Hin klassíska vörn: Efnisleg umræða um þriðja orkupakkann

Rökvillur eru stór hluti af stjórnmálaumræðu. Nýlega hafa komið fram nokkrar slíkar í umræðunni um 3OP. Ásakanir um persónuárásir hafa flakkað. Ásakanir um að mótaðilinn hafi “engin önnur rök …” en eitthvað smávægilegt. Dæmi um það er að það voru engin önnur rök en að mótherjar mættu ekki á fundi. Annað dæmi um það er að þriðji orkupakkinn hafi lítil sem engin áhrif á Ísland. Enn annað dæmi er að mótmælendur pakkans höfðu sjálfir tækifæri til þess að hafna pakkanum á fyrri stigum málsins.

Merkilega mörg þessi “engin önnur rök”. En það er samt rétt, þetta eru smávægileg rök og skipta engu máli. Sem betur fer eru til fullt af öðrum rökum í málinu sem hafa oft komið fram en sá sem færir fram “engin önnur rök …” kýs bara að hunsa og láta eins og þau hafi aldrei verið sögð. Rökvillurnar eru fleiri en síðasta sem ég ætla að nefna er “að vilja ekki ræða efnið”. Þessi rökvilla er af sama meiði og “engin önnur rök” og byggir yfirleitt á því að sá sem færir fram þá rökvillu treystir því að fólk vilji ekki kynna sér málflutning mótaðila síns. Kannski kannast einhver við þetta sem nákvæmlega sama málflutning og Bjarni Ben var með þegar það átti að ræða ákvörðun hans um að “geyma” skattaskjólsskýrsluna fram yfir kosningar, ákvörðun sem ég tel varða ráðherraábyrgð. Að sjálfsögðu fannst honum voðalega óþægilegt að tala um það og vildi því frekar tala um eitthvað annað. En, þegar þessari rökvillu er slengt fram er auðvitað til fullt af öðrum rökum og auðvitað er fólk í raun og veru að ræða efnið. Rosalega margir eru búnir að vera að því undanfarnar vikur meira að segja. Látum vera að reyna að vísa í allar þær umræður og gerum nákvæmlega það sem beðið er um, að ræða efnið.

Tillagan um þriðja orkupakkann sem um ræðir er að finna hér. Þar er að finna tengla í 8 skjöl, 4 reglugerðir, tvær tilskipanir og tvær ákvarðanir framkvæmdastjórnar. Í þessari umfjöllun þarf ekki að fjalla um þau skjöl sem snúa að jarðgasi af því að Ísland er undanþegið þeim gerðum. Eftir standa 3 reglugerðir og ein tilskipun. Þær eru:

Ég ætla því að fjalla um efni þessara reglugerða og tilskipunar í fjórum köflum hér fyrir neðan. Sú umfjöllun er löng og með mörgum tilvitnunum í reglurgerðirnar og tilskipunina. Ég fer yfir þau atriði sem mér finnst vera áhugaverð, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Atriði sem varpa ljósi á heildarmynd orkupakkans og atriði sem vonandi upplýsa fólk eitthvað um hvað þetta mál snýst í raun og veru.

1. kafli: Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði

Tilgangur samstarfsstofnunarinnar (ACER - ESA gagnvart EES löndunum) er að aðstoða eftirlitsyfirvöld, um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku, við að framkvæma á vettvangi ESB eftirlitsverkefni sem sinnt er í aðildarríkjum og samræma aðgerðir eftirlitsstofnanna. Í fjórðu grein reglugerðarinnar er fjallað um þær tegundir aðgerða sem stofnunin sinnir:

Stofnunin skal:

  • a) gefa út álit (e. opinions) og tilmæli (e. recommendations) sem beint er til flutningskerfisstjóra,
  • b) gefa út álit og tilmæli sem beint er til eftirlitsyfirvalda,
  • c) gefa út álit og tilmæli sem beint er til Evrópuþingsins, ráðsins eða framkvæmdastjórnarinnar,
  • d) taka einstakar ákvarðanir (e. decisions) um sérstök tilvik (e. specific cases) sem um getur í 7., 8. og 9. gr.
  • e) leggja fyrir framkvæmdastjórnina rammaviðmiðunarreglur sem eru ekki bindandi (rammaviðmiðunarreglur) í samræmi við 6. gr. 714/2009 um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri.

Aðgerðir stofunarinnar eru því nánar útlistaðar í 7., 8. og 9. gr. reglugerðar um samstarfsstofnunina og í 6. gr. reglugerðar um aðgang að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri. Þær greinar eru:

1.1 kafli: 7. grein - Verkefni að því er varðar landsbundin eftirlitsyfirvöld

Í fyrstu málsgrein kemur fram að “Stofnunin skal samþykkja einstakar ákvarðanir um tæknileg málefni”. Í þriðju grein er stofnuninni gert að setja ramma um samvinnu landsbundinna eftirlitsyfirvalda og taka tillit til afraksturs slíkrar samvinnu við framsetningu eigin álits, tilmæla eða ákvarðana. Í sjöundu málsgrein er fjallað um að stofnunin þurfi að ákveða skilmála eða skilyrði fyrir aðgangi að og rekstraröryggi grunnvirkis fyrir raforku sem tengir amk. tvö aðildarríki. Fjallað er um það í 8. gr. hvernig stofnunin ákveður þá skilmála og skilyrði.

1.2 kafli: 8. grein - Verkefni sem varða skilmála og skilyrði fyrir aðgangi að og rekstraröryggi grunnvirkis yfir landamæri

Stofnunin tekur ákvörðun í málum sem varða reglusetningu, falla innan valdheimilda landsbundinna eftirlitsyfirvalda, og innihalda skilyrði og skilmála um aðgang og rekstraröryggi EF landsbundin eftirlitsyfirvöld hafa ekki komist að samkomulagi um málið innan sex mánaða eða ef öll landsbundin eftirlitsyfirvöld biðja um ákvörðun saman. Hægt er að biðja um 6 mánaða frest til þess að komast að samkomulagi meira að segja.

Þeir skilmálar og skilyrði fyrir aðgangi að grunnvirkjum yfir landamæri skulu taka til (e. shall include):

  • a) verklagsreglu fyrir úthlutun flutningsgetu,
  • b) tímamarka úthlutunar,
  • c) hlutdeildar í tekjum vegna kerfisangar og
  • d) álagningu gjalda á notendur grunnvirkis sem um getur í d. lið 1. mgr. 17. gr. 714/2009. (ef gjöld eru tekin af notendum samtengils)

Hérna er mikilvægt að minnast á orðin “grunnvirkis yfir landamæri”. Vald stofnunarinnar um álit, tilmæli eða ákvarðanir snýst eingöngu um grunnvirki yfir landamæri. Í álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más er fjallað um valdaframsal til ESA (ekki ACER, þó leitt sé líkum að því að ESA muni bara fara eftir ákvörðun ACER í málinu) í þessari 8. grein. og spurt hvort valdaframsalið til ESA er vel afmarkað og skilgreint. Hér er farið í þýðingu á orðunum “shall include” og sagt að það útiloki ekki fleiri atriði og sé valdaframsalið því ekki vel afmarkað og skilgreint þar sem hægt væri að bæta við fleiri atriðum í listann um skilmála og skilyrði. Þegar það á við í ensku er hins vegar venjulega sagt “shall include but not limited to”. Ekki trúa mér, trúið dönum. Reglugerðin á dönsku notar orðið “omfatter” og orðið “og” . Það þýðir tæmandi listi. Sama í sænsku, “inbegripa” og “og” . Lykilorðið þarna er þetta “og”. Ef það mætti taka tillit til fleiri atriða með danska orðalaginu þá væri það yfirleitt skrifað “omfatter bl.a”. Miðað við þetta er listinn vel afmarkaður og skilgreindur og þar af leiðandi valdaframsalið líka.

En, þetta er valdaframsal? Já. Um að það eigi að vera til verklagsreglur um úthlutun. Að það eigi að vera skýrt hver tímamörk aðgengis séu. Að það sé skýrt hvernig tekjur skiptast ef það verður kerfisöng og hvernig álagning gjalda af notendum grunnvirkis yfir landamæri virkar. Við setjum þessar reglur. Þær þurfa bara að standast þær gæðakröfur sem settar eru fram í þessum reglugerðum og tilskipunum. Hversu mikið valdaframsal er það?

1.3 kafli: 9. grein - Önnur verkefni

Stofnunin getur samþykkt undanþágur þegar lagðir eru nýjir samtenglar, lagt fram álit um vottun og getur einnig fengið önnur verkefni sem innihalda ekki vald til ákvarðanatöku.

Í heildina verður ekki séð, af efni reglugerðarinnar, að þetta valdaframsal sem talað er um sé svona mikið mál.

1.4 kafli: Aðrar greinar reglugerðarinnar.

Aðrar greinar fjalla um samráð og gagnsæi, vöktun og skýrslugjöf, skipulag stjórnar, verkefni stjórnar, stjórn eftirlitsaðila, verkefni stjórnar eftirlitsaðila, framkvæmdastjóra, verkefni framkvæmdastjóra, kærunefnd, kærur, málshöfðun og fjárhagsákvæði. Það gæti vel verið að einhverjum finnist til dæmis nauðsynlegt að skoða “verkefni framkvæmdastjóra” til þess að sjá hvort það sé eitthvað hættulegt valdaákvæði þar. Ég sé ekkert slíkt en hvet fólk til þess að lesa það bara sjálft. Það er í 17. grein reglugerðarinnar. Það áhugaverðasta í þessum köflum eru kaflarnir um samráð og gagnsæi annars vegar og hins vegar um vöktun og skýrslugjöf. Sérstaklega þessar málsgreinar:

  • “2. Stofnunin skal sjá til þess að almenningur og hagsmunaaðilar fái hlutlausar, áreiðanlegar og aðgengilegar upplýsingar, einkum að því er varðar niðurstöður úr starfi hennar, eftir því sem við á.”
  • “1. Stofnunin skal, í nánu samstarfi við framkvæmdastjórnina, aðildarríkin og viðkomandi landsyfirvöld, þ.m.t. landsbundin eftirlitsyfirvöld og með fyrirvara um valdsvið samkeppnisyfirvalda, fylgjast með innri mörkuðum fyrir raforku og jarðgas, einkum smásöluverði á raforku og jarðgasi, aðgangi að netinu, þ.m.t. aðgangi rafmagns sem framleitt er úr endurnýjanlegum orkugjöfum, og reglufylgni við réttindi neytenda”

2. kafli: Skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri

Markmið þessarar reglugerðar er að “setja sanngjarnar reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri og auka þannig samkeppni á innri markaðinum með raforku að teknu tilliti til sérkenna landsbundinna markaða og svæðismarkaða. Þetta felur í sér að komið verði á fyrirkomulagi vegna jöfnunargreiðslna fyrir raforkuflæði yfir landamæri og að settar verði samræmdar meginreglur um gjöld vegna flutnings yfir landamæri og úthlutun tiltækrar flutningsgetu samtengilína milli landsbundinna flutningskerfa, og að auðvelda tilkomu vel starfandi og gagnsæs heildsölumarkaðar með miklu afhendingaröryggi raforku. Hún kveður á um fyrirkomulag til að samræma reglur um raforkuviðskipti yfir landamæri.”

Til þess að ná markmiðum þessarar reglugerðar er sett upp Evrópunet raforkuflutningskerfisstjóra sem setja reglur um það sem kveðið er á um í markmiðum reglugerðarinnar. Þar er talið upp:

  • Jöfnunargreiðslur yfir landamæri,
  • meginreglur um gjöld vegna flutnings yfir landamæri,
  • úthlutun tiltækrar flutningsgetu samtengilína,
  • heildsölumarkaður,
  • afhentingaröryggi.

Nánar er fjallað um kerfisreglurnar í 6. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar:

Kerfisreglurnar sem um getur í 1. og 2. mgr. skulu ná yfir eftirfarandi svið, að teknu tilliti til svæðisbundinna sérkenna, ef við á:

  • a) netöryggi og reglur um áreiðanleika, þ.m.t. reglur um tæknilega varaflutningsgetu til að tryggja rekstraröryggi netsins,
  • b) reglur um tengingu við net,
  • c) reglur um aðgang þriðja aðila,
  • d) reglur um gagnaskipti og uppgjör,
  • e) reglur um rekstrarsamhæfi,
  • f) verklagsreglur í neyðartilvikum,
  • g) úthlutun flutningsgetu og reglur til að bregðast við kerfisöng,
  • h) reglur um viðskipti í tengslum við tæknilega og rekstrarlega þjónustuveitingu varðandi netaðgang og kerfisjöfnun,
  • i) reglur um gagnsæi,
  • j) jöfnunarreglur, þ.m.t. reglur um varaafl sem tengjast netkerfi,
  • k) reglur varðandi samræmt gjaldskrármynstur, þ.m.t. staðsetningarmerki og reglur um jöfnunargreiðslur milli flutningskerfisstjóra og
  • l) orkunýtni að því er varðar raforkunet

Í 7. gr. er svo sérstaklega tekið fram að: “kerfisreglurnar skulu þróaðar vegna málefna sem varða net og ná yfir landamæri og markaðssamþættingu og skulu ekki hafa áhrif á rétt aðildarríkjanna til að koma á landsbundnum kerfisreglum sem hafa ekki áhrif á viðskipti yfir landamæri.”

Það helsta sem er að finna hérna eru atriðin um kerfisöng, eða þegar það vantar rafmagn einhversstaðar. Þá hjálpa aðrir sem eru með auka orku og fá greitt fyrir það skv. settum reglum. Slík hjálp getur aldrei búið til kerfisöng hjá þeim sem hjálpa því þá virkjast sjálfkrafa sömu reglur um aðstoð til þeirra. Með þessu er afhentingaröryggi tryggt í neyð, án þess að koma öðrum í vandræði, fyrir umsamda greiðslu ef slíkt tilvik kemur upp.

Í þessar reglugerð er líka fjallað um viðurlög og sektir framkvæmdastjórnar. Hvert aðildarríki getur sett sínar reglur og viðurlög fyrir brot á þessari reglugerð og framkvæmdastjórnin getur einnig sektað ef ófullnægjandi eða villandi upplýsingar berast henni í kjölfar skýrt afmarkaðrar beiðni til viðkomandi. Allar slíkar ákvarðanir er að sjálfsögðu hægt að fara með til dómstóla.

3. kafli: Afhending og birting gagna á raforkumörkuðum

Í þessari reglugerð er fjallað um miðlægan upplýsingavettvang, hvernig afhenta á gögn til þess vettvangs og hvernig á að birta þau. Þar eiga m.a. að koma fram upplýsingar um álag, spá um álag, framleiðslu, ótiltækileika, vikmörk, grunnvirki, flutningsgetu, ráðstafanir varðandi kerfisöng, jöfnun, verð og ýmislegt fleira. Ekkert nema gott um þessa reglugerð að segja.

4. kafli: Sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku

Í þessari tilskipun hiksta margir yfir áttunda lið inngangsorða (e. preamble) tilskipunarinnar sem segir: “Til að tryggja samkeppni og afhendingu rafmagns á sem samkeppnishæfustu verði skulu aðildarríkin og landsbundin eftirlitsyfirvöld auðvelda aðgengi nýrra afhendingaraðila raforku, með raforku frá mismunandi orkugjöfum, yfir landamæri og fyrir nýja söluaðila í orkuframleiðslu”. Þar hnjóta flestir yfir orðinu “skulu” þó það sé samhengi við orðið “auðvelda”.

Í fyrsta lagi er þetta ekki lagalega bindandi texti, hann setur upp markmið tilskipunarinnar sem er svo útfærð í texta tilskipaninnar sjálfrar. Þar kemur fram að aðildarríkin skulu gera það með því að setja aðgengilegar reglur um þessi mál sem mismuna ekki. Þetta er í raun and-einokunar yfirlýsing og hvati til nýsköpunar. Enda er markmið þessa orkupakka að reyna að brjóta upp þá einokun sem enn er til staðar í raforkukerfinu. Það þýðir ekki að neinn verði skyldaður til þess að byggja grunnvirki milli landa heldur, ef það er til staðar, að fylgja settum reglum í stað þess að hygla einum umfram annan.

Markmið þessarar tilskipunar er að setja “settar sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns, ásamt ákvæðum um neytendavernd, með það í huga að bæta og samþætta samkeppnismarkaði á sviði raforku í Bandalaginu. Settar eru reglur um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, opinn markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við útboð og leyfisveitingu og rekstur kerfa. Einnig er kveðið á um skyldur um alþjónustu og réttindi raforkuneytenda og samkeppniskröfur skýrðar”

Í þessari tilskipun er ýmislegt gagnlegt fyrir Íslendinga. Til dæmis skylda um alþjónustu, réttindi raforkuneytenda og bætt neytendavernd. Strax í 3. gr. tilskipunarinnar er fjallað um skyldu um opinbera þjónustu og neytendavernd: “Aðildarríkjunum ber að tryggja, á grunni skipulags stofnana sinna og með viðeigandi tilliti til nálægðarreglunnar, að raforkufyrirtæki séu rekin í samræmi við meginreglur þessarar tilskipunar, með fyrirvara um 2. mgr., til að koma á öruggum og umhverfislega sjálfbærum samkeppnismarkaði á sviði raforku, og að fyrrnefndum fyrirtækjum sé ekki mismunað að því er varðar réttindi eða skyldur” og “Aðildarríkjunum er heimilt, að teknu fullu tilliti til viðeigandi ákvæða sáttmálans, einkum 86. gr. hans, að skylda fyrirtæki sem starfa á sviði raforku að sinna opinberri þjónustu, í þágu almennra efnahagslegra hagsmuna, sem getur varðað öryggi, þ.m.t. afhendingaröryggi, reglufesta, gæði og verð afhendingar og umhverfisvernd, þ.m.t. orkunýtni, orka frá endurnýjanlegum orkugjöfum og loftslagsvernd. Slíkar skyldur skulu vera vel skilgreindar, gagnsæjar, án mismununar, sannprófanlegar og tryggja jafnan aðgang raforkufyrirtækja í Bandalaginu að landsbundnum neytendum”

Einhver rekur kannski augun í “samkeppnismarkað” og hringir viðvörunarbjöllum. Sá markaður er til nú þegar á Íslandi, ef eitthvað þá þarf að gera þann markað aðgengilegri fyrir neytendur en hann er nú þegar.

Í þessari skyldu til opinberrar þjónustu er einnig fjallað um alþjónustu til allra viðskiptavina sem kaupa til heimilisnota og mögulega lítilla fyrirtækja, með færri en 50 starfandi einstaklinga eða ársveltu sem er ekki meiri en 10 milljónir evra (eftir því sem aðildarríkin telja rétt). Þessi alþjónusta virkar nákvæmlega eins og í póstþjónustunni og fjallar um afhentingaröryggi og tengingar við dreifinet.

Í 4. mgr. 3. gr. segir: “Aðildarríkin skulu tryggja að allir viðskiptavinir eigi rétt á að birgir útvegi þeim raforku, eftir samkomulagi, óháð því í hvaða aðildarríki birgirinn er skráður, svo framarlega sem birgirinn fer eftir gildandi viðskipta- og jöfnunarreglum. Að því er það varðar skulu aðildarríki grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að stjórnsýslumeðferðir mismuni ekki afhendingarfyrirtækjum sem hafa þegar verið skráð í öðru aðildarríki”

Þetta þýðir ekki að neinn sé skyldaður til þess að byggja sæstreng til þess að koma til móts við einn viðskiptavin sem vill endilega kaupa kjarnorku frá Rúmeníu né heldur skyldar þetta kjarnorkuver í Rúmeníu til þess að bjóða orku til einstakra viðskiptavina með því að kaupa flutningsgetu í gegnum allt dreifikerfið inn á heimili einstaka viðskiptavinar.

Tilskipunin tryggir að neytendur geti skipt um birgja innan þriggja vikna og eiga einnig rétt á öllum notkunargögnum sem skipta máli.

í 6. gr. er fjallað um eflingu svæðisbundinnar samvinnu. Þar er sérstaklega fjallað um rafmagnseyjar, sem Ísland er. Þar segir: “auðvelda samþættingu einangraðra kerfa sem mynda rafmagnseyjar sem enn fyrirfinnast í Bandalaginu. Landsvæði sem falla undir slíka svæðisbundna samvinnu skulu fela í sér samvinnu á landfræðilegum svæðum sem skilgreind eru í samræmi við 3. mgr. 12. gr. reglugerðar (EB) nr. 714/2009.”.

Tólfta greinin í reglugerð 714/2009 fjallar einmitt um svæðissamstarf flutningskerfisstjóra. Þar kemur fram að þeir sem eru í svæðasamstarfi birti annað hvert ár fjárfestingaráætlun fyrir svæðið. Það væri einmitt í slíkri áætlun sem sæstrengur kæmi fram. Þegar allt kemur til alls þá væri það ákvörðun á þessum vettvangi sem myndi leiða til lagningar sæstrengs. Á þessum vettvangi eru fulltrúar Íslendinga og ákvörðun um lagningu gæti aldrei verið tekin einhliða af fulltrúum annara landa í þessari svæðisbundnu samvinnunefnd. Ísland væri alltaf með skilgreindar reglur um þau skilyrði sem fjallað er um í 2. kafla hér að ofan um kerfisreglur.

Að öðru leyti er fjallað um skilyrði þess að leggja sæstreng í 22. gr. tilskipunarinnar sem fjallar um þróun neta og heimildir til þess að taka ákvarðanir um fjárfestingu. Þar kemur fram að flutningskerfisstjórar leggji fram 10 ára netþróunaráætlun sem byggist á fyrirliggjandi og áætluðu framboði og eftirspurn. Þar er hægt að krefjast þess að farið sé í fjárfestingar, en einungis ef framkvæmdir sem áætlaðar eru fara ekki í framkvæmd innan þriggja ára frá áætluðum tíma. Hafi semsagt verið tekin ákvörðun í einhverju landi um fjárfestingu sem allir reiða sig á til þess að tryggja framleiðslu og afhentingu en ekki staðið við það, þá er hægt að krefjast þess að ráðist verði í framkvæmdina til þess að halda því öryggi sem 10 ára áætlunin gerði ráð fyrir. Það er einungis hægt að gera samt ef slík fjárfesting er enn viðeigandi á grundvelli nýjustu 10 ára netþróunaráætlunar. Engin framkvæmd fer inn í slíka áætlun nema með samþykki viðkomandi framkvæmdaraðila til að byrja með.

Þetta telur upp helstu atriðin í þessari tilskipun. Það eru kaflar um eftirlitsaðila, skipulags aðgangs að kerfinu, lokuð dreifikerfi, sundurgreiningu reikninga og ýmislegt annað áhugavert en ekkert sem hringir viðvörunarbjöllum. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að renna yfir þann texta sjálft, það er í raun tiltölulega fljótgert að skoða kaflaheitin, heiti greinanna og leita þannig að einhverju sem fólki finnst kannski áhugavert. Þá er hægt að lesa nánar efni hverrar greinar eða kafla fyrir sig. Þetta ætti hins vegar að duga fyrir efnislega umræðu um þennan orkupakka.

Megi nú aldrei aftur heyrast rökleysan “forðast að ræða efni málsins”. Ég kalla einfaldlega eftir nákvæmni í umræðunni í framhaldinu. Ef fólk hefur eitthvað við þennan pakka að athuga, þá vinsamlegast vísið í einstaka greinar og setjið fram túlkun ykkar á þeim texta. Þannig er hægt að nálgast ályktun út frá nákvæmum forsendum. Sem dæmi um það, sjá umfjöllunina hér að ofan um álit Friðriks Árna og Stefáns Más.

ATH. Vinsamlega ekki lesa neitt út úr þessari yfirferð um skoðun mína með eða á móti orkupakkanum. Málið er enn inni í nefnd þar sem verið er að safna umsögnum. Þar koma mögulega fram greiningar sem tvinna saman hin ýmsu atriði allra þessara reglugerða og tilskipana í einhverju nýju ljósi. Þessi yfirferð er eingöngu til þess ætluð að fjalla um eiginlegt efni pakkans og augljósar tengingar innan hinna mismunandi gerða í honum. Heildarsamhengið er langt frá því að vera augljóst þó allt virðist benda til ákveðinnar sviðsmyndar sem rímar vel við sambærileg dæmi úr öðrum EES innleiðingum sem þegar hafa verið teknar upp á Íslandi, til dæmis hvað varðar fyrirkomulag fjármálakerfis.

Ef þú, kæri lesandi, náðir alla leið á botninn þá óska ég þér til hamingju. Þetta tók um þrjá klukkutíma af lífi mínu að setja saman, ef ég tel ekki með þá undirbúningsvinnu sem ég var áður búinn að leggja í og þau skipti sem ég var áður búinn að lesa yfir allar reglugerðirnar og tilskipunina. Allt til þess að sýna fram á að það er verið að ræða efnið. Til þess að hrekja áskanair fólks sem mætir ekki á skipulagðan nefndarfund um málið með afsökunum sem standast ekki skoðun. Ég spyr þá bara á móti, hverjir eru í raun og veru að forðast efnislega umræðu?

Bestu kveðjur, Björn Leví Gunnarsson

2023

Blindur leiðir haltan

Hið öfugsnúna orðatiltæki, að blindur leiði haltan, lýsir ríkisstjórnarsamstarfinu í dag ansi vel. Það er sama hvar er litið. Í útlendingamálinu sjá þau ekki...

Heilbrigðiskerfi fyrir hverja?

Samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga hættir fjórði hver hjúkrunarfræðingur störfum innan fimm ára og er ein helsta ástæðan launakjörin. Starfsumhverfi...

Kurteisisleg blótsyrði

Á sama tíma og fólk er skammað fyrir að nota ókurteis orð er verið að dæla dæla peningum í “kurteisislega” orðaðan áróður. Heimildin hefur upplýst að Norðurá...

Vitum við hvað öryggi kostar?

Það gerðist dálítið mjög merkilegt um daginn. Við fengum sjaldgæfa innsýn í innra starf ráðuneyta og stofnanna þegar ráðherra uppljóstraði um svo mikinn niðu...

Lagabrotastarfsemi

Í frétt mbl.is frá 18. janúar í fyrra er greint frá því hvernig eftirlitsstofnun EFTA taldi íslenska ríkið brotlegt við átta greinar EES-samningsins “um mat ...

Forsætisráðherra gat ekki svarað …

Í síðustu viku var haldið vetrarþing Evrópuráðsþingsins (Council of Europe), sem má ekki rugla saman við Leiðtogaráð Evrópusambandsins (European council). Í ...

Skipun án auglýsingar

Í síðustu viku var enn einn embættismaður skipuður í stöðu án auglýsingar. Í samantekt forsætisráðuneytisins sem mbl.is fjallaði um í október á síðasta ári k...

Tölum um réttindi

Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er einfaldlega sagt að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til: “kynferðis, trúarbrag...

Biðin endalausa, 2023 útgáfan

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu fo...

Tvöþúsundtuttuguogtvö

Góðan dag kæri lesandi og takk fyrir árið sem er að líða. Að minnsta kosti það jákvæða sem gerðist á árinu. Allt hitt má bara eiga sig. Innrásin í Bandaríska...

Efst upp ↑

2022

Að meina það sem þú segir

Tungumál er flókið fyrirbæri til samskipta. Fólk getur svarað á kaldhæðinn, ljóðrænan, háleitan og beinskeittann hátt - og á svo marga aðra vegu að ómögulegt...

4 milljarðar á ári fyrir kirkjujarðir

Árið 1997 var gerður samningur milli ríkisins og íslensku þjóðkirkjunnar um yfirtöku ríkisins á kirkjujörðum í staðinn fyrir að greiða laun presta. Það er tv...

Í ósamstæðum skóm

Oft er sagt – og sérstaklega í stjórnmálum – að við verðum öll að gera málamiðlanir. Það er í sjálfu sér alveg dagsatt, en það er hins vegar ekki algilt. Það...

Lýðræðisveisla hinna útvöldu.

“Við erum með bestu hugmyndirnar” sagði Guðlaugur Þór þegar hann kynnti framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins sem fram fer “í stærstu lýðræðisveislu...

Þarf ný útlendingalög?

Í gær var rætt á þingi útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar. Þar er “vandinn” lagður upp sem svo að “fjölgun umsókna undanfarinn áratug sýnir hversu mikilvæg...

Velferðarríkið Ísland?

Stjórnvöld nota stór orð um velferð á Íslandi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Þar er talað um sterka stöðu heimilanna, auknar ráðstöfunartekjur og áætlanir um...

Kjördæmavika

Í þessari viku hefur hlé verið gert á þingstörfum út af einhverju sem nefnist kjördæmavika. Þrátt fyrir að það sé nýbúið að kalla saman þing eftir um þriggja...

Lögmæt fyrirmæli

Í gær mælti Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir einfaldri breytingu á lögreglulögum. Frumvarpið snýst um að bæta orðinu “lögmætum” við 19. grein laganna. Grein...

Píratar í áratug og meira

Píratahreyfingin er 16 ára gömul á heimsvísu en 10 ára gömul á Íslandi. Árið 2013 tóku Píratar fyrst þátt í alþingiskosningum á Íslandi og fengu rétt rúmlega...

Rangar skoðanir

Fyrir rúmri viku skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um óttann við „rangar skoðanir“ sem afleiðingu af svokallaðri „slaufunarmenningu”. Greinin ...

Að hlusta á vísindamenn

Nýlega sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að hann vildi hlusta á vísindamenn þegar kæmi að því að taka ákvörðun um það hvort byggja ætti flugvöll...

Að selja ríkiseign

Nú eru liðnir nákvæmlega fimm mánuðir frá því að fjármálaráðherra seldi aftur eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. 22. mars 2022 var 22,5% hlutur seldur í Ís...

Ábyrg verkalýðsbarátta

Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kja...

Íþyngjandi húsnæðiskostnaður

Samkvæmt Hagstofunni stendur 12 mánaða vísitala neysluverðs nú í 9,9%. Helstu ástæðurnar eru nokkuð skýrar, það er hækkun á húsnæðismarkaði að undanförnu og ...

Áskorun haustsins

Nú styttist í að þing verði aftur kallað saman, hvort sem það verður aðeins fyrr vegna skýrslu ríkisendurskoðanda vegna sölu á hlutum í Íslandsbanka eða vegn...

50% tengdur, 25% raunverulegur

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi hf fyrir 31 milljarð króna. Við það myndu fylgja 9.500 tonn af þorskkvóta, eða rétt rúmlega 5,...

Samgönguskattar

Nýlega kynnti innviðaráðherra áform um gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins ásamt “annarskonar gjaldtöku” þar sem eldsneytisgjald úreldis fyrr en síðar. Í s...

Gjör rétt. Ávallt.

Í síðustu viku uppgötvaðist að laun æðstu ráðamanna væru of há af því að röng vísitala hafði verið notuð til þess að reikna launahækkanir undanfarinna þriggj...

Stjórnmál málamiðlanna

Núverandi ríkisstjórn er mynduð til að slá nýjan tón milli hægri og vinstri með því að „spanna hið pólitíska litróf”. Þetta átti að gera með auknu samráði og...

Þarf þingið að vera svona?

Svo ég svari þessari spurningu eins og hinn versti pólitíkus, þá er svarið bæði já og nei. Það er nefnilega val. Á meðan núverandi meirihluti velur að haga p...

Laun, leiga, lífeyrir

Ráðstöfunartekjur flestra landsmanna minnkuðu í síðustu viku þegar fasteignamat hækkaði um 19,9% og hafði þannig áhrif á fasteignagjöld allra. Fasteignamati ...

Helvítisvist

Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem velur að vera hlutlaust á tímum siðferðislegra átaka. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem hjál...

Að gelta og gjamma

Hundalógík. Áróður. Hælbítar. Pólitík sem einkennist af því að gelta og gjamma.

Heiðarleg stjórnmál

Næstu helgi eru kosningar til sveitarstjórna út um allt land. Þar bjóða fram ýmsir flokkar og fólk með mismunandi hugmyndir og markmið fyrir næstu kjörtímabi...

Þetta er áróður!

Bjarni. Heldur þú að þú komist í alvörunni upp með að selja pabba þínum banka eftir allt sem á undan hefur gengið … Vafninginn. Sjóð 9. Borgun. Falson og ský...

Þjónn, það er ryk í augunum mínum

Ég held að flest séum við sammála um að spilling sé slæm, eitthvað sem við eigum að koma í veg fyrir. Við hljótum þá líka að geta sammælst um nauðsyn þess að...

Björninn unninn

Á dögunum birtist grein eftir Óla Björn Kárason í Morgunblaðinu um svokallaðar „málfundaæfingar í þingsal,” þar sem hann kvartaði undan því að þingmenn stjór...

Prestur prófar pólitík … og rökfræði.

Í nýlegum skoðanapistli fjallar Gunnar Jóhannesson, prestur Árborgarprestakalls, um trú mína og fullyrðir meðal annars að það þurfi trú til þess að segja að ...

Það eina sem skiptir máli.

“Stækkum kökuna!”, er algengur frasi hjá stjórnmálamönnum. Í kjölfarið fáum við yfirleitt alls konar útskýringar um það hvernig stærri kaka sé forsenda fyrir...

Þak yfir höfuðið.

Byggjum 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum, samkvæmt formanni Framsóknarflokksins í grein Morgunblaðsins þann 10. mars s.l. Sem ráðherra innviðamála hefði ég...

Að selja banka í stríði.

Það er mjög erfitt að einbeita sér að öðrum verkefnum þegar jafn stórir atburðir og stríð í Úkraínu skellur á. Eins aðkallandi og viðbrögð við stríðsástandi ...

Um hvað snýst þetta?

Þegar ég var að byrja í stjórnmálum kom að mér einn reyndur úr flokkspólitíkinni og útskýrði fyrir mér hvað það þýddi að “ramma inn umræðuna”. Að hann gæti “...

Að trúa þolendum.

Um daginn deildi ég grein með skilaboðunum “ég trúi þolendum”. Áhugaverðar umræður spruttu upp í kjölfarið á því sem gefur mér tilefni til þess að spyrja spu...

Hver fær kökuna

Fjármálaráðherra segir að hvergi á Norðurlöndunum sé betur gert og heimilin hafi aldrei haft það betra. En er það rétt?

Hvert fara molarnir þegar kakan stækkar?

Kaupmáttur, ráðstöfunartekjur, eignir, skuldir, … allt þetta segir fjármálaráðherra að fari bara batnandi, hvergi á norðurlöndunum hafi betur verið gert og h...

Útgerðin kostar þig 5000 kr.

Á hverju ári lætur Hafrannsóknarstofnun okkur vita hversu mikið er hægt að veiða af fiski úr sjónum í kringum landið. Á hverju ári fá skip hlutdeild af því m...

Plastplat

Í greinarröð Stundarinnar “plastið fundið” kemur í ljós að í júlí 2020 vissi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóð af plastplatinu mikla, hvernig íslenskt plast end...

Skeiðklukkur og ókurteisi

Það var í kosningasjónvarpinu á stöð tvö. Ég hafði aldrei verið í kosningasjónvarpi áður, bara horft á það og var nú í tilbúinn til þess að útskýra frábæra k...

Efst upp ↑

2021

Jólasveinninn er ekki til

Við vitum það öll. Foreldrar setja dót í skóinn hjá börnunum sínum. Jólasveinninn er ekki til en við þykjumst samt, vegna hátíðar, hefðar og barna. En hvers ...

Veistu að það er verið að svíkja loforð?

Í rúm 20 ár hafa stjórnvöld svikið loforðið aftur og aftur. Af og til verður það svo vandræðalegt að það þarf að bæta það upp sérstaklega. Það gerðist árið 1...

Embættismennirnir sem ráða öllu

Oft er sagt að embættismenn ráði öllu og pólitískir fulltrúar hafi engin áhrif. Það er dálítið merkilegt því oft er líka talað um hvernig ráðherra ræður öllu...

Öfgar sem við kunnum ekki á

Samfélagsumræðan hefur fjallað eilítið um öfgar undanfarna daga. Nánar tiltekið hvernig viðbrögð við ýmsum atburðum eru öfgafull, dómstóll götunnar hafi teki...

Tífaldur arður sjávarútvegs.

Nýr leiðari Kjarnans spyr spurningarinnar hvort það sé eðlilegt að sjávarútvegurinn borgi meira í arð en skatta. Já, vissulega getur það verið eðlilegt. En e...

Á morgun segir sá lati

Af öllum þeim málum sem krefjast athygli fyrir komandi kosningar (og er þar af mörgu að taka) stendur umræðan um heilbrigðiskerfið upp úr. Aðallega vegna þes...

Lykillinn að öllu

Píratar hafa lagt fram kosningastefnu fyrir næsta kjörtímabil. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að við Píratar leggjum mikla áherslu á nýja stjórnarskrá,...

Elítustjórnmál

Það eru tvenns konar elítustjórnmál á Íslandi. Fyrri tegundin tengist peningum, völdum og virkar nánast eins og konungsveldi. Í þeim stjórnmálum er mikið um ...

Kosningastefna Pírata

Kosningastefna Pírata fyrir næsta kjörtímabil var samþykkt á dögunum. Stefnan er í 24. köflum:

Kosningastefna Pírata 2021 - Utanríkismál

Ísland hefur sterka rödd á alþjóðasviðinu. Við Píratar viljum nýta hana til að fara fram með góðu fordæmi. Ísland á að beita sér fyrir eflingu og verndun man...

Kosningastefna Pírata 2021 - Skaðaminnkun

Við eigum að koma fram við neytendur vímuefna sem manneskjur, ekki sem glæpamenn. Fólk með fíknivanda ber að nálgast af nærgætni, virðingu og með skaðaminnku...

Kosningastefna Pírata 2021 - Landbúnaður

Landbúnaður í heiminum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ylrækt og kjötrækt og vegna breyttra neysluvenja almennings í tengslum við græn umski...

Kosningastefna Pírata 2021 - Lífeyrissjóðir

Enginn á að þurfa að líða skort, allra síst á efri árum. Lífeyrissjóðirnir hafa gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi en lífeyriskerfið okkar e...

Kosningastefna Pírata 2021 - Menntamál

Menntun er undirstaða framfara. Til að tryggja framfarir til framtíðar þarf menntakerfið að vera búið undir þær samfélagslegu breytingar sem fram undan eru. ...

Kosningastefna Pírata 2021 - Fjölmiðlar

Óháðir fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í því að veita stjórnvöldum aðhald, miðla upplýsingum til almennings og veita vettvang fyrir upplýsta þjóðmálaumræðu. ...

Kosningastefna Pírata 2021 - Húsnæðismál

Öruggt húsaskjól er grunnþörf. Píratar telja að stjórnvöld eigi að beita sér af krafti í húsnæðismálum og sjá til þess að landsmenn hafi þak yfir höfuðið. Pí...

Kosningastefna Pírata 2021 - Orkumál

Við Píratar teljum að auðlindir Íslands og arður þeirra eigi að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýting orkuauðlinda á að vera sjálfbær, í samræmi við lög...

Kosningastefna Pírata 2021 - Fiskeldi

Fiskeldi er áhættusöm atvinnugrein sem getur haft neikvæð áhrif á vistkerfi, og þá sérstaklega í sjókvíaeldi. Gæta þarf sérstaklega að áhrifum fiskeldis á um...

Kosningastefna Pírata 2021 - Sjávarútvegur

Sjávarauðlindin er sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Enginn getur fengið fiskveiðiheimildir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanle...

Breytingar eru eðlilegar

Athygli vakti þegar Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, sagði að stjórnvöld hefðu brugðist þjóðinni tvívegis. Nú e...

Hæ, laun þingmanna hérna.

Fyrsti launaseðillinn minn frá Alþingi greiddi mér mánaðarlaun upp á 1.101.194 kr. Þá var árið 2016. Um síðustu mánaðarmót hækkuðu laun þingmanna enn og aftu...

Dýrari spítali

Í vikunni birtist frétt um 16 milljarða viðbótarkostnað vegna nýja landspítalans (NLSH). Þar er vitnað í framkvæmdastjóra NLSH sem segir að skýringin sé auki...

Síðasti dansinn?

Sögurnar um dans forsætisráðherra og fjármálaráðherra eru sögur sem má ekki segja. Þær eru mjög vandræðalegar og það væri óviðeigandi að vísa í þær sem táknm...

Ráðleggingar OECD í efnahagsmálum

Það er áhugavert að skoða ráðleggingar OECD þar sem þaðan kemur ákveðið sjónarhorn sem er með stærra samhengi en oft er fjallað um hérna heima. Nokkurs konar...

Göng? Engin göng?

Í vikunni kom í ljós að samgönguáætlun er vanfjármögnuð. Það hefð ekki átt að koma á óvart, en gerði það samt. Þannig er það venjulega. Ástæðan fyrir því að ...

Gamlir ósiðir sem við verðum að hafna

“Jón var að stríða mér!”, segir Gunna. “Gunna tók af mér bílinn!”, segir Jón. Við könnumst flest við að krakkar á ákveðnum aldri klagi allt á milli himins og...

Að loknum þinglokum

Ég veit, það nennir enginn langlokum um þingið eftir hin venjulega vesen og sýndarmennsku sem viðgengst alla jafna í þinglokum. Formúlan er kunnugleg: Málþóf...

Tvenns konar stjórnmál

Pólitík snýst um að velja lausnir við vandamálum.Vandinn er að við vitum fyrirfram ekki hvaða lausnir eru bestar. Það er því verkefni stjórnmálanna, stjórnsý...

Í góðri trú?

Ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu er lykilatriði þegar kemur að trausti almennings. Þetta segir skýrsla sem ríkisstjórnin lét gera í upphafi kjörtímabilsins. V...

Frí í dag!

Gleðilegan þriðja maí. Baráttudagur verkalýðsins var á laugardegi í ár og tóku því fá eftir þessum aukafrídegi í dagatalinu. Í ár eru jóladagur og annar í jó...

Hertar aðgerðir á landamærunum

Í lok janúar voru samþykkt lög um að ríkisstjórnin gæti vísað ferðamönnum í sóttvarnahús ef ferðamaður gæti ekki fylgt lögum og reglum um sóttkví eða einangr...

Takmarkanir á landamærum?

Í dag kynnti ríkisstjórnin nýjar takmarkanir á landamærunum. Þar á að leggja bann við ferðalögum eða skyldudvöl í sóttvarnahúsi frá hááhættusvæðum (1.000 smi...

Ásættanlegur árangur?

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum hófust fyrir rúmu ári. Skilaboðin voru einföld: Brugðist verður við eftir þörfum. Ríkisfjármálunum verður beitt a...

Uppstillt lýðræði

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun f...

Siðareglur eða reglur til að siða?

Sitt sýnist hverjum um hvort þörf sé á siðareglum. Skoðanir á slíkum reglum ná allt frá því að þær séu taldar vera algjört bull yfir í óþarfa vesen, ágætis v...

Stefnuleysi stjórnvalda

“Alþingi hefur því nýlokið afgreiðslu á ítarlegri umfjöllun um stefnumörkun opinberra fjármála” stendur í fjármálaáætlun stjórnvalda – Nei, bara alls ekki. E...

Réttlætanlegt veðmál?

Segjum það bara eins og það er, ákvörðun stjórnvalda um að auðvelda ferðamönnum að koma til landsins þann 1. maí er veðmál. Þar er veðjað upp á afkomu ríkiss...

Hvað gera þingmenn?

Ég rek augun og eyrun oft í alls konar hugmyndir um hvað fólk telur að þingstarfið sé. Ég hafði sjálfur ýmsar hugmyndir um í hverju það starf fælist áður en ...

Verkefni næstu ára

Augljósa verkefni næstu ára er að glíma við afleiðingarnar af Kófinu. Nokkur hundruð milljörðum hefur verið bætt í hagkerfið til þess að koma til móts við ef...

Litið yfir farinn veg

Frá því að ég tók sæti á þingi hef ég lagt fram fjölda mála, nokkur oftar en einu sinni af því að málið var ekki klárað eða fyrirspurn ekki svarað. Í heildin...

Við búum í búri

Þegar ég var ungur sá ég apa í búri. Mér fundust aparnir mjög merkilegir og fylgdist dáleiddur með því hvernig aparnir sveifluðu sér fram og til baka og léku...

Kerfislægur vandi fjölmiðla?

Í leiðara Kjarnans frá 19. febrúar síðastliðnum, “Viljið þið að upplýsingafulltrúar og spunameistarar segi ykkur fréttir?” fer Þórður Snær Júlíusson yfir stö...

Orðræða um innflytjendur

Í gær var umræða um málefni innflytjenda. Einfalt mál um starfsemi fjölmenningarseturs. Án þess að fara nánar í þá umræðu sem þar fór fram þá er eitt sem þar...

Að þekkja muninn

Um helgina slapp Trump naumlega við að vera dæmdur sekur um að hvetja til uppreisnar. 57 töldu hann sekann en 43 ekki. Einungis hefði þurft að snúa tíu atkvæ...

Auðlindir í þjóðareign.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs er bætt við auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í því frumvarpi er kveðið á um “fullt gjald til hóflegs tíma í senn” fyrir leyfi til ha...

Uppstillt lýðræði.

Pólitík snýst að mestu leyti um völd. Ekki málamiðlanir. Sá sem hefur völd getur tekið ákvarðanir án þess að þurfa að miðla málum. Því meiri völd, þeim mun f...

Hvað er þetta með þessi þingmannalaun?

Laun þingmanna og ráðherra hafa lengi verið vesen. Laun þeirra virðast hækka oft úr öllum takti við almenna launarþróun. Þar að auki voru þingmenn og ráðherr...

Framboðstilkynning

Ég, Björn Leví Gunnarsson, býð fram krafta mína og reynslu í prófkjöri Pírata fyrir komandi alþingiskosningar 2021 í Reykjavík.

Efst upp ↑

2020

Skiljanlegt ofbeldi?

Hvernig myndir þú bregðast við ef lögreglan myrti reglulega vini þína, kunningja, félaga eða fólk sem þú samsamar þig við? Myndir þú bregðast við með mótmælu...

Topp maður - flopp stjórnmálamaður

“Topp maður”, var athugasemd á samfélagsmiðlum undir frétt af sóttvarnabroti fjármálaráðherra. Þetta er mjög merkileg fullyrðing í samhengi þeirra atburða se...

Pólitík Pírata

Í umræðum um fjármálaáætlun í gær setti Brynjar Níelsson sig í spor kjósanda Pírata og sagðist ekki skilja pólitík okkar. Hver pólitísk stefna Pírata væri e...

Heilbrigð höfnun

Í pólitík er til tvenns konar samstarf. Annars vegar valdasamstarf og hins vegar málefnasamstarf. Enginn hefur nokkurn tíma útilokað samstarf um einstaka mál...

Tveggja stóla tal

Þú sérð auglýsingu um draumastarfið þitt í blaðinu. Starfið sem þú ert búin að búa þig undir í mörg ár. Staða dómara við Landsrétt! Þú sækir um og ert alveg ...

Loksins niðurstaða í Landsréttarmálinu

Kjörtímabilið 2016 - 2017 var viðburðarríkt. Landsréttarmálið, uppreist æra barnaníðinga, ríkisstjórnarslit og kosningar með minnsta mögulega fyrirvara eftir...

Er verið að fela aðhaldskröfu?

Nýlega var vakin athygli á fjárhagslegri stöðu mála hjá Landspítalanum. Spítalinn sæi fram á rúmlega fjögurra milljarða króna aðhaldskröfu á næsta ári. Þingm...

Sjálfbærni er framtíðin

Haldin var sérstök umræða á þinginu í gær. Við Sara Elísa Þórðardóttir pældum aðeins í því máli og Sara flutti ræðunar í umræðunni.

Umhverfi okkar allra

26% af öllu snjólausu landi í heiminum er notað sem beitiland. 33% af öllu ræktarlandi er notað til þess að fóðra dýr. Staðan eins og hún er í dag er ekki sj...

Von og vald

Ég bjó á Vonarstræti þegar ég var í Bandaríkjunum (BNA). Ég var þar þegar Obama var kosinn og sá hvaða von fólk bar til þess sem hann hafði fram að bjóða. Ég...

Eru sóttvarnaraðgerðir rökstuddar?

Þetta er ástæðan fyrir því að við kölluðum eftir því að ákvarðanir stjórnvalda væru skoðaðar nánar. Spurningin verður alltaf að vera hvort aðgerðirnar sem gr...

Öfgar og falsfréttir

Heimurinn á við mörg vandamál að stríða. Eitt þeirra eru öfgar, og að því er virðist meiri öfgar en áður. Það er hins vegar ekki rétt, maðurinn hefur oft lát...

Einstakt dæmi

Fyrir einungis rétt rúmum mánuði stóð til að vísa burt fjölskyldu sem kom hingað frá Egyptalandi. Fjölskyldan fékk að lokum dvalarleyfi af mannúðarástæðum sa...

Kakan er lygi

Öryrkjabandalag Íslands gaf út myndband þann 11. október síðastliðinn þar sem kaka fjármálaráðherra var útskýrð frá sjónarhorni öryrkja. Skilaboðin voru einf...

Hefðir, stöðunun og íhald

Alþingi er gömul stofnun. Elsta starfandi þing heims. Það er virðingarstaða sem við eigum að vera stolt af og fara vel með. Í því felst þó ákveðin áhættuþátt...

Við erum Píratar

Borgararéttindi, lýðræði, gagnsæi, ábyrgð, gagnrýnin hugsun, upplýsingafrelsi, tjáningafrelsi.

Málefnalegar umræður

Ég spurði sveitarstjórnarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum um stefnu stjórnvalda í sveitarstjórnarmálum. Ráðherra svaraði með því að kalla eftir málefnaleg...

Getum við gert betur?

Getum við gert betur? Við öll? Ég myndi halda að augljósa svarið sé já. Ekkert er svo fullkomið að það endist að eilífu. Við getum alltaf gert betur, eða að ...

Heilbrigðiskerfið á krossgötum

Heilbrigðisráðherra skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið sem hún birtir einnig á FB síðu sinni. Þar er farið yfir þróun fjárheimilda til heilbrigðiskerfisins...

Betri samskipti við almenning?

Í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnvöld setja sér stefnu fyrir næstu fimm ár spurði ég forsætisráðherra eftirfarandi spurningar:

Handahófskenndar aðgerðir

Ríkisstjórnin lagði fram áætlun sína út úr Kófinu í gær. Áætlun sem ríkisstjórnin ætlaði að leggja fram í vor en frestaði. Það verður að segjast eins og er a...

Danski þjónninn

Allir ættu að muna eftir Harry og Heimi en færri muna kannski eftir morðgátunni þeirra um danska þjóninn. Morð var framið á veitingastað. Einn gestanna fanns...

Samkomutakmarkanir - Hver er kostnaðurinn?

Þann 27. janúar síðastliðinn var lýst yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar á Íslandi. 30. janúar var lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins...

Réttlát reiði

Síðastliðinn miðvikudag skrifaði Óli Björn Kárason pistil í Morgunblaðið um ógn hinna “réttlátu” sem fjallaði um nýja tegund stjórnmála þar sem ógn er notuð ...

Ertu Icelandairingur?

Hvað er að vera Íslendingur? Þarftu að geta rakið ættir þínar til landnema? Þarftu að kunna íslensku? Þarftu að búa á Íslandi eða vera ríkisborgari? Tárast y...

Er ríkisábyrgð æðisleg?

“Verkefnið okkar er fyrir mér það að finna einföldustu og skilvirkustu leiðina”, sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé í umræðum um ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Þ...

Þeir sem eiga, mega

Hugmyndafræði íhaldsins er dauðadómur fyrir framtíðina. Það er markmið íhaldsins að gera sem minnst, breyta eins litlu og hægt er og lifa helst í fortíðinni....

Umboð þjóðar ef það hentar mér.

Á Íslandi höldum við kosningar á fjögurra ára fresti. Þá keppast stjórnmálasamtök um atkvæði kjósenda með því að leggja línurnar fyrir næstu fjögur árin. Þan...

Ráðherrar eiga enga vini

Vinkvennahittingur er einna helst í fréttum þessa dagana. Það væri alla jafna ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ein vinkvennanna er ráðherra. Það ei...

Dagleg spilling

Úr grein Stundarinnar: Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo ge...

Engar mútur

Engar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðslurnar sem voru greiddar bein...

Klassísk strámannspólitík

Árið 2012 birtist Kastljósþáttur sem fjallaði um meinta undirverðlagningu Samherja. Umfjöllunin, húsleit og rannsókn byggði td. á gögnum sem komu frá Verðlag...

Heimilisbókhald ríkisstjórnarinnar í Covid

Í speglinum þann 10. ágúst var spurt hvort verið væri að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar svarar þeirri spurningu á ...

Fleiri afsakanir

Í grein hjá Vísi er vitnað í dómsmálaráðherra: “Ýmislegt hafi hins vegar vantað upp á í frumvarpi Pírata og fleiri þingmanna, til að mynda hvernig skuli gera...

Ósjálfbær stöðugleiki

Í leiðara Kjarnans þann 6. ágúst fjallar Þórður Snær Júlíusson um að nú sé komið að pólitíkinni. Þar vísar hann í orð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis um ...

Fyrst náðu þau hinum, svo mér

Í síðasta pistli skrifaði ég um ósvífni pólitísks rétttrúnaðar, hvernig öfgar hafa þróast í sitt hvora áttina frá upprunalegu markmiði. Annars vegar í þá átt...

Listin að ljúga

Ein uppáhalds greinin mín í stjórnarskránni er 48. greinin. Þar segir að “alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur fr...

Ósvífni pólitísks rétttrúnaðar

Við glímum við ósvífni sem hefur aukist með hverju árinu sem líður. Upprunann má rekja til pólítísks rétttrúnaðar (e. political correctness / PCismi) sem Joh...

Má segja fólki að fokka sér

Við eigum að vera kurteis við hvort annað. Ákveðin háttsemi og gestrisni er til dæmis umfjöllunarefni margra kvæða í Hávamálum. Þar er talað um að góður orðs...

Refsing vegna fíknar

Johann Hari lýsir rót fíknar þannig að hún spretti ekki frá því að fólk sprauti í sig efnum eða innbyrði. Hún spretti miklu fremur úr sársaukanum sem fólk up...

Átak í lýðræði

Í gær frumsýndu samtök kvenna um nýju stjórnarskránna fræðslumyndband um nýju stjórnarskránna, ferlið á bakvið hana, hvar hún stoppaði og til að minna þingme...

Leikjafræði þingloka

Hvað gerist rétt áður en þing fer í frí? Af hverju er oft málþóf á þeim tíma? Í grunnatriðum er það vegna þess að flokkar sem mynda meirihluta vilja ekki að ...

Án tillits til skoðana

“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags...

Vitlaust Alþingi

Á Alþingi er allt vitlaust, á fleiri vegu en einn, og Ísland er verra vegna þess. Nóg hefur samt verið talað um vitleysuna sem fólk lætur út úr sér þar og mi...

Nei, nei og aftur nei

Liðin vika í þinginu var stórmerkileg. Þar voru samþykkt lög um uppsagnir þar sem ríkið hjálpar fyrirtækjum að segja upp fólki og halda því í vinnu á launum ...

Nú er tíminn

Undanfarna mánuði hafa komið hinir ýmsu björgunarpakkar frá stjórnvöldum og er von á einum enn á næstu dögum. Markmið pakkanna hefur aðallega verið að vernda...

Pakki númer 2, hvað gerðist?

Það er langt frá því að vera einfalt að fylgjast með því hvað er í gangi varðandi björgunarpakka stjórnvalda. Í fyrsta lagi koma stjórnvöld með ákveðnar till...

Lífeyrir og þingfararkaup

Það fór ekki fram hjá neinum að laun þingmanna og ráðherra voru hækkuð þann 1. maí um 6,3% frá áramótum. Til þess að gæta allrar sanngirni þá hækkuðu launin ...

Einn litlir, tveir litlir, þrír litlir pakkar

Óvissan er mikil og hefur farið vaxandi eftir því sem á líður. Það má auðveldlega rökstyðja að hlutverk stjórnvalda sé að minnka eða helst eyða óvissu, þó ek...

Sporvagnavandamálið og faraldurinn

Margir kannast við sporvagnavandamálið þar sem þú ert vagnstjóri sem hefur þá tvo möguleika að beygja á sporin til hægri þar sem hópur fólks stendur á teinun...

Sjálfstæðir dómarar

Eruð þið nokkuð búin að gleyma Landsrétti? Þið vitið, nýja millidómstiginu okkar sem var mörg ár í undirbúningi og fyrrverandi dómsmálaráðherra klúðraði á l...

Dagurinn í dag

Í dag er fjarfundadagur á Alþingi. Líka á morgun. Umfjöllunarefnið er fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem gert er ráð fyrir að tekið sé 140 millj...

Stjórnarandstöðufræði

Fræðin um stjórnarandstöðu segja: “Ég gerði öll mál tortryggileg og fylgdi þeirri reglu veiðimannsins að maður má ekki einungis kasta flugu sem manni finnst ...

Þú verður að vera í skóm í vinnunni

Einu sinni var skýrslu um skattaundanskot Íslendinga í gegnum skattaskjól stungið undir stól. Það var meira að segja rétt fyrir kosningar vegna skattaundansk...

Að hefjast handa

“Nú er kominn tími til þess að hefjast handa” voru skilaboðin sem ríkisstjórnarflokkur fékk á fundarferð sinni í kringum landið. Núna, þegar rétt rúmt ár er ...

Efst upp ↑

2019

Efst upp ↑

2016

Hættum að vera meðvirk með misnotkun á valdi

Formaður dómarafélags Íslands fjallaði í fjölmiðlum í gær um niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu. Þar sagði hann að vandinn er þegar, með leyfi forseta “s...

Efst upp ↑