Að þjóna þörfum kjósenda

Þingstarfið er þjónustustarf. Það er hárrétt.

Að samþykkja rugli ríkum í hag.

Það er ekki starf þingmanna, en ég skil að það geti litið þannig út miðað við allt.

Mótun lagaumhverfis og stefnu þjóðfélagsins

Og eftirlit! :)

Akkúrat núna snýst það um að auglýsa sig sem allra mest og vonast eftir endurkjöri. Venjulega er það frekar glamúrsnautt puð við að setja sig inn í mál og reyna að ræða þau skynsamlega og taka um þau skynsamlegar ákvarðanir. Og helst koma með einhver mál sjálfur.

Ekki hægt að mótmæla þeirri afstöðu nema kannski bæta við að fólk gerir það á misjafnlega málefnalegan hátt.

Rex og pex

Segðu.

Að vinna að hagsmunum lands og þjóðar. Ekki að gera atlögu að opinberum starfsmönnum t.d. Lögreglu eða leggaja þingið undir hagsmuni t.d. hælisleitenda.

Sitt sýnist hverjum, auðvitað. Ég get tekið undir þetta en á sama tíma sagt að það hafi ekki verið gert.

Setja lög

Og eftirlit! :)

Að stuðla að aukinni almennri velmegun þjóðarinnar. Allar ákvarðanir verða að vera með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það a þingmaður að vinna að

Já.

Útsjónarsemi, undirferli og sandkassaleik þegar rannsóknarvonnu og hugmyndavinnu er lokið.

Hér er væntanlega átt við leikritið sem birtist oft í ræðustól þingsins og í fjölmiðlum. Á meðan það er satt að það er oft leikrit þá er stundum málefnalegt tilefni til þess. Þá virka ásakanir um leikrit ágætlega af því að það eru dæmi um ómálefnaleg leikrit. Utan frá er erfitt að greina hvort um ómálefnalegt leikrit er að ræða eð málefnalega gagnrýni.

Þjóna almenningi

Þingmennskan er þjónustustarf. Samt samkvæmt sannfæringu hvers þingmanns.

Halda þráðum í milljón mismunandi málaflokkum og flækja þræðina ekki alla saman.

Úff, já. Það er rosalega margt sem fellur á milli skips og bryggju af því að það koma sífellt ný mál sem þarf að glíma við sem gerir það að verkum að eldri málin daga bara uppi og eru aldrei afgreidd.

Að setja og uppfæra lögin í landinu

Og eftirlit!

Að bæta kerfin fyrir borgarana til að auka lífsgæði.

Í samvinnu við borgarana. Við búum í lýðræði.

Þjónusta við borgarana

Þjónustuhlutverk.

Skrifa og lesa ný lög

Og eftirlit.

Að þiggja laun.

Óhjákvæmilega. Vonandi vinnur fólk samt fyrir laununum sínum og sýnir það í verki.

Að undirbúa lagasetningu og setja ný lög sem eru þær reglur sem þjóðfélagið fer eftir. Að hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu. Að ræða þjóðþrifamál og álykta um þau. Að standa vörð um hagsmuni Íslendinga, bæði heima og erlendis (hagsmunina s.s.). Að sjá til þess að velferð allra Íslendinga sé viðunandi. Í stuttu máli að viðhalda samfélagssáttmálanum.

… samkvæmt eigin sannfæringu. Mikið rétt.

Að þjóna landsmönnum og sjá til þess að engin þurfi að líða skort. Því miður er vera meirihluti þingmanna og ráðherra eingöngu til þess að hirða frábær laun og sporslur á meðan mega öryrkjar SVELTA!

Þingmennska er þjónustuhlutverk.

Starf þingmanna áður en þeir eru ráðnir sem þingmenn er að gefa veitavinnuveitendum þeirra nógu trúverðuga ímynd til að ráða þá í vinnu sem þeir eru ekki hæfir til að sinna, og viðhalda þeirri ímynd.

Ég lít á þetta út frá stjórnarskrárgreininni um sannfæringu þingmanna. Það er starf frambjóðenda að sýna hver sannfæring þeirra sé og starfa síðan samkvæmt þeirri sannfæringu. Þessi lýsing um ímynd er ekki svo fjarri lagi því ef fólk heldur trúverðugu ímyndinni þá er í raun enginn munur á því og sannfæringu viðkomandi.

Frá mínum sjónarhóli lítur starf þingmanna út fyrir að vera hagsmunagæsla fyrir lítinn hóp fjársterkra einstaklinga. Það sem það ætti að vera er hagsmunagæsla ALLRA LANDSMANNA ÓHÁÐ FJÁRHAGSLEGRI EÐA FÉLAGSLEGRI STÖÐU. Alþingi er fokking djók. Nei, ekki djók. Það er ekki fyndið það sem gengur þarna á. Það er sorglegt að horfa upp á þennan síversnandi farsa ár eftir ár. Það er óhugsandi að við sem ættum með öllu að vera ríkasta þjóð heim(m.v. höfðatölu) getum varla sinnt grunn innviðum fyrir almenna borgara. Það styttist í að einhver fari að skjóta meira en bara glugga.

Stjórnmálamenn verða að taka þessari ábyrgð alvarlega því ef ítrekað er gengið yfir fólk þá bregst það óhjákvæmilega við því að lokum með því að rísa upp á móti. Tillitsemi er lykilatriði til þess að öðlast gagnkvæma virðingu.

Málamiðlanir

Stundum er ekki hægt að málamiðla. Hvað þá?

Að vinna fyrir almenning að betrumbæta kerfi sem minnkar ójöfnuð í samfélaginu .

Það er hægt að gera á ýmsa vegu. Það er hægt að vinna gegn ójöfnuði með bæði sértækum og almennum aðgerðum og einnig með því að búa til tækifæri. Vil viljum heilbrigt og sjálfbært samfélag en hvernig og hversu mikill jöfnuður er bitbeinið. Fólk gerir mismikið, fólk vill gera mismikið, það þýðir óhjákvæmlega mismikið og þar af leiðandi ójöfnuður. Sumir fá svo meira fyrir að gera minna sem getur í mörgum tilfellum verið réttlætanlegt. Það er því miður ekki til neitt eitt svar við þessu vandamáli.

Koma í veg fyrir óréttlætanlegt kerfi

Hárrétt.

sóa skattpeningum þjóðarinnar samkvæmt eigin sannfæringu

Ef það er sannfæring þingmanns að sóa skattfé þá er ekki hægt að segja að það sé óeðlilegt. Einnig eru auðvitað mismunandi skoðanir á því hvað er sóun. Þegar allt kemur til alls þá er það vonandi ekki starf þingmanna að sóa skattpeningum þó það líti kannski þannig út utanfá.

Löggjöf!

Og eftirlit :)

Sumir þingmenn (aðallega einn ökuþingmaður frá Suðurnesjum) telja að kjörtímabilinu skuli varið í að standa í 4 ára prófkjörsbaráttu fyrir næstu kosningar.

Ef það er sannfæring þeirra og fá umboð til þess, þá er það bara gangur lífsins og lýðræðisins. Auðvitað má gagnrýna það í allar áttir, réttlætanlega.

Flestra er hagsmunagæsla. Alls ekki allra en flokkurinn ræður og flestir þingmenn ráða engu um stefnu sinna flokka. Telja sig geta haft áhrif en hafa engin.

Þetta er dálítið raunin, já. Við viljum auðvitað gera betur er það ekki?

Að ná sér í atkvæði með því að höfða til sérhagsmunahópa

Þá fá þeir þingmenn væntanlega bara atkvæði sérhagsmuna?

Að starfa í þáu þjóðarinnar, taka þær ákvarðanir sem er samfélaginu fyrir bestu algjörlega hlutlaust hverju sinni, að vera fyrirmynd annara valdmikilla starfa.

Það er þetta með sannfæringuna. Það þýðir að þingmenn geta tekið geðþóttaákvarðanir. Réttara sagt eiga þingmenn að vega og meta rök frá umsagnaraðilum og taka geðþóttaákvörðun sem er rökstudd samkvæmt þeirra eigin sannfæringu.

Annars vegar að setja lög. Hins vegar að veita framkvæmdavaldinu eftirlit og aðhald.

Einfalt og nákvæmt.

Stefnumótun og eftir atvikum eftirlit með framkvæmdavaldinu. Stefnumótun getur falist í beinu löggjafarstarfi en líka í þingsályktunartillögum og margvíslegum umræðum í þinginu, ekki síst í nefndunum. Eftirlitið getur falist í störfum umboðsmanns alþingis og ríkisendurskoðunar en það birtist mér sem lítið hvernig stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd getur verið einhvers konar eftirlits- og aðhaldsaðili.

Fín lýsing á þeim skyldum sem þingið sinnir. Hvað einstaka þingmenn gera svo fer bara eftir þeirra eigin sannfæringu. Vonandi býður fólk sig fram til þess að sinna að minnsta kosti þessu hlutverki.

Það fer hvort þeir eru í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu Þingmenn ríkisstjórnar fara með framkvæmdaréttinn og stjórnarandstaðan veitir ríkisstjórn aðhald. Þingmenn fara með mismunandi hlutverk eftir því í hvaða nefndum þeir eru, ráðuneytum osfrv. Þingmenn eru fulltruar kjósenda sinna en starfa þó aðeins eftir eigin sannfæringu sem endurspeglast oftast í þeim flokkum sem þeir bjóða sig fram í fyrir. Þeir eru pro í fundarmaraþoni

Þingmenn eru þingmenn, sama hvort þeir styðja ríkisstjórn eða ekki. Hlutverk þingsins er óháð þingmönnum.

Að starfa í þágu almennings.

Vonandi, já.

Starf þingmanna á að sýna gagnsæ vinnubrögð og snúast um heildarhagsmuni þjóðarinnar en ekki sérhagsmuni hvers þingmanns. Þingmenn þurfa að bera virðingu fyrir kjósendum, hlusta á þjóðina og líta á veru sína á þingi sem hugsjón en ekki starf til eilífðar.

Eina takmarkið á sjálfstæði og sannfæringu þingmanna er að þeir geta ekki greitt atkvæði um fjármagn til sín, eða með öðrum orðum, sína sérhagsmuni. Til þess að sinna starfinu á jákvæðan og skilvirkan hátt þá hljóta þingmenn að þurfa að sýna kjósendum virðingu og tillitssemi.

Að gæta hagsmuna almennings

Mikið rétt.

Ætti vera að setja lög, en er stimplun og blaður

Og eftirlit :)

Sýna þjóðinni hvað framkvæmdavaldið er að gera þegar það heldur að enginn sjái til.

Það er eftirlitið. Þingmenn gera það með því að setja lög og fylgjast svo með því að ráðherrar fylgi þeim lögum.

Borgararéttindi, Friðhelgi einkalífsins, gagnsæi og ábyrgð, tjáningarfrelsi. Að tryggja þessi réttindi borgarana.

Þetta eru mjög mikilvæg réttindi í lýðræðissamfélögum. Þingmenn verða að standa vörð um þessi gildi. Það er hins vegar ekki sannfæring allra, því miður.

Þegnar þjóðarinnar. Það að fólk styðji þingmenn í blíðu og stríðu er hálfvitaskapur. Einnig vantar siðanefnd inn á alþingi sem er óháð flokkum sem vinnur eftir ákveðnu framworki til þess að ákvarða það hvort þingmaður hafi brotið af sér í starfi eða farið gegn hagsmunum þjóðarinnar til að koma sér í hag til að víkja þeim af þingi.

Stjórnarskráin segir að þingmenn eigi að fylgja sinni sannfæringu en ekki neinum reglum frá kjósendum. Siðareglur virka á þann hátt að fólk sammælist um hverjar þær reglur eru, segi í raun hver sannfæring sín sé. Við eigum að vera með siðanefnd sem er óháð flokkum en sitt sýnist hverjum um það svo sem.

Samþykkja/hafna tillögum, rífast

Frá ákveðnu sjónarhorni er þetta mjög nákvæm lýsing á hlutverki þingsins: “setja lög og sinna eftirliti”.

Forsjálni knúin af sanngirni og réttlæti samfélaginu til bóta.

Algerlega. Sitt sýnist hverjum auðvitað hvað er samfélaginu til bóta.

Að gæta að því að lagasetning á Íslandi sé til heilla almennings og að gæta þess að framkvæmdavaldið framkvæmi í samræmi við lög.

Hlutverk þingsins í hnotskurn.

Húsverðir Íslands 1: Verkþættir og helstu verkefni: 2: Almenn gæsla og eftirfylgni með umgengnisreglum 3: Annast ræstingu á gömlum lögnum og uppfæra 4: Daglegt eftirlit með mannvirkjum, ““aðstöðu””, tækjum og tólum 5: Vinna eftir fyrirliggjandi ferlum svo sem neyðaráætlunum og innra eftirliti 6: Önnur verkefni sem þjóðin felur ““stafsmanni”””

Nokkuð góður listi bara.

Vinna eftir vilja og heilla fyrir almenning

Hárnákvæmt með góðri skvettu af lýðræði.

Bara það sem þeim sýnist.

Í raun og veru, já. Þingið hefur ákveðnu hlutverki að sinna og við vonumst til þess að velja fólk á þing sem sinnir því hlutverki. Reyndin er sú að þingmenn fylgja bara sannfæringu sinni.

Tilgangslaust tal um frumvörp sem eru skrifuð inni í ráðuneytinum. Stjórnarandstöðufrumvörp gera ekkert gagn. Langt síðan alþingi hætti að vera löggjafarsamkoma.

Ég lýsi Alþingi hiklaust sem stimpilstofnun framkvæmdavaldsins. Það þýðir ekki að það gildi alltaf eða um öll mál - en nægilega oft til þess að það sé nákvæm lýsing. Það á auðvitað ekki að vera þannig …

Skattleggja fólk og setja óþarfa reglur um allt og ekkert…. fullkomið stjórnlyndi

Það er slatti af svoleiðis vinnu já.

Að gæta hagsmuna þingmanna

Það er kannski það sem margir gera, en er ekki starf þingmanna samkvæmt hlutverki þingsins. Það getur verið starf þinmanna samkvæmt þeirra eigin sannfæringu.

Að gæta hagsmuna þingmanna og þingflokka.

Sama svar og hérna fyrir ofan. Líklega sami álitsgjafi einnig.

Starf þingmanna snýst fyrst og fremst um að misnota ekki þá ábyrgð sem þeir hafa í umboði hins lýðræðislega ferlis. Þetta felur t.a.m. í sér að ráðstafa ekki almannafé í ómarkviss og þýðingarlaus verkefni hins opinbera, líkt og sumir þingmenn Pírata hafa gert með fyrirspurnum á Alþingi.

Þingmenn fylgja eigin sannfæringu. Það er bundið í stjórnarskrá. Varðandi fyrirspurnirnar þá skora ég á hvern sem er að útskýra hvernig ein einasta fyrirspurn er gagnslaus.

Að passa uppá að orð sín og gjörðir fari aldrei saman

Ég skil vel hvernig þetta getur litið svona út utanfrá miðað við undanfarin ár og áratugi.

Að níðast eins mikið á íslenskum almenningi eins og völ er á og finna sem frumlegastar aðferðir við að sóa skattpeningum okkar í eins mikinn óþarfa og bruðl eins og þau komast upp með

Og svo vita þau ekki einu sinni hvað þau lögbundnu verkefni sem hafa verið ákveðin kosta … það er ekki nema von að það sé erfitt að hagræða í ríkisrekstrinum.

Þjónustustörf fyrir alla íbúa landsins jafnt og passa upp á sanngirni í þjóðfélagingu ásamt eftirliti með framkvæmdavaldinu.

Einfalt og skýrt.

Setja lög, breyta lögum og afnema lög, ræða stóru línurnar um samfélagsgerðina.

Og eftirlit! :)

Meðferð löggjafarvalds.

Og eftirlit.

Að hafa vinnu við að gera ekki neytt

Ef það er sannfæring þingmanns … þá væri að minnsta kosti gott að vita það fyrirfram. Kannski geta einhverjir þingmenn fengið umboð til þess að vera á þingi til þess að gera ekki neitt. Það er jú hugmyndafræði íhaldsins. Íhaldið nær markmiðum sínum með því að gera ekki neitt.

Að heyra vilja þjóðarinnar, þarfir lands og lýðs, og ráð sérfræðinga, og eima það saman niður í leiðvísir til betri framtíðar fyrir sem flesta

Einhverjir þingmenn hafa kannski þá sannfæringu fyrir þingstarfinu. Sannfæring annara er mögulega allt önnur … því miður.

Sérhagsmunapot

Það er ekki starf þingmanna, en er stundum það sem gerist.

Ef þingmaður eða kona er í stjórnaranstöðu þá hefur það nánast enga þýðingu ef þú ert í ríkistjórn þá er best að vera í réttu liði annars ertu bara í sjórnaramstöðu yfirleitt er óbreittur þingmaður/kona bara upp á grín og ef ráðherrar ákveða eitthvað uppá sitt einsdæmi þá þarf þjóðin að borga annars væri ódýrast að lrggja þingið niður og láta fólkið sem ræður á bakvið tjöldin sjá bara um þetta við erum með 63 manneskjurí áskrift að laununum sínum

Þingmenn hafa oft áhrif á þau mál sem fram koma. Á Íslandi eru gerðar einna mestar breytingar á þingmálum á norðurlöndunum, til dæmis.

Þjóna almenningi međ löggjöf sem er óháđ sérhagsmunum

Og eftirlit með framkvæmdavaldinu.

Koma í veg fyrir óréttlætanlegt kerfi

Það eru ótrúlegustu hlutir sem fá réttlætingu, og alveg sanngjarna réttlætingu út frá ákveðnu sjónarhorni. En já, vonandi fer ekkert í gegn sem er ekki réttlætanlegt á neinn hátt.

Að hanna og uppfæra leikreglur samfélagsins í takt við tímann, með hámörkun á lífsgæðum fyrir sem flesta að leiðarljósi.

Bestun er erfitt verkefni en þetta er vonandi sannfæring flestra sem bjóða sig fram í þetta starf.

Virðingu og viðhorf gagnvart þjõðinni

Algjört lágmark. Dæmin sýna hins vegar að sitt sýnist hverjum hvernig virðing er sýnd.

að komast upp með að svíkja loforð

Það er ekki starf þingmanna, en reynslan sýnir okkur að það gerist ansi oft.

Fer eftir flokki

Í rauninni ekki. Hlutverk þingsins er það sama óháð flokki og sannfæring þingmanna fylgir hverjum þingmanni. Vissulega gæti það verið þannig að fólk með svipaða sannfæringu raðist í sama flokk - þannig að já, líklega hárrétt.

Leggja fram, ræða og samþyggjalög.

Og eftirlit :)

Að vinna að því að bæta líf fólks

Vonandi, já.

uff ekki hugmynd lengur

Skil það mjög vel. Það gagnast pólitíkinni hjá sumum að hafa það þannig.

 1. Að spila leikinn (Pólitík) 2. Að sinna þingstörfum vel.

Leikjafræðin gegnir rosalega stóru hlutverki innan þingsins. Miklu stærra hlutverki en ég bjóst við. Að sumu leiti á skiljanlegan hátt en í ýmsu öðru býður það upp á ofbeldi.

Að vera sætur svo maður verði kosinn aftur næsta kjörtímabil eins og dómsmálaráðherra stendur sig best í. Annað en í starfinu sínu.

Útlit og pakkningar skipta meira máli en innihald fyrir suma. Það er í rauninni ekki skrítið að við verðum sífellt fyrir vonbrigðum þegar pakkinn er svo opnaður eftir kosningar.

Hagsmunagæsla fyrir almenning

Já, samkvæmt sannfæringu sinni.

Að þykjast standa fyrir lýðræði en í raun snýst það um frama þeirra og launaöryggi. Allir telja sig ómissandi og sinna lýðræði þjóðarinnar en augljóslega miðað við efnd kosningarloforð að svo er ekki.

Eflaust hefur það verið sannfæring einhverra þingmanna í gegnum tíðina að starfa þannig. Ég leyfi mér að fullyrða að það eigi ekki við alla. Eftir sem áður er það sannfæring þingmanna sem ræður.

Að vinna að hagsmunum íslenskra ríkisborgara.

Það eru fleiri sem búa á Íslandi en íslenskir ríkisborgarar.

Að starfa að heilindum með þjóðarhag að leiðarljósi.

Ætti að vera sjálfsagt.

Að sjá til þess að glæpamenn eins og Bjarni Ben svelti almenning og auðgast á vinnuafli þeirra sem erfðu ekki milljarða. Reyna að passa upp á almenning með að fræða hann og refsa ofbeldismönnum.

Á Alþingi setjum við lög, mótum stefnu og sinnum eftirliti með framkvæmdavaldinu. Framkvæmdavaldið sér um löggæslu og dómsvalið um úrskurði um glæpi.

Það hefur aðallega snúist um að sinna sinni ímyndarpólitík. Virðingarleysi fyrir skattfé almennings er algert.

Ég veit að margir þingmenn eru sammála þessari fullyrðingu. Einnig að margir eru ekki sammála. Það er bara eins og það gengur og gerist. Báðir geta haft rétt fyrir sér í því.

Vinna að hag fólksins í landinu en ekki TEFJA ALLT.

Úff, já. Að sama skapi er heldur ekki gott þegar það er verið að troða öllu í gegn.

að fara yfir skjöl og rökræða og komast að lægsta mögulega nefnara

Við getum vonandi gert betur en lægsta samnefnara. Fúll á móti á ekki að ráða.

Tala um vandamál en taka 30 ár að gera einhvað í því

Við verðum að gera betur en það.

Að vinna,vinna,vinna, ötullega að því að finna stefnumálum brautargengi. Að taka fullan þátt í því starfi sem unnið er. Gera sitt allra besta, virða skoðanir og aðferðir. Vera tilbúin í “baráttuna” þegar það á við. Annars bara vinna, vinna, vinna að stefnumálum Pírata og hafa grunnstefnuna að leiðarljósi í öllum málum. Sitja í nefndum, lesa og lesa reglugerðir og skjöl, ræða málin, ferrðalag í héröð og síðan örugglega fullt fleira sem ég veit ekkert um.

Það væri frábært ef fleiri væru að vinna að stefnumálum Pírata auðvitað. Þannig að ég er bara hjartanlega sammála þessu.

2023

Frelsið til þess að svindla á öðrum

Í lok ágúst birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun sína eftir rannsókn á brotum Samskipa á samkeppnislögum. Niðurstaðan var 4,2 milljarða króna sekt vegna víðtæ...

Lagar stofnun lög?

Sitt sýnist hverjum um umsækjendur um alþjóðlega vernd en ég held að við getum öll verið sammála um að lögin þurfa að vera skýr og mannréttindi þurfa að vera...

Að tala af skynsemi

Hvernig veit ég hvort það sem ég segi er skynsamt eða ekki? Það sem er ennþá erfiðara, hvernig veit ég að það sem þú segir er skynsamt eða ekki? Þetta er spu...

Spennandi tímar í stjórnmálum

Það er enn júlí og merkilegt nokk þá er engin gúrkutíð í stjórnmálum landsins eins og venjulega. Það eru herkvaðningar á hægri vængnum og stórkostlega miklar...

Að skipta um þjóð?

Nýlega er haft eftir Eyjólfi Ármannsyni, þingmanni flokks fólksins, að verið sé að „skipta um þjóð í landinu”. Þetta bergmálar skoðanir sem hafa birst í Morg...

Lindarhvoll … Hvað er málið?

Í síðustu viku var greinargerð setts ríkisendurskoðanda birt. Í kjölfarið tók varnarkórinn við sér og sagði að ekkert nýtt hefði komið fram, að birtingin sta...

Skilgreiningin á geðveiki

Fræg setning, oft tileinkuð Albert Einstein, segir að skilgreiningin á geðveiki sé að reyna að gera það sama aftur og aftur og búast við öðrum niðurstöðum í ...

Sanngjarn skattur?

Hvað er fjármagnstekjuskattur? Er það sanngjarn skattur? Einfalda svarið er að fjármagnstekjuskattur er skattur sem er innheimtur af hluta tekna þeirra sem þ...

Vopnvæðum öryggi?

Á undanförnum 4 árum hefur lögreglan keypt varnarbúnað fyrir 230 milljónir króna samkvæmt opnirreikningar.is. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur 112 mil...

Virkar lýðræðið?

Flest mætum við reglulega í kjörklefann og setjum kross við einn flokk eða annan. Í einhverjum tilfellum setjum við kross eða tölu við nafn á einhverjum eins...

Til hvers?

Spurningin er einföld. Til hvers er þessi ríkisstjórn? Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki svarið við þessari spurningu þó ég hafi ýmsar tilgátur. En mér f...

Þögn. Myrkur. Þögn

Aðfararnótt 30. júní fyrir rétt tæplega þremur árum var atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpinu var hafna...

Að selja björgun

Í upphafi árs datt dómsmálaráðherra allt í einu í hug að það væri hægt að leysa fjárhagsvanda Landhelgisgæslunnar með því að selja einu flugvélina sem getur ...

Vantraust

Vantraust er erfitt. Efi umlykur allt og hverju skrefi fram á við fylgja óteljandi skref í allar aðrar áttir til þess að fólk geti fullvissað sig um að ekker...

Stuð. Stuð. Stuð.

Hver man eftir því þegar lögreglan gekk inn í hóp mótmælenda með piparúða og kylfum til þess að dreifa mótmælendum? 10 voru handteknir og 4 voru fluttir á sj...

Blindur leiðir haltan

Hið öfugsnúna orðatiltæki, að blindur leiði haltan, lýsir ríkisstjórnarsamstarfinu í dag ansi vel. Það er sama hvar er litið. Í útlendingamálinu sjá þau ekki...

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hættir fjórði hver hjúkrunarfræðingur störfum innan fimm ára og er ein helsta ástæðan launakjörin. Starfsumhverfi...

Kurteisisleg blótsyrði

Á sama tíma og fólk er skammað fyrir að nota ókurteis orð er verið að dæla dæla peningum í “kurteisislega” orðaðan áróður. Heimildin hefur upplýst að Norðurá...

Vitum við hvað öryggi kostar?

Það gerðist dálítið mjög merkilegt um daginn. Við fengum sjaldgæfa innsýn í innra starf ráðuneyta og stofnanna þegar ráðherra uppljóstraði um svo mikinn niðu...

Lagabrotastarfsemi

Í frétt mbl.is frá 18. janúar í fyrra er greint frá því hvernig eftirlitsstofnun EFTA taldi íslenska ríkið brotlegt við átta greinar EES-samningsins “um mat ...

Forsætisráðherra gat ekki svarað …

Í síðustu viku var haldið vetrarþing Evrópuráðsþingsins (Council of Europe), sem má ekki rugla saman við Leiðtogaráð Evrópusambandsins (European council). Í ...

Skipun án auglýsingar

Í síðustu viku var enn einn embættismaður skipuður í stöðu án auglýsingar. Í samantekt forsætisráðuneytisins sem mbl.is fjallaði um í október á síðasta ári k...

Tölum um réttindi

Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er einfaldlega sagt að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til: “kynferðis, trúarbrag...

Biðin endalausa, 2023 útgáfan

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu fo...

Tvöþúsundtuttuguogtvö

Góðan dag kæri lesandi og takk fyrir árið sem er að líða. Að minnsta kosti það jákvæða sem gerðist á árinu. Allt hitt má bara eiga sig. Innrásin í Bandaríska...

Efst upp ↑

2022

Að meina það sem þú segir

Tungumál er flókið fyrirbæri til samskipta. Fólk getur svarað á kaldhæðinn, ljóðrænan, háleitan og beinskeittann hátt - og á svo marga aðra vegu að ómögulegt...

4 milljarðar á ári fyrir kirkjujarðir

Árið 1997 var gerður samningur milli ríkisins og íslensku þjóðkirkjunnar um yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum í staðinn fyrir að greiða laun presta. Það er tv...

Í ósamstæðum skóm

Oft er sagt – og sérstaklega í stjórnmálum – að við verðum öll að gera málamiðlanir. Það er í sjálfu sér alveg dagsatt, en það er hins vegar ekki algilt. Það...

Lýðræðisveisla hinna útvöldu.

“Við erum með bestu hugmyndirnar” sagði Guðlaugur Þór þegar hann kynnti framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins sem fram fer “í stærstu lýðræðisveislu...

Þarf ný útlendingalög?

Í gær var rætt á þingi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þar er “vandinn” lagður upp sem svo að “fjölgun umsókna undanfarinn áratug sýnir hversu mikilvæg...

Velferðarríkið Ísland?

Stjórnvöld nota stór orð um velferð á Íslandi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er talað um sterka stöðu heimilanna, auknar ráðstöfunartekjur og áætlanir um...

Kjördæmavika

Í þessari viku hefur hlé verið gert á þingstörfum út af einhverju sem nefnist kjördæmavika. Þrátt fyrir að það sé nýbúið að kalla saman þing eftir um þriggja...

Lögmæt fyrirmæli

Í gær mælti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir einfaldri breytingu á lögreglulögum. Frumvarpið snýst um að bæta orðinu “lögmætum” við 19. grein laganna. Grein...

Píratar í áratug og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar fyrst þátt í alþingiskosningum á Íslandi og fengu rétt rúmlega...

Rangar skoðanir

Fyrir rúmri viku skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um óttann við „rangar skoðanir“ sem afleiðingu af svokallaðri „slaufunarmenningu”. Greinin ...

Að hlusta á vísindamenn

Nýlega sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að hann vildi hlusta á vísindamenn þegar kæmi að því að taka ákvörðun um það hvort byggja ætti flugvöll...

Að selja ríkiseign

Nú eru liðnir nákvæmlega fimm mánuðir frá því að fjármálaráðherra seldi aftur eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. 22. mars 2022 var 22,5% hlutur seldur í Ís...

Ábyrg verkalýðsbarátta

Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kja...

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður

Samkvæmt Hagstofunni stendur 12 mánaða vísitala neysluverðs nú í 9,9%. Helstu ástæðurnar eru nokkuð skýrar, það er hækkun á húsnæðismarkaði að undanförnu og ...

Áskorun haustsins

Nú styttist í að þing verði aftur kallað saman, hvort sem það verður aðeins fyrr vegna skýrslu ríkisendurskoðanda vegna sölu á hlutum í Íslandsbanka eða vegn...

50% tengdur, 25% raunverulegur

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hf fyrir 31 milljarð króna. Við það myndu fylgja 9.500 tonn af þorskkvóta, eða rétt rúmlega 5,...

Samgönguskattar

Nýlega kynnti innviðaráðherra áform um gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins ásamt “annarskonar gjaldtöku” þar sem eldsneytisgjald úreldis fyrr en síðar. Í s...

Gjör rétt. Ávallt.

Í síðustu viku uppgötvaðist að laun æðstu ráðamanna væru of há af því að röng vísitala hafði verið notuð til þess að reikna launahækkanir undanfarinna þriggj...

Stjórnmál málamiðlanna

Núverandi ríkisstjórn er mynduð til að slá nýjan tón milli hægri og vinstri með því að „spanna hið pólitíska litróf”. Þetta átti að gera með auknu samráði og...

Þarf þingið að vera svona?

Svo ég svari þessari spurningu eins og hinn versti pólitíkus, þá er svarið bæði já og nei. Það er nefnilega val. Á meðan núverandi meirihluti velur að haga p...

Laun, leiga, lífeyrir

Ráðstöfunartekjur flestra landsmanna minnkuðu í síðustu viku þegar fasteignamat hækkaði um 19,9% og hafði þannig áhrif á fasteignagjöld allra. Fasteignamati ...

Helvítisvist

Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem velur að vera hlutlaust á tímum siðferðislegra átaka. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjál...

Að gelta og gjamma

Hundalógík. Áróður. Hælbítar. Pólitík sem einkennist af því að gelta og gjamma.

Heiðarleg stjórnmál

Næstu helgi eru kosningar til sveitarstjórna út um allt land. Þar bjóða fram ýmsir flokkar og fólk með mismunandi hugmyndir og markmið fyrir næstu kjörtímabi...

Þetta er áróður!

Bjarni. Heldur þú að þú komist í alvörunni upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem á undan hefur gengið … Vafninginn. Sjóð 9. Borgun. Falson og ský...

Þjónn, það er ryk í augunum mínum

Ég held að flest séum við sammála um að spilling sé slæm, eitthvað sem við eigum að koma í veg fyrir. Við hljótum þá líka að geta sammælst um nauðsyn þess að...

Björninn unninn

Á dögunum birtist grein eftir Óla Björn Kárason í Morgunblaðinu um svokallaðar „málfundaæfingar í þingsal,” þar sem hann kvartaði undan því að þingmenn stjór...

Prestur prófar pólitík … og rökfræði.

Í nýlegum skoðanapistli fjallar Gunnar Jóhannesson, prestur Árborgarprestakalls, um trú mína og fullyrðir meðal annars að það þurfi trú til þess að segja að ...

Það eina sem skiptir máli.

“Stækkum kökuna!”, er algengur frasi hjá stjórnmálamönnum. Í kjölfarið fáum við yfirleitt alls konar útskýringar um það hvernig stærri kaka sé forsenda fyrir...

Þak yfir höfuðið.

Byggjum 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum, samkvæmt formanni Framsóknarflokksins í grein Morgunblaðsins þann 10. mars s.l. Sem ráðherra innviðamála hefði ég...

Að selja banka í stríði.

Það er mjög erfitt að einbeita sér að öðrum verkefnum þegar jafn stórir atburðir og stríð í Úkraínu skellur á. Eins aðkallandi og viðbrögð við stríðsástandi ...

Um hvað snýst þetta?

Þegar ég var að byrja í stjórnmálum kom að mér einn reyndur úr flokkspólitíkinni og útskýrði fyrir mér hvað það þýddi að “ramma inn umræðuna”. Að hann gæti “...

Að trúa þolendum.

Um daginn deildi ég grein með skilaboðunum “ég trúi þolendum”. Áhugaverðar umræður spruttu upp í kjölfarið á því sem gefur mér tilefni til þess að spyrja spu...

Hver fær kökuna

Fjármálaráðherra segir að hvergi á Norðurlöndunum sé betur gert og heimilin hafi aldrei haft það betra. En er það rétt?

Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar?

Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, … allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og h...

Útgerðin kostar þig 5000 kr.

Á hverju ári lætur Hafrannsóknarstofnun okkur vita hversu mikið er hægt að veiða af fiski úr sjónum í kringum landið. Á hverju ári fá skip hlutdeild af því m...

Plastplat

Í greinarröð Stundarinnar “plastið fundið” kemur í ljós að í júlí 2020 vissi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóð af plastplatinu mikla, hvernig íslenskt plast end...

Skeiðklukkur og ókurteisi

Það var í kosningasjónvarpinu á stöð tvö. Ég hafði aldrei verið í kosningasjónvarpi áður, bara horft á það og var nú í tilbúinn til þess að útskýra frábæra k...

Efst upp ↑

2021

Jólasveinninn er ekki til

Við vitum það öll. Foreldrar setja dót í skóinn hjá börnunum sínum. Jólasveinninn er ekki til en við þykjumst samt, vegna hátíðar, hefðar og barna. En hvers ...

Veistu að það er verið að svíkja loforð?

Í rúm 20 ár hafa stjórnvöld svikið loforðið aftur og aftur. Af og til verður það svo vandræðalegt að það þarf að bæta það upp sérstaklega. Það gerðist árið 1...

Embættismennirnir sem ráða öllu

Oft er sagt að embættismenn ráði öllu og pólitískir fulltrúar hafi engin áhrif. Það er dálítið merkilegt því oft er líka talað um hvernig ráðherra ræður öllu...

Öfgar sem við kunnum ekki á

Samfélagsumræðan hefur fjallað eilítið um öfgar undanfarna daga. Nánar tiltekið hvernig viðbrögð við ýmsum atburðum eru öfgafull, dómstóll götunnar hafi teki...

Tífaldur arður sjávarútvegs.

Nýr leiðari Kjarnans spyr spurningarinnar hvort það sé eðlilegt að sjávarútvegurinn borgi meira í arð en skatta. Já, vissulega getur það verið eðlilegt. En e...

Á morgun segir sá lati

Af öllum þeim málum sem krefjast athygli fyrir komandi kosningar (og er þar af mörgu að taka) stendur umræðan um heilbrigðiskerfið upp úr. Aðallega vegna þes...

Lykillinn að öllu

Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá,...

Elítustjórnmál

Það eru tvenns konar elítustjórnmál á Íslandi. Fyrri tegundin tengist peningum, völdum og virkar nánast eins og konungsveldi. Í þeim stjórnmálum er mikið um ...

Kosningastefna Pírata

Kosningastefna Pírata fyrir næsta kjörtímabil var samþykkt á dögunum. Stefnan er í 24. köflum:

Kosningastefna Pírata 2021 - Utanríkismál

Ísland hefur sterka rödd á alþjóðasviðinu. Við Píratar viljum nýta hana til að fara fram með góðu fordæmi. Ísland á að beita sér fyrir eflingu og verndun man...

Kosningastefna Pírata 2021 - Skaðaminnkun

Við eigum að koma fram við neytendur vímuefna sem manneskjur, ekki sem glæpamenn. Fólk með fíknivanda ber að nálgast af nærgætni, virðingu og með skaðaminnku...

Kosningastefna Pírata 2021 - Landbúnaður

Landbúnaður í heiminum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ylrækt og kjötrækt og vegna breyttra neysluvenja almennings í tengslum við græn umski...

Kosningastefna Pírata 2021 - Lífeyrissjóðir

Enginn á að þurfa að líða skort, allra síst á efri árum. Lífeyrissjóðirnir hafa gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en lífeyriskerfið okkar e...

Kosningastefna Pírata 2021 - Menntamál

Menntun er undirstaða framfara. Til að tryggja framfarir til framtíðar þarf menntakerfið að vera búið undir þær samfélagslegu breytingar sem fram undan eru. ...

Kosningastefna Pírata 2021 - Fjölmiðlar

Óháðir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í því að veita stjórnvöldum aðhald, miðla upplýsingum til almennings og veita vettvang fyrir upplýsta þjóðmálaumræðu. ...

Kosningastefna Pírata 2021 - Húsnæðismál

Öruggt húsaskjól er grunnþörf. Píratar telja að stjórnvöld eigi að beita sér af krafti í húsnæðismálum og sjá til þess að landsmenn hafi þak yfir höfuðið. Pí...

Kosningastefna Pírata 2021 - Orkumál

Við Píratar teljum að auðlindir Íslands og arður þeirra eigi að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýting orkuauðlinda á að vera sjálfbær, í samræmi við lög...

Kosningastefna Pírata 2021 - Fiskeldi

Fiskeldi er áhættusöm atvinnugrein sem getur haft neikvæð áhrif á vistkerfi, og þá sérstaklega í sjókvíaeldi. Gæta þarf sérstaklega að áhrifum fiskeldis á um...

Kosningastefna Pírata 2021 - Sjávarútvegur

Sjávarauðlindin er sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Enginn getur fengið fiskveiðiheimildir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanle...

Breytingar eru eðlilegar

Athygli vakti þegar Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, sagði að stjórnvöld hefðu brugðist þjóðinni tvívegis. Nú e...

Hæ, laun þingmanna hérna.

Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftu...

Dýrari spítali

Í vikunni birtist frétt um 16 milljarða viðbótarkostnað vegna nýja landspítalans (NLSH). Þar er vitnað í framkvæmdastjóra NLSH sem segir að skýringin sé auki...

Síðasti dansinn?

Sögurnar um dans forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru sögur sem má ekki segja. Þær eru mjög vandræðalegar og það væri óviðeigandi að vísa í þær sem táknm...

Ráðleggingar OECD í efnahagsmálum

Það er áhugavert að skoða ráðleggingar OECD þar sem þaðan kemur ákveðið sjónarhorn sem er með stærra samhengi en oft er fjallað um hérna heima. Nokkurs konar...

Göng? Engin göng?

Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefð ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að ...

Gamlir ósiðir sem við verðum að hafna

“Jón var að stríða mér!”, segir Gunna. “Gunna tók af mér bílinn!”, segir Jón. Við könnumst flest við að krakkar á ákveðnum aldri klagi allt á milli himins og...

Að loknum þinglokum

Ég veit, það nennir enginn langlokum um þingið eftir hin venjulega vesen og sýndarmennsku sem viðgengst alla jafna í þinglokum. Formúlan er kunnugleg: Málþóf...

Tvenns konar stjórnmál

Pólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum.Vandinn er að við vitum fyrirfram ekki hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsý...

Í góðri trú?

Ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu er lykilatriði þegar kemur að trausti almennings. Þetta segir skýrsla sem ríkisstjórnin lét gera í upphafi kjörtímabilsins. V...

Frí í dag!

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku því fá eftir þessum aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru jóladagur og annar í jó...

Hertar aðgerðir á landamærunum

Í lok janúar voru samþykkt lög um að ríkisstjórnin gæti vísað ferðamönnum í sóttvarnahús ef ferðamaður gæti ekki fylgt lögum og reglum um sóttkví eða einangr...

Takmarkanir á landamærum?

Í dag kynnti ríkisstjórnin nýjar takmarkanir á landamærunum. Þar á að leggja bann við ferðalögum eða skyldudvöl í sóttvarnahúsi frá hááhættusvæðum (1.000 smi...

Ásættanlegur árangur?

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hófust fyrir rúmu ári. Skilaboðin voru einföld: Brugðist verður við eftir þörfum. Ríkisfjármálunum verður beitt a...

Uppstillt lýðræði

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun f...

Siðareglur eða reglur til að siða?

Sitt sýnist hverjum um hvort þörf sé á siðareglum. Skoðanir á slíkum reglum ná allt frá því að þær séu taldar vera algjört bull yfir í óþarfa vesen, ágætis v...

Stefnuleysi stjórnvalda

“Alþingi hefur því nýlokið afgreiðslu á ítarlegri umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála” stendur í fjármálaáætlun stjórnvalda – Nei, bara alls ekki. E...

Réttlætanlegt veðmál?

Segjum það bara eins og það er, ákvörðun stjórnvalda um að auðvelda ferðamönnum að koma til landsins þann 1. maí er veðmál. Þar er veðjað upp á afkomu ríkiss...

Hvað gera þingmenn?

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað fólk telur að þingstarfið sé. Ég hafði sjálfur ýmsar hugmyndir um í hverju það starf fælist áður en ...

Verkefni næstu ára

Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur hundruð milljörðum hefur verið bætt í hagkerfið til þess að koma til móts við ef...

Litið yfir farinn veg

Frá því að ég tók sæti á þingi hef ég lagt fram fjölda mála, nokkur oftar en einu sinni af því að málið var ekki klárað eða fyrirspurn ekki svarað. Í heildin...

Við búum í búri

Þegar ég var ungur sá ég apa í búri. Mér fundust aparnir mjög merkilegir og fylgdist dáleiddur með því hvernig aparnir sveifluðu sér fram og til baka og léku...

Kerfislægur vandi fjölmiðla?

Í leiðara Kjarnans frá 19. febrúar síðastliðnum, “Viljið þið að upplýsingafulltrúar og spunameistarar segi ykkur fréttir?” fer Þórður Snær Júlíusson yfir stö...

Orðræða um innflytjendur

Í gær var umræða um málefni innflytjenda. Einfalt mál um starfsemi fjölmenningarseturs. Án þess að fara nánar í þá umræðu sem þar fór fram þá er eitt sem þar...

Að þekkja muninn

Um helgina slapp Trump naumlega við að vera dæmdur sekur um að hvetja til uppreisnar. 57 töldu hann sekann en 43 ekki. Einungis hefði þurft að snúa tíu atkvæ...

Auðlindir í þjóðareign.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er bætt við auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í því frumvarpi er kveðið á um “fullt gjald til hóflegs tíma í senn” fyrir leyfi til ha...

Uppstillt lýðræði.

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun f...

Hvað er þetta með þessi þingmannalaun?

Laun þingmanna og ráðherra hafa lengi verið vesen. Laun þeirra virðast hækka oft úr öllum takti við almenna launarþróun. Þar að auki voru þingmenn og ráðherr...

Framboðstilkynning

Ég, Björn Leví Gunnarsson, býð fram krafta mína og reynslu í prófkjöri Pírata fyrir komandi alþingiskosningar 2021 í Reykjavík.

Efst upp ↑

2020

Skiljanlegt ofbeldi?

Hvernig myndir þú bregðast við ef lögreglan myrti reglulega vini þína, kunningja, félaga eða fólk sem þú samsamar þig við? Myndir þú bregðast við með mótmælu...

Topp maður - flopp stjórnmálamaður

“Topp maður”, var athugasemd á samfélagsmiðlum undir frétt af sóttvarnabroti fjármálaráðherra. Þetta er mjög merkileg fullyrðing í samhengi þeirra atburða se...

Pólitík Pírata

Í umræðum um fjármálaáætlun í gær setti Brynjar Níelsson sig í spor kjósanda Pírata og sagðist ekki skilja pólitík okkar. Hver pólitísk stefna Pírata væri e...

Heilbrigð höfnun

Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka mál...

Tveggja stóla tal

Þú sérð auglýsingu um draumastarfið þitt í blaðinu. Starfið sem þú ert búin að búa þig undir í mörg ár. Staða dómara við Landsrétt! Þú sækir um og ert alveg ...

Loksins niðurstaða í Landsréttarmálinu

Kjörtímabilið 2016 - 2017 var viðburðarríkt. Landsréttarmálið, uppreist æra barnaníðinga, ríkisstjórnarslit og kosningar með minnsta mögulega fyrirvara eftir...

Er verið að fela aðhaldskröfu?

Nýlega var vakin athygli á fjárhagslegri stöðu mála hjá Landspítalanum. Spítalinn sæi fram á rúmlega fjögurra milljarða króna aðhaldskröfu á næsta ári. Þingm...

Sjálfbærni er framtíðin

Haldin var sérstök umræða á þinginu í gær. Við Sara Elísa Þórðardóttir pældum aðeins í því máli og Sara flutti ræðunar í umræðunni.

Umhverfi okkar allra

26% af öllu snjólausu landi í heiminum er notað sem beitiland. 33% af öllu ræktarlandi er notað til þess að fóðra dýr. Staðan eins og hún er í dag er ekki sj...

Von og vald

Ég bjó á Vonarstræti þegar ég var í Bandaríkjunum (BNA). Ég var þar þegar Obama var kosinn og sá hvaða von fólk bar til þess sem hann hafði fram að bjóða. Ég...

Eru sóttvarnaraðgerðir rökstuddar?

Þetta er ástæðan fyrir því að við kölluðum eftir því að ákvarðanir stjórnvalda væru skoðaðar nánar. Spurningin verður alltaf að vera hvort aðgerðirnar sem gr...

Öfgar og falsfréttir

Heimurinn á við mörg vandamál að stríða. Eitt þeirra eru öfgar, og að því er virðist meiri öfgar en áður. Það er hins vegar ekki rétt, maðurinn hefur oft lát...

Einstakt dæmi

Fyrir einungis rétt rúmum mánuði stóð til að vísa burt fjölskyldu sem kom hingað frá Egyptalandi. Fjölskyldan fékk að lokum dvalarleyfi af mannúðarástæðum sa...

Kakan er lygi

Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einf...

Hefðir, stöðunun og íhald

Alþingi er gömul stofnun. Elsta starfandi þing heims. Það er virðingarstaða sem við eigum að vera stolt af og fara vel með. Í því felst þó ákveðin áhættuþátt...

Við erum Píratar

Borgararéttindi, lýðræði, gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun, upplýsingafrelsi, tjáningafrelsi.

Málefnalegar umræður

Ég spurði sveitarstjórnarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum um stefnu stjórnvalda í sveitarstjórnarmálum. Ráðherra svaraði með því að kalla eftir málefnaleg...

Getum við gert betur?

Getum við gert betur? Við öll? Ég myndi halda að augljósa svarið sé já. Ekkert er svo fullkomið að það endist að eilífu. Við getum alltaf gert betur, eða að ...

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Heilbrigðisráðherra skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem hún birtir einnig á FB síðu sinni. Þar er farið yfir þróun fjárheimilda til heilbrigðiskerfisins...

Betri samskipti við almenning?

Í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnvöld setja sér stefnu fyrir næstu fimm ár spurði ég forsætisráðherra eftirfarandi spurningar:

Handahófskenndar aðgerðir

Ríkisstjórnin lagði fram áætlun sína út úr Kófinu í gær. Áætlun sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja fram í vor en frestaði. Það verður að segjast eins og er a...

Danski þjónninn

Allir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eftir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veitingastað. Einn gestanna fanns...

Samkomutakmarkanir - Hver er kostnaðurinn?

Þann 27. janúar síðastliðinn var lýst yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar á Íslandi. 30. janúar var lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins...

Réttlát reiði

Síðastliðinn miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna “réttlátu” sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð ...

Ertu Icelandairingur?

Hvað er að vera Íslendingur? Þarftu að geta rakið ættir þínar til landnema? Þarftu að kunna íslensku? Þarftu að búa á Íslandi eða vera ríkisborgari? Tárast y...

Er ríkisábyrgð æðisleg?

“Verkefnið okkar er fyrir mér það að finna einföldustu og skilvirkustu leiðina”, sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé í umræðum um ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Þ...

Þeir sem eiga, mega

Hugmyndafræði íhaldsins er dauðadómur fyrir framtíðina. Það er markmið íhaldsins að gera sem minnst, breyta eins litlu og hægt er og lifa helst í fortíðinni....

Umboð þjóðar ef það hentar mér.

Á Íslandi höldum við kosningar á fjögurra ára fresti. Þá keppast stjórnmálasamtök um atkvæði kjósenda með því að leggja línurnar fyrir næstu fjögur árin. Þan...

Ráðherrar eiga enga vini

Vinkvennahittingur er einna helst í fréttum þessa dagana. Það væri alla jafna ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ein vinkvennanna er ráðherra. Það ei...

Dagleg spilling

Úr grein Stundarinnar: Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo ge...

Engar mútur

Engar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðslurnar sem voru greiddar bein...

Klassísk strámannspólitík

Árið 2012 birtist Kastljósþáttur sem fjallaði um meinta undirverðlagningu Samherja. Umfjöllunin, húsleit og rannsókn byggði td. á gögnum sem komu frá Verðlag...

Heimilisbókhald ríkisstjórnarinnar í Covid

Í speglinum þann 10. ágúst var spurt hvort verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar svarar þeirri spurningu á ...

Fleiri afsakanir

Í grein hjá Vísi er vitnað í dómsmálaráðherra: “Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera...

Ósjálfbær stöðugleiki

Í leiðara Kjarnans þann 6. ágúst fjallar Þórður Snær Júlíusson um að nú sé komið að pólitíkinni. Þar vísar hann í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um ...

Fyrst náðu þau hinum, svo mér

Í síðasta pistli skrifaði ég um ósvífni pólitísks rétttrúnaðar, hvernig öfgar hafa þróast í sitt hvora áttina frá upprunalegu markmiði. Annars vegar í þá átt...

Listin að ljúga

Ein uppáhalds greinin mín í stjórnarskránni er 48. greinin. Þar segir að “alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur fr...

Ósvífni pólitísks rétttrúnaðar

Við glímum við ósvífni sem hefur aukist með hverju árinu sem líður. Upprunann má rekja til pólítísks rétttrúnaðar (e. political correctness / PCismi) sem Joh...

Má segja fólki að fokka sér

Við eigum að vera kurteis við hvort annað. Ákveðin háttsemi og gestrisni er til dæmis umfjöllunarefni margra kvæða í Hávamálum. Þar er talað um að góður orðs...

Refsing vegna fíknar

Johann Hari lýsir rót fíknar þannig að hún spretti ekki frá því að fólk sprauti í sig efnum eða innbyrði. Hún spretti miklu fremur úr sársaukanum sem fólk up...

Átak í lýðræði

Í gær frumsýndu samtök kvenna um nýju stjórnarskránna fræðslumyndband um nýju stjórnarskránna, ferlið á bakvið hana, hvar hún stoppaði og til að minna þingme...

Leikjafræði þingloka

Hvað gerist rétt áður en þing fer í frí? Af hverju er oft málþóf á þeim tíma? Í grunnatriðum er það vegna þess að flokkar sem mynda meirihluta vilja ekki að ...

Án tillits til skoðana

“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags...

Vitlaust Alþingi

Á Alþingi er allt vitlaust, á fleiri vegu en einn, og Ísland er verra vegna þess. Nóg hefur samt verið talað um vitleysuna sem fólk lætur út úr sér þar og mi...

Nei, nei og aftur nei

Liðin vika í þinginu var stórmerkileg. Þar voru samþykkt lög um uppsagnir þar sem ríkið hjálpar fyrirtækjum að segja upp fólki og halda því í vinnu á launum ...

Nú er tíminn

Undanfarna mánuði hafa komið hinir ýmsu björgunarpakkar frá stjórnvöldum og er von á einum enn á næstu dögum. Markmið pakkanna hefur aðallega verið að vernda...

Pakki númer 2, hvað gerðist?

Það er langt frá því að vera einfalt að fylgjast með því hvað er í gangi varðandi björgunarpakka stjórnvalda. Í fyrsta lagi koma stjórnvöld með ákveðnar till...

Lífeyrir og þingfararkaup

Það fór ekki fram hjá neinum að laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð þann 1. maí um 6,3% frá áramótum. Til þess að gæta allrar sanngirni þá hækkuðu launin ...

Einn litlir, tveir litlir, þrír litlir pakkar

Óvissan er mikil og hefur farið vaxandi eftir því sem á líður. Það má auðveldlega rökstyðja að hlutverk stjórnvalda sé að minnka eða helst eyða óvissu, þó ek...

Sporvagnavandamálið og faraldurinn

Margir kannast við sporvagnavandamálið þar sem þú ert vagnstjóri sem hefur þá tvo möguleika að beygja á sporin til hægri þar sem hópur fólks stendur á teinun...

Sjálfstæðir dómarar

Eruð þið nokkuð búin að gleyma Landsrétti? Þið vitið, nýja millidómstiginu okkar sem var mörg ár í undirbúningi og fyrrverandi dómsmálaráðherra klúðraði á l...

Dagurinn í dag

Í dag er fjarfundadagur á Alþingi. Líka á morgun. Umfjöllunarefnið er fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið sé 140 millj...

Stjórnarandstöðufræði

Fræðin um stjórnarandstöðu segja: “Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst ...

Þú verður að vera í skóm í vinnunni

Einu sinni var skýrslu um skattaundanskot Íslendinga í gegnum skattaskjól stungið undir stól. Það var meira að segja rétt fyrir kosningar vegna skattaundansk...

Að hefjast handa

“Nú er kominn tími til þess að hefjast handa” voru skilaboðin sem ríkisstjórnarflokkur fékk á fundarferð sinni í kringum landið. Núna, þegar rétt rúmt ár er ...

Efst upp ↑

2019

Efst upp ↑

2016

Hættum að vera meðvirk með misnotkun á valdi

Formaður dómarafélags Íslands fjallaði í fjölmiðlum í gær um niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu. Þar sagði hann að vandinn er þegar, með leyfi forseta “s...

Efst upp ↑